Alls urðu 1.578 fyrirtæki gjaldþrota á árinu 2011 og hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Til samanburðar urðu 982 fyrirtæki gjaldþrota á árinu 2010. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar um nýskráningar og gjaldþrot sem birtar voru nýlega.
Í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka segir að ástæða þessa mikla fjölda sé umfangsmikil endurskipulagning atvinnulífsins sem hafi náð hámarki á síðasta ári. Gjaldþrotatölurnar bendi til þess að atvinnulífið sé enn nokkuð laskað en einnig að nauðsynleg endurskipulagning hafi loks komist á almennilegt skrið.- mþl
