Viðskipti innlent

Gunnar krefst úrskurðar fjármálaráðherra vegna deilu við FME

Gunnar Þ Andersen.
Gunnar Þ Andersen.
Lögmaður Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hefur krafist þess að fjármálaráðherra úrskurði um réttarstöðu Gunnars samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður Gunnars sendi Oddnýju Harðardóttir, fjármálaráðherra í gær.

Þar segir að krafist sé úrskurðar ráðherrans út af deilu Gunnars við stjórn FME vegna boðaðrar uppsagnar. Hart er deilt um lögmæti uppsagnarinnar sem Gunnar telur efnislega ólögmæta.

Ennfremur kemur fram í bréfinu að stjórn stofnunarinnar fallist ekki á að Gunnar njóti réttarstöðu embættismanns og virðast vera uppi ráðgerðir um að framhalda uppsagnarferlinu algerlega án tillits til þess.

Hægt er að lesa kröfu lögmanns Gunnars í meðfylgjandi skjali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×