Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 18-31 | FH-ingar niðurlægðir Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. nóvember 2012 00:01 Mynd/Valli Haukar niðurlægðu FH á heimavelli síðar nefnda liðsins 31-18 í Hafnarfjarðarslagnum í N1 deildar karla í handbolta í dag. Haukar yfirspiluðu FH eftir jafnan stundarfjórðung í upphafi og festu sig í sessi á toppi N1 deildarinnar, með sex stigum meira en næstu lið. Leikurinn var í jafnvægi framan af. Ólafur Gústafsson dró vagninn fyrir FH sóknarlega en um miðbik hálfleiksins náðu Haukar að loka á hann og sóknarleikur FH hrundi. Haukar skoruðu sex mörk í röð og breyttu stöðunni úr 7-7 í 13-7. Haukar voru þolinmóðir í sókninni og fengu yfirleitt fín færi á meðan FH-ingar voru að drífa sig í sínum aðgerðum, töpuðu boltanum mjög oft auk þess að sætta sig við skot í erfiðum færum. FH náði aðeins sex skotum á markið síðustu sextán mínútur fyrri hálfleiks en náði þó að minnka muninn í fimm mörk með síðasta marki hálfleiksins, 13-8. FH átti sinn besta kafla varnarlega í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en sóknarleikur var enn til vandræða og náðu heimamenn því ekki að minnka muninn að neinu ráði. Upp úr því má segja að heimamenn hafi gefist upp og gestirnir af Ásvöllum léku við hvern sinn fingur og náðu mest fimmtán marka mun 30-15. FH minnkaði muninn í þrettán mörk fyrir leikslok en niðurlægingin algjör og ljóst að Haukar eru í sérflokki í deildinni eftir þessa fyrstu umferð af þremur. Haukar eru á toppnum með 13 stig, með sex stigum meira en Akureyri, Fram, ÍR og FH og ljóst að mikið þarf að gerast til að baráttan um deildarmeistarartitilinn verði spennandi. Haukar eru með mikla breidd og nýtir Aron Kristjánsson hana vel. Liðið leikur frábæra vörn og er markvarslan jafnan góð, sama hver er í markinu eins og sýndi sig í kvöld þegar Einar Ólafur Vilmundarson stelur senunni með frábærri markvörslu. Einar Ólafur var mjög jarðbundinn eftir leikinn og vildi lítið gera úr eigin frammistöðu, hann benti heldur á vörnina og að Aron Kristjánsson hafði náð að stilla spennustig leikmanna rétt. Stefán Rafn Sigurmannsson lék einnig mjög vel í liði Hauka og skoraði 10 mörk í aðeins 12 skotum. Jón Þorbjörn var öflugur á línunni og Tjörvi Þorgeirsson átti margar frábærar sendingar í leiknum en eins og lokatölurnar gefa til kynna átti allt lið Hauka mjög góðan dag. FH-ingar áttu afleitan leik og náðu sér í raun aldrei á strik. Liðið verður þó ekki dæmt af þessum leik því Logi Geirsson og Ásbjörn Friðriksson eiga báðir eftir að venjast liðinu og liðið þeim. Þó deildarmeistaratitillinn sé líklega farinn þá skal enginn afskrifa FH liðið. Aron: Vorum alltaf með þá varnarlega„Þetta var hörkuleikur. Það var mikil barátta framan af, varnarlega. Við spiluðum mjög góða vörn og Einar Ólafur kemur inn á og ver eins og herforingi og ekki nóg með það þá er hann að gefa mjög góðar sendingar fram sem gefur okkur auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Sóknarlega stýrum við leiknum vel og uppskerum sanngjarnan sigur," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Mér fannst við alltaf vera með þá varnarlega. Þó þeir hafi skorað mörk í upphafi þá voru þetta mörk sem þeir voru í miklum erfiðleikum með að skora. Svo fáum við nokkur góð hraðaupphlaup og nokkrar góðar skiptingar þar sem leikmenn koma sterkir af bekknum eins og Gísli Jón (Þórisson) sem skoraði góð mörk undir lok fyrri hálfleiks. „FH er með mjög gott lið og er heldur betur búið að styrkja sig með Ásbirni og Loga. Þeir eru með mikla breidd," sagði Aron sem vildi ekki gera mikið úr yfirburðum Hauka eftir fyrstu umferð N1 deildarinnar. „Þetta snýst um einbeitingu hjá okkur og við höfum notað mannskapinn mjög mikið. Menn hafa komið sterkar inn og það er þessi liðsheild sem ég hef mikla trú á. Þegar einn á slakan leik kemur annar inn á. Þannig getum við haldið uppi hraða og svo höfum við verið að bæta okkur mikið frá leik til leiks, sérstaklega sóknarlega. „Einar er í öðrum flokki sem er búinn að vinna sér sæti í 20 ára landsliðinu. Þetta er mjög vinnusamur strákur og ég er gríðarlega ánægður með að hann hafi komið svona inn á með spennustigið í lagi," sagði Aron að lokum. Einar Andri: Ekkert sem útskýrir þessa frammistöðu„Við vorum arfa lélegir hér í dag. Fyrstu tíu, fimmtán mínúturnar voru fínar hjá okkur en síðustu fimmtán mínútur í fyrri hálfleik voru skelfilega og svo gefumst við upp snemma í seinni hálfleik," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH eftir leikinn. „Það var flest sem var ekki í lagi hjá okkur þegar leið á leikinn og sennilega var spennustigið hluti af því. Við komum vel inn í leikinn en hvernig við hegðuðum okkur eftir að munurinn fór að breikka er óeðlilegt. „Við misstum töluvert af mönnum útaf og það er erfitt að brjóta þá á bak aftur þannig og svo tökum við slæmar ákvarðanir og klikkum á bæði dauðafærum og lélegum færum sem við tökum. Hugarfarslega brotnuðum við í leiknum. „Við minnkum muninn í seinni hálfleik í fjögur og fengum tækifæri til að fara niður í þrjú en síðustu 20 mínúturnar voru algjört afhroð. „Það tekur tíma að setja liðið saman. Frá byrjun tímabilsins vantaði leikmenn sem voru meiddir og þegar við erum að koma þeim inn í þetta þá hikstum við aðeins og nú erum við að taka tvo nýja leikmenn inn og það er ekki óeðlilegt að við hikstum en það er ekkert sem útskýrir þessa frammistöðu. Menn geta alltaf barist og lagt sig fram. „Við getum ekki borið okkur saman við Hauka eins og staðan er í dag. Þeir voru klassa betri en við og staðan lýgur ekki. Þeir eru á undan okkur og við þurfum heldur betur að skoða okkar mál ef við ætlum að bera okkur saman við þá í vetur," sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna Sjá meira
Haukar niðurlægðu FH á heimavelli síðar nefnda liðsins 31-18 í Hafnarfjarðarslagnum í N1 deildar karla í handbolta í dag. Haukar yfirspiluðu FH eftir jafnan stundarfjórðung í upphafi og festu sig í sessi á toppi N1 deildarinnar, með sex stigum meira en næstu lið. Leikurinn var í jafnvægi framan af. Ólafur Gústafsson dró vagninn fyrir FH sóknarlega en um miðbik hálfleiksins náðu Haukar að loka á hann og sóknarleikur FH hrundi. Haukar skoruðu sex mörk í röð og breyttu stöðunni úr 7-7 í 13-7. Haukar voru þolinmóðir í sókninni og fengu yfirleitt fín færi á meðan FH-ingar voru að drífa sig í sínum aðgerðum, töpuðu boltanum mjög oft auk þess að sætta sig við skot í erfiðum færum. FH náði aðeins sex skotum á markið síðustu sextán mínútur fyrri hálfleiks en náði þó að minnka muninn í fimm mörk með síðasta marki hálfleiksins, 13-8. FH átti sinn besta kafla varnarlega í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en sóknarleikur var enn til vandræða og náðu heimamenn því ekki að minnka muninn að neinu ráði. Upp úr því má segja að heimamenn hafi gefist upp og gestirnir af Ásvöllum léku við hvern sinn fingur og náðu mest fimmtán marka mun 30-15. FH minnkaði muninn í þrettán mörk fyrir leikslok en niðurlægingin algjör og ljóst að Haukar eru í sérflokki í deildinni eftir þessa fyrstu umferð af þremur. Haukar eru á toppnum með 13 stig, með sex stigum meira en Akureyri, Fram, ÍR og FH og ljóst að mikið þarf að gerast til að baráttan um deildarmeistarartitilinn verði spennandi. Haukar eru með mikla breidd og nýtir Aron Kristjánsson hana vel. Liðið leikur frábæra vörn og er markvarslan jafnan góð, sama hver er í markinu eins og sýndi sig í kvöld þegar Einar Ólafur Vilmundarson stelur senunni með frábærri markvörslu. Einar Ólafur var mjög jarðbundinn eftir leikinn og vildi lítið gera úr eigin frammistöðu, hann benti heldur á vörnina og að Aron Kristjánsson hafði náð að stilla spennustig leikmanna rétt. Stefán Rafn Sigurmannsson lék einnig mjög vel í liði Hauka og skoraði 10 mörk í aðeins 12 skotum. Jón Þorbjörn var öflugur á línunni og Tjörvi Þorgeirsson átti margar frábærar sendingar í leiknum en eins og lokatölurnar gefa til kynna átti allt lið Hauka mjög góðan dag. FH-ingar áttu afleitan leik og náðu sér í raun aldrei á strik. Liðið verður þó ekki dæmt af þessum leik því Logi Geirsson og Ásbjörn Friðriksson eiga báðir eftir að venjast liðinu og liðið þeim. Þó deildarmeistaratitillinn sé líklega farinn þá skal enginn afskrifa FH liðið. Aron: Vorum alltaf með þá varnarlega„Þetta var hörkuleikur. Það var mikil barátta framan af, varnarlega. Við spiluðum mjög góða vörn og Einar Ólafur kemur inn á og ver eins og herforingi og ekki nóg með það þá er hann að gefa mjög góðar sendingar fram sem gefur okkur auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Sóknarlega stýrum við leiknum vel og uppskerum sanngjarnan sigur," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Mér fannst við alltaf vera með þá varnarlega. Þó þeir hafi skorað mörk í upphafi þá voru þetta mörk sem þeir voru í miklum erfiðleikum með að skora. Svo fáum við nokkur góð hraðaupphlaup og nokkrar góðar skiptingar þar sem leikmenn koma sterkir af bekknum eins og Gísli Jón (Þórisson) sem skoraði góð mörk undir lok fyrri hálfleiks. „FH er með mjög gott lið og er heldur betur búið að styrkja sig með Ásbirni og Loga. Þeir eru með mikla breidd," sagði Aron sem vildi ekki gera mikið úr yfirburðum Hauka eftir fyrstu umferð N1 deildarinnar. „Þetta snýst um einbeitingu hjá okkur og við höfum notað mannskapinn mjög mikið. Menn hafa komið sterkar inn og það er þessi liðsheild sem ég hef mikla trú á. Þegar einn á slakan leik kemur annar inn á. Þannig getum við haldið uppi hraða og svo höfum við verið að bæta okkur mikið frá leik til leiks, sérstaklega sóknarlega. „Einar er í öðrum flokki sem er búinn að vinna sér sæti í 20 ára landsliðinu. Þetta er mjög vinnusamur strákur og ég er gríðarlega ánægður með að hann hafi komið svona inn á með spennustigið í lagi," sagði Aron að lokum. Einar Andri: Ekkert sem útskýrir þessa frammistöðu„Við vorum arfa lélegir hér í dag. Fyrstu tíu, fimmtán mínúturnar voru fínar hjá okkur en síðustu fimmtán mínútur í fyrri hálfleik voru skelfilega og svo gefumst við upp snemma í seinni hálfleik," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH eftir leikinn. „Það var flest sem var ekki í lagi hjá okkur þegar leið á leikinn og sennilega var spennustigið hluti af því. Við komum vel inn í leikinn en hvernig við hegðuðum okkur eftir að munurinn fór að breikka er óeðlilegt. „Við misstum töluvert af mönnum útaf og það er erfitt að brjóta þá á bak aftur þannig og svo tökum við slæmar ákvarðanir og klikkum á bæði dauðafærum og lélegum færum sem við tökum. Hugarfarslega brotnuðum við í leiknum. „Við minnkum muninn í seinni hálfleik í fjögur og fengum tækifæri til að fara niður í þrjú en síðustu 20 mínúturnar voru algjört afhroð. „Það tekur tíma að setja liðið saman. Frá byrjun tímabilsins vantaði leikmenn sem voru meiddir og þegar við erum að koma þeim inn í þetta þá hikstum við aðeins og nú erum við að taka tvo nýja leikmenn inn og það er ekki óeðlilegt að við hikstum en það er ekkert sem útskýrir þessa frammistöðu. Menn geta alltaf barist og lagt sig fram. „Við getum ekki borið okkur saman við Hauka eins og staðan er í dag. Þeir voru klassa betri en við og staðan lýgur ekki. Þeir eru á undan okkur og við þurfum heldur betur að skoða okkar mál ef við ætlum að bera okkur saman við þá í vetur," sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti