Breyttir skilmálar á lánum hafa ekki áhrif á rétt fólks Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. febrúar 2012 14:44 Karl Axelsson er einn þeirra lögmanna sem unnu lögfræðiálitið. Þeir lántakar sem fóru í greiðsluskjól hjá umboðsmanni skuldara, fengu greiðslujöfnun, fengu lán sín fryst, fengu greiðslufrest eða aðrar skilmálabreytingar á lánum sínum eiga sama rétt og hjónin sem unnu dómsmál fyrir Hæstarétti í svokölluðum vaxtadómi í síðustu viku. Forsendan fyrir þessu er þó sú að skilmálabreytingar hafi verið gerðar á láni án þess að um vanskil hafi verið að ræða og fullnaðarkvittanir séu til staðar samkvæmt breyttum samningi. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem var unnið fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Í álitinu er þó bent á að Hæstiréttur hafi ekki fjallað sérstaklega um þessi tilvik. Í álitinu segir að sérstök sjónarmið eigi við um tilvik þar sem frumkvæði að breytingu greiðslna hafi alfarið verið hjá lánveitanda og/eða stjórnvöldum, en ekki lántaka og því sérstaklega lýst yfir að lántaki glati engum rétti með því að samþykkja viðkomandi greiðslufyrirkomulag. Við slíkar aðstæður sé líklegra en hitt að dómstólar muni telja að skuldurum, sem hafi verið í fullum skilum áður en slíkum breytingum var komið á og sýnt þannig greiðslugetu og greiðsluvilja, hafi verið rétt að líta svo á að efndir þeirra í samræmi við slíkar breytingar hafi falið sér ígildi fullnaðargreiðslu á upprunalegri skuldbindingu. Hafi lántaki á hinn bóginn verið í vanskilum með afborganir sínar geti hann ekki hafa vænst þess að loforð fjármálafyrirtækja myndi veita honum betri rétt, enda geti hann ekki talist hafa verið í góðri trú um að hafa verið í fullum efndum með lán sitt áður en loforðið var gefið. Lögfræðingarnir sem skrifa álitið taka þó skýrt fram að þetta mat sé ekki vafalaust og það eigi sér ekki beina stoð í forsendum dómsins, en úr þeim lagalega vafa verði aðeins leyst með ótvíræðum hætti fyrir dómi. Það voru Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður, Aðalsteinn Jónasson hæstaréttarlögmaður og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómslögmaður sem unnu álitið. Tengdar fréttir Vaxtadómurinn á við um alla lánasamninga Vaxtadómur Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 15. febrúar síðastliðinn, hefur fordæmisgildi fyrir alla lánsamninga. Þetta segir í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Þá kemur jafnframt fram að dómurinn fjalli ekki um lánssamninga lögaðila en atvik kunni að vera svipuð þegar að um smærri lögaðila sé að ræða. Stærð og staða lögaðila við samningsgerð hafi þannig þýðingu. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna í lögfræðiálitinu sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður, Aðalsteinn Jónasson hæstaréttarlögmaður og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómslögmaður unnu. 24. febrúar 2012 14:10 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þeir lántakar sem fóru í greiðsluskjól hjá umboðsmanni skuldara, fengu greiðslujöfnun, fengu lán sín fryst, fengu greiðslufrest eða aðrar skilmálabreytingar á lánum sínum eiga sama rétt og hjónin sem unnu dómsmál fyrir Hæstarétti í svokölluðum vaxtadómi í síðustu viku. Forsendan fyrir þessu er þó sú að skilmálabreytingar hafi verið gerðar á láni án þess að um vanskil hafi verið að ræða og fullnaðarkvittanir séu til staðar samkvæmt breyttum samningi. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem var unnið fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Í álitinu er þó bent á að Hæstiréttur hafi ekki fjallað sérstaklega um þessi tilvik. Í álitinu segir að sérstök sjónarmið eigi við um tilvik þar sem frumkvæði að breytingu greiðslna hafi alfarið verið hjá lánveitanda og/eða stjórnvöldum, en ekki lántaka og því sérstaklega lýst yfir að lántaki glati engum rétti með því að samþykkja viðkomandi greiðslufyrirkomulag. Við slíkar aðstæður sé líklegra en hitt að dómstólar muni telja að skuldurum, sem hafi verið í fullum skilum áður en slíkum breytingum var komið á og sýnt þannig greiðslugetu og greiðsluvilja, hafi verið rétt að líta svo á að efndir þeirra í samræmi við slíkar breytingar hafi falið sér ígildi fullnaðargreiðslu á upprunalegri skuldbindingu. Hafi lántaki á hinn bóginn verið í vanskilum með afborganir sínar geti hann ekki hafa vænst þess að loforð fjármálafyrirtækja myndi veita honum betri rétt, enda geti hann ekki talist hafa verið í góðri trú um að hafa verið í fullum efndum með lán sitt áður en loforðið var gefið. Lögfræðingarnir sem skrifa álitið taka þó skýrt fram að þetta mat sé ekki vafalaust og það eigi sér ekki beina stoð í forsendum dómsins, en úr þeim lagalega vafa verði aðeins leyst með ótvíræðum hætti fyrir dómi. Það voru Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður, Aðalsteinn Jónasson hæstaréttarlögmaður og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómslögmaður sem unnu álitið.
Tengdar fréttir Vaxtadómurinn á við um alla lánasamninga Vaxtadómur Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 15. febrúar síðastliðinn, hefur fordæmisgildi fyrir alla lánsamninga. Þetta segir í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Þá kemur jafnframt fram að dómurinn fjalli ekki um lánssamninga lögaðila en atvik kunni að vera svipuð þegar að um smærri lögaðila sé að ræða. Stærð og staða lögaðila við samningsgerð hafi þannig þýðingu. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna í lögfræðiálitinu sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður, Aðalsteinn Jónasson hæstaréttarlögmaður og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómslögmaður unnu. 24. febrúar 2012 14:10 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Vaxtadómurinn á við um alla lánasamninga Vaxtadómur Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 15. febrúar síðastliðinn, hefur fordæmisgildi fyrir alla lánsamninga. Þetta segir í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Þá kemur jafnframt fram að dómurinn fjalli ekki um lánssamninga lögaðila en atvik kunni að vera svipuð þegar að um smærri lögaðila sé að ræða. Stærð og staða lögaðila við samningsgerð hafi þannig þýðingu. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna í lögfræðiálitinu sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður, Aðalsteinn Jónasson hæstaréttarlögmaður og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómslögmaður unnu. 24. febrúar 2012 14:10