Viðskipti innlent

Uppsögn Gunnars er varúðarmerki til erlendra fjárfesta

Gunnar Andersen.
Gunnar Andersen.
Sú ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins, að segja Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, upp störfum er varúðarmerki til erlendra fjárfesta um að stofnanir Íslands séu enn viðkvæmar.

Þetta segir í pistli sem Peter Lee skrifar í fagtímaritið Euromoney, sem fjallar um fjármála- og peningamál.

Í honum er fjallað um framgang máls Gunnars, en eins og greint hefur verið frá hér á Vísi fékk Gunnar viðbótarfrest til þess að svara uppsagnarbréfi stjórnar FME til þriðjudagsins næsta.

Í lok pistilsins segir: „Erlendir fjárfestar ættu að hafa það í huga, að þetta er ennþá Ísland."

Lesa má pistil Euromoney hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×