Í fjórða sæti í Fantasy 29. desember 2012 08:00 Árangur Tómasar Páls er undraverður. Fréttablaðið/Valli „Við Íslendingar erum náttúrulega pínu klikkaðir í þennan enska bolta,“ segir Tómas Páll Þorvaldsson sálfræðinemi, en hann situr í fjórða sæti á heimslista Fantasy-deildarinnar sem byggir á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Alls eru um 2,5 milljónir skráðar með lið í Fantasy-deildinni en leikurinn snýst um að stilla upp draumaliði sínu fyrir leiki hverrar umferðar enska boltans. Að hverri umferð lokinni hljóta liðin stig fyrir frammistöðu leikmannanna. Þetta er í annað skiptið sem Tómas er með skráð lið í Fantasy og er árangurinn því undraverður. „Ég hef í rauninni engin trix. Mikilvægast í þessu er að ná að byrja nógu vel því leikmenn hækka og lækka í verði eftir því hversu margir kaupa einn ákveðinn leikmann. Það skiptir því miklu máli að ná að vera á undan öllum hinum að kaupa leikmenn sem síðar verða eftirsóttir,“ segir Tómas, en auk hans má finna tvo aðra Íslendinga á listanum yfir 35 efstu liðin. „Ég veit ekki hvað það er en það er alveg ótrúlegt hvað Íslendingar virðast vera góðir í þessum leik. Þeir sem eru ofarlega eru meira og minna með sömu menn í liðinu og þar af leiðandi rokkar þetta ekki alveg jafn mikið. Ég er búinn að vera í fjórða sæti í heiminum í þrjár vikur í röð núna en það má samt lítið klikka til þess að maður falli niður listann,“ segir Tómas, sem sjálfur styður Liverpool í ensku deildinni, en Liverpool-liðið hefur aldrei staðið jafn illa að vígi á miðju tímabili eins og í ár. Tómas hefur þó trú á einum leikmanni liðsins. „Ég er alltaf með Luis Suarez í liðinu og er hann eini leikmaðurinn sem ég hef haft frá upphafi. Hann skilar sínu,“ segir Tómas. En sem gallharður stuðningsmaður Liverpool, hvort myndi hann heldur vilja vinna Fantasy eða sjá Liverpool hampa titlinum í vor? „Ætli ég myndi ekki frekar vilja að ég ynni í Fantasy. Það eru engar líkur á því að Liverpool vinni deildina, svona ef við horfum raunhæft á þetta,“ segir Tómas og hlær.kristjana@frettabladid.is Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira
„Við Íslendingar erum náttúrulega pínu klikkaðir í þennan enska bolta,“ segir Tómas Páll Þorvaldsson sálfræðinemi, en hann situr í fjórða sæti á heimslista Fantasy-deildarinnar sem byggir á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Alls eru um 2,5 milljónir skráðar með lið í Fantasy-deildinni en leikurinn snýst um að stilla upp draumaliði sínu fyrir leiki hverrar umferðar enska boltans. Að hverri umferð lokinni hljóta liðin stig fyrir frammistöðu leikmannanna. Þetta er í annað skiptið sem Tómas er með skráð lið í Fantasy og er árangurinn því undraverður. „Ég hef í rauninni engin trix. Mikilvægast í þessu er að ná að byrja nógu vel því leikmenn hækka og lækka í verði eftir því hversu margir kaupa einn ákveðinn leikmann. Það skiptir því miklu máli að ná að vera á undan öllum hinum að kaupa leikmenn sem síðar verða eftirsóttir,“ segir Tómas, en auk hans má finna tvo aðra Íslendinga á listanum yfir 35 efstu liðin. „Ég veit ekki hvað það er en það er alveg ótrúlegt hvað Íslendingar virðast vera góðir í þessum leik. Þeir sem eru ofarlega eru meira og minna með sömu menn í liðinu og þar af leiðandi rokkar þetta ekki alveg jafn mikið. Ég er búinn að vera í fjórða sæti í heiminum í þrjár vikur í röð núna en það má samt lítið klikka til þess að maður falli niður listann,“ segir Tómas, sem sjálfur styður Liverpool í ensku deildinni, en Liverpool-liðið hefur aldrei staðið jafn illa að vígi á miðju tímabili eins og í ár. Tómas hefur þó trú á einum leikmanni liðsins. „Ég er alltaf með Luis Suarez í liðinu og er hann eini leikmaðurinn sem ég hef haft frá upphafi. Hann skilar sínu,“ segir Tómas. En sem gallharður stuðningsmaður Liverpool, hvort myndi hann heldur vilja vinna Fantasy eða sjá Liverpool hampa titlinum í vor? „Ætli ég myndi ekki frekar vilja að ég ynni í Fantasy. Það eru engar líkur á því að Liverpool vinni deildina, svona ef við horfum raunhæft á þetta,“ segir Tómas og hlær.kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira