Handbolti

Hörð barátta um HM-sætin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fréttablaðið telur miklar líkur á því að Ólafur fari með til Spánar.
Fréttablaðið telur miklar líkur á því að Ólafur fari með til Spánar.
Fréttablaðið metur það í dag hverjar líkurnar séu á því að Aron Kristjánsson velji ákveðna leikmenn í lokahópinn sinn fyrir Heimsmeistaramótið í janúar.

Það styttist óðum í Heimsmeistaramótið í handbolta sem fer fram á Spáni í næsta mánuði. Þetta verður fyrsta stórmót strákanna okkar undir stjórn Arons Kristjánssonar sem tók við liðinu í haust af Guðmundi Guðmundssyni.

Aron er búinn að senda inn 28 manna lista en allir sextán leikmennirnir í lokahópnum verða að koma af þessum lista.

Stærsta spurningarmerkið er í kringum hægri skyttustöðuna enda nokkuð ljóst að Alexander Petersson getur ekki spilað með íslenska liðinu á mótinu. Aron fékk leyfi Ólafs Stefánssonar til að setja hann á listann og Alexander er á listanum þannig að þar er pínulítil von um að hann verði með. Ásgeir Örn Hallgrímsson stóð sig frábærlega í þessari stöðu í sigri á Rúmeníu í síðasta leik liðsins og verður örugglega í stóru hlutverki á Spáni.

Það eru ellefu leikmenn öruggir í hópnum að mati Fréttablaðsins en það eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson, Vignir Svavarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Þórir Ólafsson, Ingimundur Ingimundarson og Sverre Jakobsson. Þá standa eftir fimm sæti þar af er eitt þeirra önnur markmannsstaðan.

Ólafur Stefánsson mun vonandi taka eitt þessara lausu sæta og þá standa bara eftir þrjú sæti. Fréttablaðið telur mestar líkur á því að vinstri hornamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, leikstjórnandinn Ólafur Bjarki Ragnarsson og vinstri skyttan Ólafur Gústafsson taki þrjú síðustu sætin í hópnum en hér á síðunni má sjá líkurnar á því að hver og einn leikmaður í 28 manna hópnum fái að fara með til Spánar.

28 manna hópur Íslands fyrir HM 2013. Möguleikar leikmanna að komast á HM á Spáni að mati Fréttablaðsins:

Markverðir

Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg 100%

Hreiðar Levý Guðmundsson, Nötteröy 50%

Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum 50%

Daníel Freyr Andrésson, FH 0%

Sveinbjörn Pétursson, Aue 0%

Vinstri hornamenn

Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel 100%

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen 90%

Bjarki Már Elísson, HK 20%

Línumenn

Róbert Gunnarsson, Paris Handball 100%

Vignir Svavarsson, Minden 100%

Kári Kristján Kristjánsson, HWetzlar 100%

Vinstri skyttur

Aron Pálmarsson, THW Kiel 100%

Ólafur Gústafsson, Flensburg 90%

Ólafur Guðmundsson, Kristianstad 80%

Fannar Þór Friðgeirsson, Wetzlar 50%

Björgvin Hólmgeirsson, ÍR 10%

Leikstjórnendur

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG 100%

Ólafur Bjarki Ragnarsson, Emsdetten 90%

Hægri skyttur

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball 100%

Ólafur Stefánsson, Lakhwiya Sports Club 90%

Árni Þór Sigtryggsson, Friesenheim 20%

Ernir Hrafn Arnarson, Emsdetten 20%

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 10%

Hægri hornamenn

Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce 100%

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club 80%

Bjarni Fritzson, Akureyri 20%

Varnarmenn

Ingimundur Ingimundarson, ÍR 100%

Sverre Jakobsson, Grosswallstadt 100%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×