Viðskipti innlent

Latibær tapaði 326 milljónum í fyrra

Magnús Scheving leikur íþróttaálfinn í Latabæjarþáttunum og er framkvæmdastjóri félagsins.
Magnús Scheving leikur íþróttaálfinn í Latabæjarþáttunum og er framkvæmdastjóri félagsins.
Latibær ehf. tapaði 2,6 milljónum dala á árinu 2011, eða 326 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Félagið hafði skilað 767 þúsund dala, 96 milljóna króna, hagnaði árið áður. Fjölmiðlarisinn Turner Broadcasting System keypti allt hlutafé í Latabæ í september í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Latabæjar sem nýverið var skilað inn til fyrirtækjaskráar.

Latibær ehf. er félag utan um þá starfsemi sem tilheyrir Latabæjar-vörumerkinu. Samstæðan framleiðir meðal annars samnefnda sjónvarpsþætti með stofnanda félagsins, Magnúsi Scheving, í aðalhlutverki íþróttaálfs. Magnús er auk þess framkvæmdastjóri Latabæjar.

Í reikningnum kemur fram að eignir Latabæjar hafi verið metnar á 15,2 milljónir dala, 1,9 milljarða króna. Tæplega 80 prósent eigna félagsins eru óefnislegar. Skuldir Latabæjar voru 7,5 milljónir dala í lok síðasta árs, um 940 milljónir króna.

Hlutafé félagsins var aukið um 912 milljónir króna fyrr á þessu ári. Það fé á að nota til að framleiða nýja Latabæjar-sjónvarpsþætti. - þsj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×