Eigendur hagnast á tapi Klakka Þórður Snær Júlíusson skrifar 5. desember 2012 07:00 Arion banki er stærsti einstaki eigandi Klakka, sem áður hét Exista. Næststærsti eigandinn er þrotabú Kaupþings, sem á Arion banka að mestu. Þriðji stærsti eigandinn er vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management, sem verður á meðal stærstu eigenda Kaupþings eftir nauðasamninga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Klakki, sem áður hét Exista, tapaði 12,7 milljörðum króna í fyrra. Það tap bættist við 10,5 milljarða króna tap árið 2010. Því nemur samanlagt tap samstæðunnar 23,3 milljörðum króna á tveimur árum. Alls fengu hluthafar Klakka greidda 5,4 milljarða króna í samræmi við nauðasamning félagsins á síðasta ári. Til viðbótar greiddi félagið alls 8,5 milljarða króna í vaxtagjöld til lánardrottna sinna. Þetta kemur fram í ársreikningi Klakka sem var skilað inn til ársreikningaskráar 14. nóvember síðastliðinn. Klakki er meðal annars eigandi Skipta (móðurfélags Símans), VÍS og Lýsingar. Vert er að taka fram að tilgangur Klakka er ekki að skila hagnaði, heldur að endurgreiða eigendum sínum og kröfuhöfum í samræmi við nauðasamninga félagsins sem samþykktir voru í október 2010. Samkvæmt þeim breyttu kröfuhafar tíu prósentum af 239,1 milljarðs króna kröfum í hlutafé og 90 prósentum var breytt í kröfur sem hægt er að breyta í hlutabréf í félaginu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þau eru eftirfarandi: að endurgreiðslur byggi á lausum sjóðum félagsins og beri ekki vexti. Í lok árs 2020, eða seinna, þó ekki seinna en í lok árs 2030, verður fjárhæðum sem ógreiddar eru til kröfuhafa breytt í hlutafé í félaginu. Í ársreikningnum kemur fram að Klakki hafi „þegar greitt 5,4 milljarða króna í tengslum við nauðasamninginn" um síðustu áramót. Eignir Klakka rýrnuðu um 33 milljarða króna í fyrra, og stóðu í 211 milljörðum króna í lok ársins. Langtímaskuldir samstæðunnar voru 126,3 milljarðar króna og lækkuðu um 15 milljarða króna á árinu 2011. Alls átti Klakki 12,5 milljarða króna í sjóðum og bankainnstæðum um síðustu áramót. Í ársreikningnum er einnig farið yfir ýmislegt sem gerst hefur á þessu ári, 2012. Þar er meðal annars sagt frá því að þann 16. mars hafi Pera ehf., dótturfélag Lýsingar, greitt Deutsche Bank 35 milljarða króna af skuld sinni við bankann. Um er að ræða skuld í erlendum gjaldeyri sem greidd var í íslenskum krónum. Greiðslan þurfti ekki undanþágu frá gjaldeyrishöftum þar sem um var að ræða greiðslu á láni. Þá er fjallað um söluna á Lífís til VÍS, dótturfélags Klakka, þann 19. mars síðastliðinn. Í reikningnum segir að verðmæti Lífís hafi verið metið af utanaðkomandi aðila og var það mat lagt til grundvallar í samningnum. Heildargreiðsla VÍS til Klakka fyrir hlutina í Lífís var 3,2 milljarðar króna. Greitt var fyrir félagið með reiðufé að upphæð 800 milljónir króna en restin af kaupverðinu var greidd með fjáreignum VÍS ótengdum tryggingarekstri. Hluti af þeim fjáreignum voru skuldabréf og hlutabréf útgefin af Klakka og tengdum aðilum. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Klakki, sem áður hét Exista, tapaði 12,7 milljörðum króna í fyrra. Það tap bættist við 10,5 milljarða króna tap árið 2010. Því nemur samanlagt tap samstæðunnar 23,3 milljörðum króna á tveimur árum. Alls fengu hluthafar Klakka greidda 5,4 milljarða króna í samræmi við nauðasamning félagsins á síðasta ári. Til viðbótar greiddi félagið alls 8,5 milljarða króna í vaxtagjöld til lánardrottna sinna. Þetta kemur fram í ársreikningi Klakka sem var skilað inn til ársreikningaskráar 14. nóvember síðastliðinn. Klakki er meðal annars eigandi Skipta (móðurfélags Símans), VÍS og Lýsingar. Vert er að taka fram að tilgangur Klakka er ekki að skila hagnaði, heldur að endurgreiða eigendum sínum og kröfuhöfum í samræmi við nauðasamninga félagsins sem samþykktir voru í október 2010. Samkvæmt þeim breyttu kröfuhafar tíu prósentum af 239,1 milljarðs króna kröfum í hlutafé og 90 prósentum var breytt í kröfur sem hægt er að breyta í hlutabréf í félaginu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þau eru eftirfarandi: að endurgreiðslur byggi á lausum sjóðum félagsins og beri ekki vexti. Í lok árs 2020, eða seinna, þó ekki seinna en í lok árs 2030, verður fjárhæðum sem ógreiddar eru til kröfuhafa breytt í hlutafé í félaginu. Í ársreikningnum kemur fram að Klakki hafi „þegar greitt 5,4 milljarða króna í tengslum við nauðasamninginn" um síðustu áramót. Eignir Klakka rýrnuðu um 33 milljarða króna í fyrra, og stóðu í 211 milljörðum króna í lok ársins. Langtímaskuldir samstæðunnar voru 126,3 milljarðar króna og lækkuðu um 15 milljarða króna á árinu 2011. Alls átti Klakki 12,5 milljarða króna í sjóðum og bankainnstæðum um síðustu áramót. Í ársreikningnum er einnig farið yfir ýmislegt sem gerst hefur á þessu ári, 2012. Þar er meðal annars sagt frá því að þann 16. mars hafi Pera ehf., dótturfélag Lýsingar, greitt Deutsche Bank 35 milljarða króna af skuld sinni við bankann. Um er að ræða skuld í erlendum gjaldeyri sem greidd var í íslenskum krónum. Greiðslan þurfti ekki undanþágu frá gjaldeyrishöftum þar sem um var að ræða greiðslu á láni. Þá er fjallað um söluna á Lífís til VÍS, dótturfélags Klakka, þann 19. mars síðastliðinn. Í reikningnum segir að verðmæti Lífís hafi verið metið af utanaðkomandi aðila og var það mat lagt til grundvallar í samningnum. Heildargreiðsla VÍS til Klakka fyrir hlutina í Lífís var 3,2 milljarðar króna. Greitt var fyrir félagið með reiðufé að upphæð 800 milljónir króna en restin af kaupverðinu var greidd með fjáreignum VÍS ótengdum tryggingarekstri. Hluti af þeim fjáreignum voru skuldabréf og hlutabréf útgefin af Klakka og tengdum aðilum.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira