Öryggi og velferð er okkar fag 4. október 2012 10:05 Öryggismiðstöðin býður mikið vöruúrval hjálpartækja til leigu eða sölu. "Við erum með mikið úrval og alhliðalausnir fyrir nánast allt sem tengist velferð og hjálpartækjum.“ mynd/anton Með því að nýta sólarhringsþjónustu og vöktun sem fyrir er hjá Öryggismiðstöðinni er hægt að bjóða upp á lausnir í öryggi og velferð sem ekki hafa verið í boði áður. „Það er þekkt erlendis frá að öryggisfyrirtæki feti sig inn á velferðarmarkað, enda hlutir sem vinna vel saman," segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir, iðjuþjálfi hjá Öryggismiðstöðinni. Leiga eða kaup á hjálpartækjum Öryggismiðstöðin býður mikið vöruúrval hjálpartækja til leigu eða sölu, allt frá hækjum yfir í rampa fyrir hjólastóla, göngugrindur, rafmagnshjólastóla, rafmagnsstandstóla, fólkslyftara og margt fleira. „Við erum með mikið úrval og alhliðalausnir fyrir nánast allt sem tengist velferð og hjálpartækjum. Einnig erum við með fullkomin hjúkrunarrúm og búnað sem tengist þeim og rekum eina verkstæðið á landinu sem sér um bílabreytingar fyrir fatlaða sem gerir þeim kleift að aka bíl." Tæknilausnir fyrir hreyfihamlaða Fyrir þá sem eru með litla eða enga hreyfigetu er mikilvægt að geta átt í samskiptum við umheiminn. Augun eru þar mikilvægur þáttur. Öryggismiðstöðin er með svokallaðar Tobi-tölvur. „Það eru tölvur sem hægt er að stjórna með augunum. Þannig getur sá sem hefur litla sem enga hreyfigetu haft samband við umheiminn. Hann getur skrifað, sent tölvupóst, farið á netið og aflað sér upplýsinga á eigin spýtur. Þetta eykur sjálfstæði og rýfur einangrun einstaklinga svo um munar." Umhverfisstjórnun og sjálfstæði Sjálfstæði er mikilvægt og fyrir þann sem er hreyfihamlaður getur athöfn eins og að slökkva ljós verið flókið verkefni. „Allt sem tengt er við rafmagn er hægt að tengja við fjarstýringu sem sá hreyfihamlaði ber á sér. Hann getur þannig slökkt og kveikt ljós, á sjónvarpi, dregið frá gardínur, opnað glugga eða hurð ásamt fleiru með fjarstýringunni. Þetta eykur sjálfstæði og öryggi einstaklingsins og getur jafnvel gert honum kleift að búa einn." Öryggishnappur með sólarhringsvöktun „Öryggismiðstöðin hefur boðið upp á öryggishnappinn frá 1996. Hnappinn er hægt að bera á armbandi eða hálsól og virkar hann þannig að einstaklingur þrýstir á hann í neyðartilviki. Við það opnast samstundis talsamband við stjórnstöð sem kannar ástand viðkomandi og öryggisvörður er sendur á staðinn. Á stjórnstöð er hjúkrunarfræðingur á vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þannig getur öryggisvörður í útkalli fengið leiðbeiningar um viðbrögð frá honum. Öryggishnappurinn veitir þannig gífurlega mikið öryggi fyrir þann sem ber hann og ekki síður aðstandendur. Öryggismiðstöðin er með samning við Sjúkratryggingar Íslands sem niðurgreiðir kostnað við hnappinn að settum ákveðnum skilyrðum. Þeir sem eru með öryggishnapp fá uppsetningu á reykskynjurum, þeim að kostnaðarlausu. Reykskynjarinn er beintengdur við Öryggismiðstöðina í gegnum öryggishnappinn. „Rannsóknir hafa sýnt að eldri borgarar eru oft ekki með eldvarnir í lagi og reykskynjarar ekki til staðar. Það var því tilvalið að auka öryggi þeirra með því að nýta þessa leið án þess að auka kostnað." Ferilvöktun Með nýjustu tækni og tengingu við stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar opnast ýmsir möguleikar. „Ferilvöktun er til dæmis þjónusta sem tengist öryggishnappnum og er ákjósanlegur kostur fyrir einstaklinga með Alzheimer og fjölskyldumeðlimi þeirra. Ef Alzheimer-sjúklingur fer að rápa eins og það er kallað, fer til dæmis út og villist jafnvel, erum við með kerfi sem lætur hans nánustu vita. Tæknin sem við notum felst í tímastilltum rofa á hurð sem sendir boð ef farið um dyrnar á óæskilegum tíma. Þannig er hægt að gera ættingjum viðvart án tafar ef eitthvað óeðlilegt kemur upp á. Einnig eru í boði lausnir fyrir maka þeirra sem eru veikir, en algengt er að makar eigi jafnvel erfitt með svefn af ótta við að sá veiki fari að rápa um miðja nótt. Þá setjum við upp hreyfiskynjara sem sendir boð í lítið boðtæki ef sá veiki fer á stjá um miðja nótt. Oft eru það makar sjúklinga sem enda fyrr á sjúkrahúsi vegna álags við umönnun. Þetta er því gríðarmikilvægt öryggistæki sem bætir velferð og vellíðan í leiðinni." Mest lesið Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Neytendur Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Viðskipti innlent Fegurð er glæpur kom út í mínus Viðskipti innlent „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira
Með því að nýta sólarhringsþjónustu og vöktun sem fyrir er hjá Öryggismiðstöðinni er hægt að bjóða upp á lausnir í öryggi og velferð sem ekki hafa verið í boði áður. „Það er þekkt erlendis frá að öryggisfyrirtæki feti sig inn á velferðarmarkað, enda hlutir sem vinna vel saman," segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir, iðjuþjálfi hjá Öryggismiðstöðinni. Leiga eða kaup á hjálpartækjum Öryggismiðstöðin býður mikið vöruúrval hjálpartækja til leigu eða sölu, allt frá hækjum yfir í rampa fyrir hjólastóla, göngugrindur, rafmagnshjólastóla, rafmagnsstandstóla, fólkslyftara og margt fleira. „Við erum með mikið úrval og alhliðalausnir fyrir nánast allt sem tengist velferð og hjálpartækjum. Einnig erum við með fullkomin hjúkrunarrúm og búnað sem tengist þeim og rekum eina verkstæðið á landinu sem sér um bílabreytingar fyrir fatlaða sem gerir þeim kleift að aka bíl." Tæknilausnir fyrir hreyfihamlaða Fyrir þá sem eru með litla eða enga hreyfigetu er mikilvægt að geta átt í samskiptum við umheiminn. Augun eru þar mikilvægur þáttur. Öryggismiðstöðin er með svokallaðar Tobi-tölvur. „Það eru tölvur sem hægt er að stjórna með augunum. Þannig getur sá sem hefur litla sem enga hreyfigetu haft samband við umheiminn. Hann getur skrifað, sent tölvupóst, farið á netið og aflað sér upplýsinga á eigin spýtur. Þetta eykur sjálfstæði og rýfur einangrun einstaklinga svo um munar." Umhverfisstjórnun og sjálfstæði Sjálfstæði er mikilvægt og fyrir þann sem er hreyfihamlaður getur athöfn eins og að slökkva ljós verið flókið verkefni. „Allt sem tengt er við rafmagn er hægt að tengja við fjarstýringu sem sá hreyfihamlaði ber á sér. Hann getur þannig slökkt og kveikt ljós, á sjónvarpi, dregið frá gardínur, opnað glugga eða hurð ásamt fleiru með fjarstýringunni. Þetta eykur sjálfstæði og öryggi einstaklingsins og getur jafnvel gert honum kleift að búa einn." Öryggishnappur með sólarhringsvöktun „Öryggismiðstöðin hefur boðið upp á öryggishnappinn frá 1996. Hnappinn er hægt að bera á armbandi eða hálsól og virkar hann þannig að einstaklingur þrýstir á hann í neyðartilviki. Við það opnast samstundis talsamband við stjórnstöð sem kannar ástand viðkomandi og öryggisvörður er sendur á staðinn. Á stjórnstöð er hjúkrunarfræðingur á vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þannig getur öryggisvörður í útkalli fengið leiðbeiningar um viðbrögð frá honum. Öryggishnappurinn veitir þannig gífurlega mikið öryggi fyrir þann sem ber hann og ekki síður aðstandendur. Öryggismiðstöðin er með samning við Sjúkratryggingar Íslands sem niðurgreiðir kostnað við hnappinn að settum ákveðnum skilyrðum. Þeir sem eru með öryggishnapp fá uppsetningu á reykskynjurum, þeim að kostnaðarlausu. Reykskynjarinn er beintengdur við Öryggismiðstöðina í gegnum öryggishnappinn. „Rannsóknir hafa sýnt að eldri borgarar eru oft ekki með eldvarnir í lagi og reykskynjarar ekki til staðar. Það var því tilvalið að auka öryggi þeirra með því að nýta þessa leið án þess að auka kostnað." Ferilvöktun Með nýjustu tækni og tengingu við stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar opnast ýmsir möguleikar. „Ferilvöktun er til dæmis þjónusta sem tengist öryggishnappnum og er ákjósanlegur kostur fyrir einstaklinga með Alzheimer og fjölskyldumeðlimi þeirra. Ef Alzheimer-sjúklingur fer að rápa eins og það er kallað, fer til dæmis út og villist jafnvel, erum við með kerfi sem lætur hans nánustu vita. Tæknin sem við notum felst í tímastilltum rofa á hurð sem sendir boð ef farið um dyrnar á óæskilegum tíma. Þannig er hægt að gera ættingjum viðvart án tafar ef eitthvað óeðlilegt kemur upp á. Einnig eru í boði lausnir fyrir maka þeirra sem eru veikir, en algengt er að makar eigi jafnvel erfitt með svefn af ótta við að sá veiki fari að rápa um miðja nótt. Þá setjum við upp hreyfiskynjara sem sendir boð í lítið boðtæki ef sá veiki fer á stjá um miðja nótt. Oft eru það makar sjúklinga sem enda fyrr á sjúkrahúsi vegna álags við umönnun. Þetta er því gríðarmikilvægt öryggistæki sem bætir velferð og vellíðan í leiðinni."
Mest lesið Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Neytendur Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Viðskipti innlent Fegurð er glæpur kom út í mínus Viðskipti innlent „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira