Hagstjórnarmistök Þórður Snær Júlíusson skrifar 17. september 2012 06:00 Framsóknarflokkurinn hóf kosningaveturinn síðastliðinn fimmtudag með því að kynna nýja tillögu sína um aðgerðir gegn skuldavanda heimila. Tillagan gengur í grófum dráttum út á að afborganir af verðtryggðum fasteignalánum muni koma til frádráttar af tekjuskattstofni og að sá frádráttur verði lagður inn á höfuðstól viðkomandi fasteignalána. Samhliða á að leggja til að samið verði við veitendur íbúðalána um að færa öll slík lán niður í 100 prósent af fasteignamati húsnæðis. Þessi ráðstöfun á síðan að gilda í þrjú ár. Til viðbótar gera tillögur Framsóknarflokksins ráð fyrir að fjögurra prósenta þak verði sett á verðtryggingu. Kjarninn í tillögum Framsóknarflokksins er sá sami og í kosningaloforði flokksins fyrir síðustu kosningar, þegar hann lofaði 20 prósenta almennri niðurfellingu á skuldum heimila. Afleiðingar beggja leiða eru líka þær sömu: óheyrilegur kostnaður fyrir ríkissjóð, sem hann hefur enga burði til að standa undir. Seðlabankinn komst að þeirri niðurstöðu í apríl, eftir ítarlegustu greiningu sem framkvæmd hefur verið á 20 prósenta almennum skuldaniðurfærslum, að leiðin myndi kosta 261 milljarð króna. Tæplega 60 prósent afskriftanna myndu falla í skaut tekjuháum heimilum en einungis fjórðungur skila sér til tekjulágra heimila. Munurinn á þeirri tillögu og nýju Framsóknar-tillögunni er sá að sú síðari gæti jafnvel orðið enn dýrari og ómarkvissari. Frádráttur frá skattgreiðslum myndi skerða tekjur íslenska ríkisins gríðarlega, enda um stærsta einstaka útgjaldalið hvers heimilis að ræða. Að sama skapi myndu þeir sem eru með hæstu lánin, og búa í dýrustu eignunum, fá mesta skattafrádráttinn. Ríkissjóður, sem áætlar að borga 88 milljarða króna í vaxtagjöld á næsta ári, hefur ekki efni á því. Niðurfærsla á fasteignamati í 100 prósent af fasteignamati, sem er umtalsvert lægra en markaðsvirði, myndi væntanlega þýða að Íbúðalánasjóður, sem á rúmlega 60 prósent allra verðtryggðra lána, þyrfti að færa niður virði eigna sinna í samræmi við verri veðstöðu. Við það myndi sjóðurinn, sem er með 1,4 prósenta eiginfjárhlutfall, verða tæknilega gjaldþrota á ábyrgð íslenska ríkisins. Með þaki á verðtryggingu myndu eigendur skulda sjóðsins, lífeyrissjóðir landsins, síðan tapa tugum milljarða króna. Hinar nýju tillögur Framsóknarflokksins ættu þó ekki að koma neitt sérstaklega á óvart. Flokkurinn er þekktur fyrir að gefa út galin loforð í aðdraganda kosninga. Árið 1999 lofaði hann að leggja milljarð króna í að gera Ísland fíkniefnalaust innan nokkurra ára. Milljarðurinn skilaði sér aldrei og líkast til geta allir verið sammála um að Ísland er enn víðs fjarri því að vera fíkniefnalaust. Árið 2003 lofaði flokkurinn 90 prósenta íbúðalánum. Þótt fasteignabólan sem blásin var upp í kjölfarið hafi að mestu verið drifin af einkabönkunum segir í rannsóknarskýrslu Alþingis að 90 prósenta lánin hafi verið „ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda falls bankanna, mistök sem gerð voru með fullri þekkingu á mögulegum afleiðingum, sem ekki létu á sér standa“. Árið 2009 kom síðan hið ómarkvissa og fjárhagslega lamandi loforð um 20 prósenta almenna niðurfellingu húsnæðisskulda. Og nú er sama hugmynd um eignatilfærslu úr almannasjóðum til skuldsettra endurvakin, en klædd í önnur föt. Ef henni verður hrint í framkvæmd er nokkuð ljóst að sagan myndi dæma hana sem ein af stærstu hagstjórnarmistökum í kjölfar falls bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Framsóknarflokkurinn hóf kosningaveturinn síðastliðinn fimmtudag með því að kynna nýja tillögu sína um aðgerðir gegn skuldavanda heimila. Tillagan gengur í grófum dráttum út á að afborganir af verðtryggðum fasteignalánum muni koma til frádráttar af tekjuskattstofni og að sá frádráttur verði lagður inn á höfuðstól viðkomandi fasteignalána. Samhliða á að leggja til að samið verði við veitendur íbúðalána um að færa öll slík lán niður í 100 prósent af fasteignamati húsnæðis. Þessi ráðstöfun á síðan að gilda í þrjú ár. Til viðbótar gera tillögur Framsóknarflokksins ráð fyrir að fjögurra prósenta þak verði sett á verðtryggingu. Kjarninn í tillögum Framsóknarflokksins er sá sami og í kosningaloforði flokksins fyrir síðustu kosningar, þegar hann lofaði 20 prósenta almennri niðurfellingu á skuldum heimila. Afleiðingar beggja leiða eru líka þær sömu: óheyrilegur kostnaður fyrir ríkissjóð, sem hann hefur enga burði til að standa undir. Seðlabankinn komst að þeirri niðurstöðu í apríl, eftir ítarlegustu greiningu sem framkvæmd hefur verið á 20 prósenta almennum skuldaniðurfærslum, að leiðin myndi kosta 261 milljarð króna. Tæplega 60 prósent afskriftanna myndu falla í skaut tekjuháum heimilum en einungis fjórðungur skila sér til tekjulágra heimila. Munurinn á þeirri tillögu og nýju Framsóknar-tillögunni er sá að sú síðari gæti jafnvel orðið enn dýrari og ómarkvissari. Frádráttur frá skattgreiðslum myndi skerða tekjur íslenska ríkisins gríðarlega, enda um stærsta einstaka útgjaldalið hvers heimilis að ræða. Að sama skapi myndu þeir sem eru með hæstu lánin, og búa í dýrustu eignunum, fá mesta skattafrádráttinn. Ríkissjóður, sem áætlar að borga 88 milljarða króna í vaxtagjöld á næsta ári, hefur ekki efni á því. Niðurfærsla á fasteignamati í 100 prósent af fasteignamati, sem er umtalsvert lægra en markaðsvirði, myndi væntanlega þýða að Íbúðalánasjóður, sem á rúmlega 60 prósent allra verðtryggðra lána, þyrfti að færa niður virði eigna sinna í samræmi við verri veðstöðu. Við það myndi sjóðurinn, sem er með 1,4 prósenta eiginfjárhlutfall, verða tæknilega gjaldþrota á ábyrgð íslenska ríkisins. Með þaki á verðtryggingu myndu eigendur skulda sjóðsins, lífeyrissjóðir landsins, síðan tapa tugum milljarða króna. Hinar nýju tillögur Framsóknarflokksins ættu þó ekki að koma neitt sérstaklega á óvart. Flokkurinn er þekktur fyrir að gefa út galin loforð í aðdraganda kosninga. Árið 1999 lofaði hann að leggja milljarð króna í að gera Ísland fíkniefnalaust innan nokkurra ára. Milljarðurinn skilaði sér aldrei og líkast til geta allir verið sammála um að Ísland er enn víðs fjarri því að vera fíkniefnalaust. Árið 2003 lofaði flokkurinn 90 prósenta íbúðalánum. Þótt fasteignabólan sem blásin var upp í kjölfarið hafi að mestu verið drifin af einkabönkunum segir í rannsóknarskýrslu Alþingis að 90 prósenta lánin hafi verið „ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda falls bankanna, mistök sem gerð voru með fullri þekkingu á mögulegum afleiðingum, sem ekki létu á sér standa“. Árið 2009 kom síðan hið ómarkvissa og fjárhagslega lamandi loforð um 20 prósenta almenna niðurfellingu húsnæðisskulda. Og nú er sama hugmynd um eignatilfærslu úr almannasjóðum til skuldsettra endurvakin, en klædd í önnur föt. Ef henni verður hrint í framkvæmd er nokkuð ljóst að sagan myndi dæma hana sem ein af stærstu hagstjórnarmistökum í kjölfar falls bankanna.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun