Upp brekku á baki skattgreiðenda Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. september 2012 06:00 Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra fylgdi fjárlagafrumvarpi sínu úr hlaði með grein í Fréttablaðinu í gær. Hún rifjaði þar upp að hún hefði áður sagt í grein hér í blaðinu að þótt mörgum hefði þótt ókleift fjall blasa við eftir hrun, miðaði vel í fjallgöngunni. Enn væri þó brekka eftir í ríkisfjármálunum. Ráðherrann lætur í það skína að nú sé brekkan að verða búin. Ekki er ástæða til að gera lítið úr árangri ríkisstjórnarinnar í glímunni við ríkisfjármálin undanfarin þrjú ár. Þar hefur vissulega mikið áunnizt. Hitt er svo annað mál að þótt sums staðar sé enn beitt niðurskurði í fjárlagafrumvarpinu, sem lagt hefur verið fram, er nú ráð fyrir því gert að auka ríkisútgjöldin á ný og verja miklum peningum í vinsæl mál, sem stjórnarflokkarnir vona að afli þeim atkvæða. Þótt gert sé ráð fyrir að hagvöxtur skili auknum skatttekjum og að auðlindagjald og arður eða sala eignarhluta ríkisins í bönkunum skili dágóðum summum í kassann, dugir það ekki til. Ríkisstjórnin fer ekki þá leið að laga útgjöldin að tekjunum, eins og fyrirtæki og heimili þurfa að gera, heldur leggur enn á nýja skatta, sem koma einmitt niður á fyrirtækjum og heimilum í landinu. Samtök atvinnulífsins hafa réttilega bent á að fyrirhuguð hækkun á tryggingagjaldi gengur þvert á samkomulag sem gert var í tengslum við síðustu kjarasamninga, en þá átti atvinnulífið að njóta þess í lægra tryggingagjaldi ef atvinnuleysi minnkaði. Áframhaldandi orkuskattur á stóriðjufyrirtæki er sömuleiðis brot á fyrra samkomulagi við atvinnulífið. Viðbótarþrep í svokölluðum fjársýsluskatti, sem leggst á launakostnað fjármálafyrirtækja, er enn eitt skemmdarverk ríkisstjórnarinnar á skattaumhverfi íslenzkra fyrirtækja. Það eru gild rök fyrir því að greiða eigi sama virðisaukaskatt af gistiþjónustu og annarri atvinnustarfsemi. Ferðaþjónustan hefur hins vegar rétt fyrir sér í því að þessa skattahækkun ber alltof brátt að og hún kollvarpar áætlunum ferðaþjónustufyrirtækja fyrir næsta sumar. Hinn almenni neytandi fær sinn skerf af skattahækkunum. Föst „krónutölugjöld" eru hækkuð til að halda í við verðbólgu og þannig er tryggt að til dæmis benzínlítrinn hækkar, sem kyndir einmitt undir meiri verðbólgu og hækkar greiðslubyrði lánanna okkar. Ríkisstjórnin ætlar að skattleggja tóbaksfíkla og sykurgrísi undir merkjum heilbrigðis og „manneldissjónarmiða" en gerir samt augljóslega ráð fyrir að ósiðirnir viðhaldist, því að annars myndi skattahækkunin ekki skila þeim tekjum sem áætlað er – eða hvað? Fjárlagafrumvarpið ber þess merki að ríkisstjórnin hefur ekki lengur úthald í það aðhald sem er nauðsynlegt í ríkisrekstrinum. Í frumvarpinu er heldur ekki gert ráð fyrir væntanlegum kostnaði vegna erfiðrar stöðu Íbúðalánasjóðs og fleiri óreglulegum útgjaldaliðum. Á kosningavetri má svo gera ráð fyrir að í meðförum þingsins sleppi mörg „góð" útgjaldamál inn í frumvarpið og hallinn á fjárlögum aukist enn frekar. Það er gott að fjármálaráðherrann þykist eygja tindinn, en það á ekki að fela þá staðreynd að þangað ætlar hún að komast með því að bæta enn byrðum á bak skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun
Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra fylgdi fjárlagafrumvarpi sínu úr hlaði með grein í Fréttablaðinu í gær. Hún rifjaði þar upp að hún hefði áður sagt í grein hér í blaðinu að þótt mörgum hefði þótt ókleift fjall blasa við eftir hrun, miðaði vel í fjallgöngunni. Enn væri þó brekka eftir í ríkisfjármálunum. Ráðherrann lætur í það skína að nú sé brekkan að verða búin. Ekki er ástæða til að gera lítið úr árangri ríkisstjórnarinnar í glímunni við ríkisfjármálin undanfarin þrjú ár. Þar hefur vissulega mikið áunnizt. Hitt er svo annað mál að þótt sums staðar sé enn beitt niðurskurði í fjárlagafrumvarpinu, sem lagt hefur verið fram, er nú ráð fyrir því gert að auka ríkisútgjöldin á ný og verja miklum peningum í vinsæl mál, sem stjórnarflokkarnir vona að afli þeim atkvæða. Þótt gert sé ráð fyrir að hagvöxtur skili auknum skatttekjum og að auðlindagjald og arður eða sala eignarhluta ríkisins í bönkunum skili dágóðum summum í kassann, dugir það ekki til. Ríkisstjórnin fer ekki þá leið að laga útgjöldin að tekjunum, eins og fyrirtæki og heimili þurfa að gera, heldur leggur enn á nýja skatta, sem koma einmitt niður á fyrirtækjum og heimilum í landinu. Samtök atvinnulífsins hafa réttilega bent á að fyrirhuguð hækkun á tryggingagjaldi gengur þvert á samkomulag sem gert var í tengslum við síðustu kjarasamninga, en þá átti atvinnulífið að njóta þess í lægra tryggingagjaldi ef atvinnuleysi minnkaði. Áframhaldandi orkuskattur á stóriðjufyrirtæki er sömuleiðis brot á fyrra samkomulagi við atvinnulífið. Viðbótarþrep í svokölluðum fjársýsluskatti, sem leggst á launakostnað fjármálafyrirtækja, er enn eitt skemmdarverk ríkisstjórnarinnar á skattaumhverfi íslenzkra fyrirtækja. Það eru gild rök fyrir því að greiða eigi sama virðisaukaskatt af gistiþjónustu og annarri atvinnustarfsemi. Ferðaþjónustan hefur hins vegar rétt fyrir sér í því að þessa skattahækkun ber alltof brátt að og hún kollvarpar áætlunum ferðaþjónustufyrirtækja fyrir næsta sumar. Hinn almenni neytandi fær sinn skerf af skattahækkunum. Föst „krónutölugjöld" eru hækkuð til að halda í við verðbólgu og þannig er tryggt að til dæmis benzínlítrinn hækkar, sem kyndir einmitt undir meiri verðbólgu og hækkar greiðslubyrði lánanna okkar. Ríkisstjórnin ætlar að skattleggja tóbaksfíkla og sykurgrísi undir merkjum heilbrigðis og „manneldissjónarmiða" en gerir samt augljóslega ráð fyrir að ósiðirnir viðhaldist, því að annars myndi skattahækkunin ekki skila þeim tekjum sem áætlað er – eða hvað? Fjárlagafrumvarpið ber þess merki að ríkisstjórnin hefur ekki lengur úthald í það aðhald sem er nauðsynlegt í ríkisrekstrinum. Í frumvarpinu er heldur ekki gert ráð fyrir væntanlegum kostnaði vegna erfiðrar stöðu Íbúðalánasjóðs og fleiri óreglulegum útgjaldaliðum. Á kosningavetri má svo gera ráð fyrir að í meðförum þingsins sleppi mörg „góð" útgjaldamál inn í frumvarpið og hallinn á fjárlögum aukist enn frekar. Það er gott að fjármálaráðherrann þykist eygja tindinn, en það á ekki að fela þá staðreynd að þangað ætlar hún að komast með því að bæta enn byrðum á bak skattgreiðenda.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun