Sjónvarpið mitt Svavar Hávarðsson skrifar 12. september 2012 06:00 Stofan mín er á stærð við leikteppi tveggja ára gamals barns. Í öndvegi stendur þar forláta túbusjónvarp af Grundig-gerð, fjórtán ára gamalt. Það er á stærð við tönn á traktorsgröfu og myndgæðin á 29 tommu skjánum eru satt best að segja engin. Þetta tvennt, stofan mín og Grundigginn, eiga illa saman en einhverra hluta vegna fæ ég það ekki af mér að skilja á milli og bjóða nýtt sjónvarp velkomið í húsið. Fyrir því eru fleiri en ein ástæða. Hér verður aðeins fjallað um eina þeirra. Einhvern tímann á því herrans ári 1998 vantaði mig sjónvarp. Á þeim tíma voru þessi tæki dýr en ég lét það ekki fara í taugarnar á mér. Ég hafði í huga orð föður míns að þegar ráðist væri í stærri sem smærri fjárfestingar ætti að hafa það að leiðarljósi að kaupa „einu sinni gott“. Eins háttaði svo til á þessum tíma að ég hafði alveg efni á því að kaupa mér kjörgrip, og leit því ekki við öðru. Ég staðsetti Grundig Megatron 100Hz í verslun einni og gerði að því skóna að ganga frá kaupunum. Fyrir tækið þurfti ég að reiða fram 199.900 krónur. Þá kom inn óvæntur vinkill á málið. Mér bauðst yfirdráttarheimild hjá fjármálafyrirtæki sem ég átti ekki í neinum viðskiptum við. Ég hafði á þessum árum [lesist: hef] ekki nokkurt einasta vit á fjármálum svo ég tók þessari nýju fjármögnunarleið fyrir sjónvarpið mitt tveimur höndum. Upphæðin var 200.000 svo þetta skítsmall allt saman. Ég ætlaði svo að greiða þetta niður með jöfnum afborgunum, eins og menn gera þegar þeir taka lán. Þetta gekk ekki eftir. Ég keypti vissulega sjónvarpið en yfirdráttarheimildin var alltaf þarna fullnýtt. Það var svo á útmánuðum ársins 2010 að ég fékk símtal frá þjónustufulltrúa þar sem mér var tjáð að mér stæðu til boða tveir kostir. Greiða yfirdráttinn að fullu eða borga hann niður með jöfnum afborgunum á næstu fjörutíu mánuðum. Ég gekk að þeim síðari. Ég er þess vegna nýbyrjaður að borga niður sjónvarp sem ég keypti haustið 1998, og á töluvert eftir. Mér telst til að ég hafi núna borgað 24 sinnum fimm þúsund kall, en það var svipað og ég borgaði í vexti 144 mánuði þar á undan að meðaltali. Það er þá ekki nema 80 þúsund krónur eftir og þá er sjónvarpið loksins mitt. 900.000? Smá plús eða mínus. Nei, það getur ekki verið. Yfirdráttarskuldir heimilanna hafa vaxið um 25 milljarða á einu ári. Það geta ekki allir verið jafn vitlausir og ég að reikna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Stofan mín er á stærð við leikteppi tveggja ára gamals barns. Í öndvegi stendur þar forláta túbusjónvarp af Grundig-gerð, fjórtán ára gamalt. Það er á stærð við tönn á traktorsgröfu og myndgæðin á 29 tommu skjánum eru satt best að segja engin. Þetta tvennt, stofan mín og Grundigginn, eiga illa saman en einhverra hluta vegna fæ ég það ekki af mér að skilja á milli og bjóða nýtt sjónvarp velkomið í húsið. Fyrir því eru fleiri en ein ástæða. Hér verður aðeins fjallað um eina þeirra. Einhvern tímann á því herrans ári 1998 vantaði mig sjónvarp. Á þeim tíma voru þessi tæki dýr en ég lét það ekki fara í taugarnar á mér. Ég hafði í huga orð föður míns að þegar ráðist væri í stærri sem smærri fjárfestingar ætti að hafa það að leiðarljósi að kaupa „einu sinni gott“. Eins háttaði svo til á þessum tíma að ég hafði alveg efni á því að kaupa mér kjörgrip, og leit því ekki við öðru. Ég staðsetti Grundig Megatron 100Hz í verslun einni og gerði að því skóna að ganga frá kaupunum. Fyrir tækið þurfti ég að reiða fram 199.900 krónur. Þá kom inn óvæntur vinkill á málið. Mér bauðst yfirdráttarheimild hjá fjármálafyrirtæki sem ég átti ekki í neinum viðskiptum við. Ég hafði á þessum árum [lesist: hef] ekki nokkurt einasta vit á fjármálum svo ég tók þessari nýju fjármögnunarleið fyrir sjónvarpið mitt tveimur höndum. Upphæðin var 200.000 svo þetta skítsmall allt saman. Ég ætlaði svo að greiða þetta niður með jöfnum afborgunum, eins og menn gera þegar þeir taka lán. Þetta gekk ekki eftir. Ég keypti vissulega sjónvarpið en yfirdráttarheimildin var alltaf þarna fullnýtt. Það var svo á útmánuðum ársins 2010 að ég fékk símtal frá þjónustufulltrúa þar sem mér var tjáð að mér stæðu til boða tveir kostir. Greiða yfirdráttinn að fullu eða borga hann niður með jöfnum afborgunum á næstu fjörutíu mánuðum. Ég gekk að þeim síðari. Ég er þess vegna nýbyrjaður að borga niður sjónvarp sem ég keypti haustið 1998, og á töluvert eftir. Mér telst til að ég hafi núna borgað 24 sinnum fimm þúsund kall, en það var svipað og ég borgaði í vexti 144 mánuði þar á undan að meðaltali. Það er þá ekki nema 80 þúsund krónur eftir og þá er sjónvarpið loksins mitt. 900.000? Smá plús eða mínus. Nei, það getur ekki verið. Yfirdráttarskuldir heimilanna hafa vaxið um 25 milljarða á einu ári. Það geta ekki allir verið jafn vitlausir og ég að reikna.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun