Tugmilljarða kröfur ríkis sagðar tapaðar 28. júní 2012 06:15 Svo flókin er umsýsla ríkisins vegna fjármálafyrirtækjanna að Ríkisendurskoðun treystir sér ekki til að birta samtölu yfir það sem var lánað og tapaðist.fréttablaðið/Kristinn Mynd/Samsett Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir í ljós að töpuð lán Seðlabankans til banka og fjármálafyrirtækja ollu bankanum og ríkissjóði búsifjum að upphæð 267 milljarðar króna, en á móti standa óinnheimtar kröfur. Eftir hrun lagði ríkið nýju bönkunum, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum, til 138 milljarða króna í hlutafé og að auki 57 milljarða króna í víkjandi lán. Skýrslan, sem fjallar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins, greinir einnig frá því að ríkið er bakábyrgt fyrir 97 milljörðum vegna þeirra skuldbindinga sem komu til árið 2009 þegar Fjármálaeftirlitið (FME) fól Arion banka að taka yfir innlánsskuldbindingar SPRON, sem þá var kominn í þrot. Ríkið er hins vegar ekki lengur ábyrgt fyrir þeim skuldbindingum sem komu til þegar FME fól Íslandsbanka að taka yfir innlánsskuldbindingar Straums-Burðaráss sama ár, en ríkið var upphaflega bakábyrgt vegna þessa. Fram kemur í skýrslunni að samkvæmt nýlegu eignamati nemi heildarkostnaður ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík um 25 milljörðum króna. Ríkið lagði einnig stofnfé í fimm minni sparisjóði á árinu 2010 og nam verðmæti eignarhluta ríkisins í þeim rúmlega 1,7 milljörðum króna í árslok 2011. Árið 2010 stofnaði ríkið hlutafélagið Byr til að kaupa eignir Byrs sparisjóðs, sem þá var fallinn, og taka við hluta af skuldum hans. Þegar Byr hf. var seldur til Íslandsbanka tapaði ríkið 135 milljónum króna. Í skýrslunni er fjallað um kröfur ríkissjóðs á VBS fjárfestingabanka, Askar Capital og Saga Capital sem samtals nema um 52 milljörðum króna. Öll þessi félög hafa verið tekin til slitameðferðar og telur Ríkisendurskoðun líklegt að kröfurnar séu tapaðar. Fjallað er um aðkomu ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár árið 2009 en ríkissjóður veitti upphaflega 11,6 milljarða króna lán vegna hennar. Heildartap ríkisins, eftir ýmsa umsýslu, nemur á bilinu 3,4–4,8 milljörðum króna. Í skýrslunni segir að tapið komi ekki á óvart enda hafi ríkið greitt 11,6 milljarða króna fyrir eignarhlut í félagi sem í reynd hafi verið gjaldþrota. Kostnaður vegna ýmissa annarra ábyrgða sem féllu á ríkið við fall bankanna nemur um 31 milljarði króna.svavar@frettabladid.is Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir í ljós að töpuð lán Seðlabankans til banka og fjármálafyrirtækja ollu bankanum og ríkissjóði búsifjum að upphæð 267 milljarðar króna, en á móti standa óinnheimtar kröfur. Eftir hrun lagði ríkið nýju bönkunum, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum, til 138 milljarða króna í hlutafé og að auki 57 milljarða króna í víkjandi lán. Skýrslan, sem fjallar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins, greinir einnig frá því að ríkið er bakábyrgt fyrir 97 milljörðum vegna þeirra skuldbindinga sem komu til árið 2009 þegar Fjármálaeftirlitið (FME) fól Arion banka að taka yfir innlánsskuldbindingar SPRON, sem þá var kominn í þrot. Ríkið er hins vegar ekki lengur ábyrgt fyrir þeim skuldbindingum sem komu til þegar FME fól Íslandsbanka að taka yfir innlánsskuldbindingar Straums-Burðaráss sama ár, en ríkið var upphaflega bakábyrgt vegna þessa. Fram kemur í skýrslunni að samkvæmt nýlegu eignamati nemi heildarkostnaður ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík um 25 milljörðum króna. Ríkið lagði einnig stofnfé í fimm minni sparisjóði á árinu 2010 og nam verðmæti eignarhluta ríkisins í þeim rúmlega 1,7 milljörðum króna í árslok 2011. Árið 2010 stofnaði ríkið hlutafélagið Byr til að kaupa eignir Byrs sparisjóðs, sem þá var fallinn, og taka við hluta af skuldum hans. Þegar Byr hf. var seldur til Íslandsbanka tapaði ríkið 135 milljónum króna. Í skýrslunni er fjallað um kröfur ríkissjóðs á VBS fjárfestingabanka, Askar Capital og Saga Capital sem samtals nema um 52 milljörðum króna. Öll þessi félög hafa verið tekin til slitameðferðar og telur Ríkisendurskoðun líklegt að kröfurnar séu tapaðar. Fjallað er um aðkomu ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár árið 2009 en ríkissjóður veitti upphaflega 11,6 milljarða króna lán vegna hennar. Heildartap ríkisins, eftir ýmsa umsýslu, nemur á bilinu 3,4–4,8 milljörðum króna. Í skýrslunni segir að tapið komi ekki á óvart enda hafi ríkið greitt 11,6 milljarða króna fyrir eignarhlut í félagi sem í reynd hafi verið gjaldþrota. Kostnaður vegna ýmissa annarra ábyrgða sem féllu á ríkið við fall bankanna nemur um 31 milljarði króna.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira