Nýtískuleg og traust 27. júní 2012 13:00 Hjörtur Emilsson við módel af fiskiskipinu SERENE LK 297. Navis tók þátt í hönnun skipsins sem var smíðað árið 2009 fyrir útgerð á Hjaltlandi. mynd/Gva Skipahönnun er okkar aðalfag. Við hönnum allar tegundir skipa frá A til Ö, en hönnun fiskiskipa er þó það sem stendur okkur næst,“ segir Hjörtur Emilsson skipatæknifræðingur og framkvæmdastjóri verkfræði- og ráðgjafarstofunnar Navis. Navis var stofnað snemma árs 2003 og er í dag stærsta verkfræðistofa landsins á skipasviði. Þar starfar nú tugur sérfræðinga við skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit í fjórum heimsálfum. „Á undanförnum árum hafa stærstu verkefni Navis í nýhönnun og breytingum á fiskiskipum verið erlendis; í Suður-Ameríku, Asíu, Norður-Evrópu og Suður-Afríku. Vinnan fer að mestu leyti fram hér heima en við erum einnig talsvert á faraldsfæti til að sinna eftirlitsstörfum ytra,“ útskýrir Hjörtur. Um þessar mundir setur Navis mark sitt á víðtæka endurnýjun norska fiskveiðiflotans, í samstarfi við skipaverkfræðistofur í Noregi. „Íslensk skipahönnun vekur athygli erlendra útgerða. Hún byggir á reynslu Íslendinga sem gera út afkastamikil, öflug og traust skip. Því hafa æ fleiri erlendar útgerðir leitað til okkar þegar kemur að endurnýjun þeirra skipa og njótum við þannig góðs af því orðspori sem fer af íslenskum sjávarútvegi,“ upplýsir Hjörtur. Á Íslandi hefur lítil endurnýjun átt sér stað á fiskiskipaflotanum frá því um síðustu aldamót. „Stærstur hluti nýrri fiskiskipa hérlendis er íslensk hönnun og þegar endurnýjun fer aftur af stað býr Navis yfir nýhönnun á öllum tegundum fiskiskipa, fyrir allan flotann,“ segir Hjörtur. „Við getum tekið að okkur töluvert stór verkefni og samstarf við norska starfsbræður gerir okkur enn færari um að taka þátt í endurnýjun flotans þegar þar að kemur.“ Á teikniborði Navis eru tilbúnar margar skipagerðir sem Hjörtur telur að vekja muni áhuga og eftirspurn íslenskra útgerða þegar hugað verður að endurnýjun. „Við fylgjumst vel með þróun í hönnun fiskveiðiskipa og vél- og tæknibúnaðar fyrir fiskiskip. Með nýrri hönnun og vélbúnaði má bæta orkunýtingu skipa og afköst og vinnuaðstöðu um borð. Við teljum því mikið í húfi þegar kemur að endurnýjun íslenska skipaflotans með hagkvæmari rekstri nýrri skipa.“Navis er í Flatahrauni 5A í Hafnarfirði. Sjá nánar á navis.is. Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Skipahönnun er okkar aðalfag. Við hönnum allar tegundir skipa frá A til Ö, en hönnun fiskiskipa er þó það sem stendur okkur næst,“ segir Hjörtur Emilsson skipatæknifræðingur og framkvæmdastjóri verkfræði- og ráðgjafarstofunnar Navis. Navis var stofnað snemma árs 2003 og er í dag stærsta verkfræðistofa landsins á skipasviði. Þar starfar nú tugur sérfræðinga við skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit í fjórum heimsálfum. „Á undanförnum árum hafa stærstu verkefni Navis í nýhönnun og breytingum á fiskiskipum verið erlendis; í Suður-Ameríku, Asíu, Norður-Evrópu og Suður-Afríku. Vinnan fer að mestu leyti fram hér heima en við erum einnig talsvert á faraldsfæti til að sinna eftirlitsstörfum ytra,“ útskýrir Hjörtur. Um þessar mundir setur Navis mark sitt á víðtæka endurnýjun norska fiskveiðiflotans, í samstarfi við skipaverkfræðistofur í Noregi. „Íslensk skipahönnun vekur athygli erlendra útgerða. Hún byggir á reynslu Íslendinga sem gera út afkastamikil, öflug og traust skip. Því hafa æ fleiri erlendar útgerðir leitað til okkar þegar kemur að endurnýjun þeirra skipa og njótum við þannig góðs af því orðspori sem fer af íslenskum sjávarútvegi,“ upplýsir Hjörtur. Á Íslandi hefur lítil endurnýjun átt sér stað á fiskiskipaflotanum frá því um síðustu aldamót. „Stærstur hluti nýrri fiskiskipa hérlendis er íslensk hönnun og þegar endurnýjun fer aftur af stað býr Navis yfir nýhönnun á öllum tegundum fiskiskipa, fyrir allan flotann,“ segir Hjörtur. „Við getum tekið að okkur töluvert stór verkefni og samstarf við norska starfsbræður gerir okkur enn færari um að taka þátt í endurnýjun flotans þegar þar að kemur.“ Á teikniborði Navis eru tilbúnar margar skipagerðir sem Hjörtur telur að vekja muni áhuga og eftirspurn íslenskra útgerða þegar hugað verður að endurnýjun. „Við fylgjumst vel með þróun í hönnun fiskveiðiskipa og vél- og tæknibúnaðar fyrir fiskiskip. Með nýrri hönnun og vélbúnaði má bæta orkunýtingu skipa og afköst og vinnuaðstöðu um borð. Við teljum því mikið í húfi þegar kemur að endurnýjun íslenska skipaflotans með hagkvæmari rekstri nýrri skipa.“Navis er í Flatahrauni 5A í Hafnarfirði. Sjá nánar á navis.is.
Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent