Emstrur sérhæfa sig í öflugum Drupal-lausnum 31. maí 2012 21:00 Drupal-vefumsjónarkerfið býður upp á mikla möguleika, segir Einar Páll Svavarsson, framkvæmdastjóri. Vefsíðufyrirtækið Emstrur sérhæfir sig í vefsíðugerð í Drupal-vefumsjónarkerfinu sem er það stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag. Undanfarin ár hefur fyrirtækið sett upp fjölda vefja fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga hér á landi og erlendis. Einar Páll Svavarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir vefina spanna allt frá einföldum heimasíðum fyrir einstaklinga til flókinna upplýsinga- og samskiptasíðna fyrir félög, stofnanir og fyrirtæki. „Drupal-vefumsjónarkerfið er opinn hugbúnaður og því fylgir mjög öflugt vefumsjónarkerfi sem allir eiga auðvelt með að læra á og nota. Það býður upp á mikla möguleika, meðal annars fréttakerfi, myndaalbúm, tengingar við samskiptavefi eins og Facebook, vefverslun, bókunarkerfi fyrir ferðaþjónustu, innri vefsíður og þannig mætti lengi telja. Öllum vefsíðum frá Emstrum fylgir öflug uppsetning fyrir leitarvélar og afar þægilegt notendaviðmót."Ekkert mánaðargjald Þar sem Drupal-vefumsjónarkerfið er opinn hugbúnaður þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir notkun þess segir Einar. „Þetta þýðir m.ö.o. að ekkert mánaðargjald er innheimt. Þjónusta okkar hjá Emstrum felst fyrst og fremst í því að setja vefsíðuna upp í Drupal, velja hagkvæmustu einingarnar miðað við áform viðskiptavinarins og koma upp vefsíðu með grunnefni sem gerir hana líklega til árangurs. Og síðast en ekki síst að kenna á kerfið. Í þessu felst mikill tímasparnaður og hagkvæmni fyrir viðskiptavininn."Fjárhagslega öflug fyrirtæki velja Drupal Einar segir vefumsjónarkerfið vera mjög öruggt og stöðugt auk þess að vera í stöðugri endurnýjun. Einnig er það mjög sveigjanlegt og er til dæmis auðvelt að byrja á einföldum vef og stækka sig upp í yfirgripsmeiri og flóknari vefi seinna meir eftir aðstæðum. „Öflugir aðilar hérlendis hafa sem dæmi byggt upp vefi sína í Drupal-kerfinu. Þar má meðal annars nefna Háskóla Íslands, Þjóðskjalasafn og Ríkisútvarpið. Notendur Drupal erlendis skipta hundruðum þúsunda. Þar má meðal nefna stórfyrirtæki á borð við Warner Brothers Music, MTV og nýlega skipti skrifstofa forseta Bandaríkjanna yfir í Drupal."Hvernig á að sigra leitarvélar? Einar segir lykilatriði að leggja áherslu á fallega hönnun, rétta HTML-kóðun og CSS-stýringu í samræmi við alþjóðlega staðla og reglur. „Þetta eru lykilatriði þegar kemur að gengi og möguleikum vefsíðu gagnvart leitarvélum. Ef hönnun og uppsetning er ekki í lagi á vefsíðan litla möguleika á netinu og leitarvélar vilja lítið við hana kannast." Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Vefsíðufyrirtækið Emstrur sérhæfir sig í vefsíðugerð í Drupal-vefumsjónarkerfinu sem er það stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag. Undanfarin ár hefur fyrirtækið sett upp fjölda vefja fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga hér á landi og erlendis. Einar Páll Svavarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir vefina spanna allt frá einföldum heimasíðum fyrir einstaklinga til flókinna upplýsinga- og samskiptasíðna fyrir félög, stofnanir og fyrirtæki. „Drupal-vefumsjónarkerfið er opinn hugbúnaður og því fylgir mjög öflugt vefumsjónarkerfi sem allir eiga auðvelt með að læra á og nota. Það býður upp á mikla möguleika, meðal annars fréttakerfi, myndaalbúm, tengingar við samskiptavefi eins og Facebook, vefverslun, bókunarkerfi fyrir ferðaþjónustu, innri vefsíður og þannig mætti lengi telja. Öllum vefsíðum frá Emstrum fylgir öflug uppsetning fyrir leitarvélar og afar þægilegt notendaviðmót."Ekkert mánaðargjald Þar sem Drupal-vefumsjónarkerfið er opinn hugbúnaður þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir notkun þess segir Einar. „Þetta þýðir m.ö.o. að ekkert mánaðargjald er innheimt. Þjónusta okkar hjá Emstrum felst fyrst og fremst í því að setja vefsíðuna upp í Drupal, velja hagkvæmustu einingarnar miðað við áform viðskiptavinarins og koma upp vefsíðu með grunnefni sem gerir hana líklega til árangurs. Og síðast en ekki síst að kenna á kerfið. Í þessu felst mikill tímasparnaður og hagkvæmni fyrir viðskiptavininn."Fjárhagslega öflug fyrirtæki velja Drupal Einar segir vefumsjónarkerfið vera mjög öruggt og stöðugt auk þess að vera í stöðugri endurnýjun. Einnig er það mjög sveigjanlegt og er til dæmis auðvelt að byrja á einföldum vef og stækka sig upp í yfirgripsmeiri og flóknari vefi seinna meir eftir aðstæðum. „Öflugir aðilar hérlendis hafa sem dæmi byggt upp vefi sína í Drupal-kerfinu. Þar má meðal annars nefna Háskóla Íslands, Þjóðskjalasafn og Ríkisútvarpið. Notendur Drupal erlendis skipta hundruðum þúsunda. Þar má meðal nefna stórfyrirtæki á borð við Warner Brothers Music, MTV og nýlega skipti skrifstofa forseta Bandaríkjanna yfir í Drupal."Hvernig á að sigra leitarvélar? Einar segir lykilatriði að leggja áherslu á fallega hönnun, rétta HTML-kóðun og CSS-stýringu í samræmi við alþjóðlega staðla og reglur. „Þetta eru lykilatriði þegar kemur að gengi og möguleikum vefsíðu gagnvart leitarvélum. Ef hönnun og uppsetning er ekki í lagi á vefsíðan litla möguleika á netinu og leitarvélar vilja lítið við hana kannast."
Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira