Besta leiðin að viðskiptavininum 31. maí 2012 16:00 Sigrún Eva Ármannsdóttir er forstöðumaður veflausna hjá Advania sem er eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki Norðurlanda. mynd/vilhelm „Finnist vefur fyrirtækis ekki á netinu í dag er fyrirtækið ekki til í hugum flestra viðskiptavina. Því er góður vefur orðinn jafn sjálfsagður og símanúmer fyrirtækis," segir Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður veflausna hjá Advania. Meðal viðskiptavina Advania eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins. „Advania sérhæfir sig í gerð flottra vefja fyrir fyrirtæki og stofnanir og má nefna vefi stóru bankanna þriggja sem dæmi um vefsíður í LISA-vefumsjónarkerfinu frá Advania. Einnig erum við mikið í að hanna og smíða vefverslanir, þjónustuvefi og öpp," upplýsir Sigrún Eva. Hún segir nú mikið rætt um öpp og vefsíður í smátækjum, líkt og símum og snjalltölvum. „Gott dæmi um símavef er m.reebokfitness.is og dæmi um app er Bensínvaktin frá Advania fyrir Android-stýrikerfið. Þá er mikið farið að hanna og útfæra vefsíður í því sem kallast á ensku Responsive Design en slíkir vefir aðlaga sig að skjástærð móttökutækja," segir Sigrún Eva og nefnir til skoðunar einn frægasta Responsive Design vefinn sem er Bostonglobe.com. „Vefir og öpp eru kjörin viðbótarþjónustuleið fyrir fyrirtæki til að nálgast viðskiptavini sína og komast nær kúnnanum."Vefsíða Reebok er flott, fersk og öflug.Advania vinnur einnig að gerð þjónustu- og vefverslunarvefja sem flestir eru tengdir bakendakerfum. „Með tengingu við bakendakerfi losna starfsmenn fyrirtækja við að tvíslá inn gögn og vefurinn því eins og framlenging af viðskiptakerfinu. Dæmi um góða slíka vefi af ýmsum stærðum og gerðum og með mismunandi tæknilegu flækjustigi eru eymundsson.is, skor.is, lindesign.is, orkan.is, stod2.is og sunfilm.is," útskýrir Sigrún Eva. Advania heldur einnig úti vefversluninni velkomin.is. „Þar geta lítil og nýstofnuð fyrirtæki fengið litla og staðlaða vefi á góðu verði í sjálfsafgreiðslu. Í júní verða freistandi tilboð í gangi en þá eru vefir á velkomin.is kynntir sem vara mánaðarins með helmingsafslætti af stofnkostnaði." Mest lesið Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Viðskipti innlent Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Viðskipti innlent Alma sótti tvo milljarða Viðskipti innlent Árni verður hægri hönd Decks Viðskipti innlent Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Viðskipti innlent Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira
„Finnist vefur fyrirtækis ekki á netinu í dag er fyrirtækið ekki til í hugum flestra viðskiptavina. Því er góður vefur orðinn jafn sjálfsagður og símanúmer fyrirtækis," segir Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður veflausna hjá Advania. Meðal viðskiptavina Advania eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins. „Advania sérhæfir sig í gerð flottra vefja fyrir fyrirtæki og stofnanir og má nefna vefi stóru bankanna þriggja sem dæmi um vefsíður í LISA-vefumsjónarkerfinu frá Advania. Einnig erum við mikið í að hanna og smíða vefverslanir, þjónustuvefi og öpp," upplýsir Sigrún Eva. Hún segir nú mikið rætt um öpp og vefsíður í smátækjum, líkt og símum og snjalltölvum. „Gott dæmi um símavef er m.reebokfitness.is og dæmi um app er Bensínvaktin frá Advania fyrir Android-stýrikerfið. Þá er mikið farið að hanna og útfæra vefsíður í því sem kallast á ensku Responsive Design en slíkir vefir aðlaga sig að skjástærð móttökutækja," segir Sigrún Eva og nefnir til skoðunar einn frægasta Responsive Design vefinn sem er Bostonglobe.com. „Vefir og öpp eru kjörin viðbótarþjónustuleið fyrir fyrirtæki til að nálgast viðskiptavini sína og komast nær kúnnanum."Vefsíða Reebok er flott, fersk og öflug.Advania vinnur einnig að gerð þjónustu- og vefverslunarvefja sem flestir eru tengdir bakendakerfum. „Með tengingu við bakendakerfi losna starfsmenn fyrirtækja við að tvíslá inn gögn og vefurinn því eins og framlenging af viðskiptakerfinu. Dæmi um góða slíka vefi af ýmsum stærðum og gerðum og með mismunandi tæknilegu flækjustigi eru eymundsson.is, skor.is, lindesign.is, orkan.is, stod2.is og sunfilm.is," útskýrir Sigrún Eva. Advania heldur einnig úti vefversluninni velkomin.is. „Þar geta lítil og nýstofnuð fyrirtæki fengið litla og staðlaða vefi á góðu verði í sjálfsafgreiðslu. Í júní verða freistandi tilboð í gangi en þá eru vefir á velkomin.is kynntir sem vara mánaðarins með helmingsafslætti af stofnkostnaði."
Mest lesið Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Viðskipti innlent Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Viðskipti innlent Alma sótti tvo milljarða Viðskipti innlent Árni verður hægri hönd Decks Viðskipti innlent Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Viðskipti innlent Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira