Samhug og stemningu í veganesti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2012 08:00 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, gengur í gegnum ýmislegt á hliðarlínunni. Fréttablaðið/Vilhelm Þetta verða vonandi skemmtilegir og eftirminnilegir páskar fyrir strákana okkar í handboltalandsliðinu því liðið er á leiðinni til Króatíu til að berjast fyrir farseðli inn á Ólympíuleikana í London. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hitti blaðamenn í gær þar sem hann talaði um að einn af andstæðingum liðsins auk Síle, Japans og Króatíu sé sú staðreynd að menn séu alltaf að tala um að þetta sé svo þægilegur og léttur riðill. Íslenska þjóðin fær tækifæri til að kveðja landsliðið í kvöld þegar liðið tekur á móti Norðmönnum í Laugardalshöllinni. Stórmál að komast inn á ÓL„Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikilvægt verkefni þetta er fyrir okkur og handboltann á Íslandi. Það er stórmál að komast inn á Ólympíuleika og það hafa margar þjóðir verið að keppa um að komast í forkeppnina og það komast færri að en vilja," segir Guðmundur. Íslenskir handboltamenn fögnuðu sérstaklega sigri Dana á EM í Serbíu í janúar því með því datt íslenska landsliðið inn í umræddan riðil og slapp við það að glíma við tvær sterkar Evrópuþjóðir um tvö laus sæti á ÓL. „Við gerum okkur allir grein fyrir því og þurfum að vera mjög einbeittir. Það er engin ástæða til annars en að fara í þetta á fullu. Það eru allt hættulegir andstæðingar sem bíða okkar í þessum riðli og við þurfum að gera vel til þess að komast inn á Ólympíuleikana," segir Guðmundur. Umræðan um léttan riðil„Kannski er einn af andstæðingunum sá að menn eru alltaf að tala um að þetta sé svo þægilegur og léttur riðill. Eitt af því hættulega í stöðunni er að við förum að trúa því sjálfir og menn missa einbeitingu út á eitthvað slíkt. Það getur verið hættulegt að heyra það kannski 30 til 40 sinnum því þá fara menn kannski að trúa því. Þess vegna þurfum við að passa okkur á því að þetta eru allt þjóðir sem við þurfum að taka mjög alvarlega, " segir Guðmundur sem fær nú Ólaf Stefánsson og Snorra Stein Guðjónsson aftur inn í liðið en þeir misstu báðir af EM. „Það hafa ákveðin meiðsli hrjáð nokkra leikmenn liðsins en mér sýnist að þetta sé allt á réttri leið fyrir utan það að Alexander er meiddur. Sumir eru að koma úr meiðslum og hafa jafnað sig. Við erum mjög ánægðir með það. Við eigum því að geta stillt nánast upp okkar sterkasta liði í þessum leikjum," segir Guðmundur. Íslenska landsliðið hefur undanfarin ár endað lokaundirbúning sinn fyrir mikilvæg verkefni með því að spila leik í Laugardalshöllinni og oftast fyrir framan fulla höll. Það fer ekkert á milli mála að strákarnir vonast eftir stemningu og stuði í Höllinni í kvöld. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur, bæði til að sjá hvar við stöndum og fá góðan æfingaleik á móti mjög góðu liði. Allir leikirnir á móti Noregi síðustu ár hafa verið mjög jafnir og skemmtilegir leikir. Ég biðla til handboltaáhugamanna og þeirra sem hafa gaman af því að horfa á landsliðið í stórkeppni, að styðja við bakið á okkur með því að koma á leikinn. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá fólk í Höllina til þess að skapa þessa réttu stemningu," segir Guðmundur og troðfull höll er stór liður í að stilla menn af fyrir komandi átök í Króatíu. Þakklátir fyrir stuðninginn„Það er gríðarlega mikill munur á því að spila fyrir fullu húsi eða fyrir hálftómu húsi. Það má líkja þessu við leikara sem er að leika í leikriti, hvort hann er að leika fyrir fullu húsi eða hálftómu húsi. Ég held að það sé svipað. Við tökum með okkur ákveðna stemningu og ákveðinn samhug sem við höfum oft fundið hjá íslensku þjóðinni gagnvart okkur. Við erum þakklátir fyrir það þegar við finnum fyrir þessum stuðningi sem hefur verið einstakur í gegnum tíðina. Það væri frábært fyrir okkur að finna fyrir þessu núna og fá það í veganesti með okkur út til Króatíu."ooj@frettabladid.is Handbolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Þetta verða vonandi skemmtilegir og eftirminnilegir páskar fyrir strákana okkar í handboltalandsliðinu því liðið er á leiðinni til Króatíu til að berjast fyrir farseðli inn á Ólympíuleikana í London. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hitti blaðamenn í gær þar sem hann talaði um að einn af andstæðingum liðsins auk Síle, Japans og Króatíu sé sú staðreynd að menn séu alltaf að tala um að þetta sé svo þægilegur og léttur riðill. Íslenska þjóðin fær tækifæri til að kveðja landsliðið í kvöld þegar liðið tekur á móti Norðmönnum í Laugardalshöllinni. Stórmál að komast inn á ÓL„Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikilvægt verkefni þetta er fyrir okkur og handboltann á Íslandi. Það er stórmál að komast inn á Ólympíuleika og það hafa margar þjóðir verið að keppa um að komast í forkeppnina og það komast færri að en vilja," segir Guðmundur. Íslenskir handboltamenn fögnuðu sérstaklega sigri Dana á EM í Serbíu í janúar því með því datt íslenska landsliðið inn í umræddan riðil og slapp við það að glíma við tvær sterkar Evrópuþjóðir um tvö laus sæti á ÓL. „Við gerum okkur allir grein fyrir því og þurfum að vera mjög einbeittir. Það er engin ástæða til annars en að fara í þetta á fullu. Það eru allt hættulegir andstæðingar sem bíða okkar í þessum riðli og við þurfum að gera vel til þess að komast inn á Ólympíuleikana," segir Guðmundur. Umræðan um léttan riðil„Kannski er einn af andstæðingunum sá að menn eru alltaf að tala um að þetta sé svo þægilegur og léttur riðill. Eitt af því hættulega í stöðunni er að við förum að trúa því sjálfir og menn missa einbeitingu út á eitthvað slíkt. Það getur verið hættulegt að heyra það kannski 30 til 40 sinnum því þá fara menn kannski að trúa því. Þess vegna þurfum við að passa okkur á því að þetta eru allt þjóðir sem við þurfum að taka mjög alvarlega, " segir Guðmundur sem fær nú Ólaf Stefánsson og Snorra Stein Guðjónsson aftur inn í liðið en þeir misstu báðir af EM. „Það hafa ákveðin meiðsli hrjáð nokkra leikmenn liðsins en mér sýnist að þetta sé allt á réttri leið fyrir utan það að Alexander er meiddur. Sumir eru að koma úr meiðslum og hafa jafnað sig. Við erum mjög ánægðir með það. Við eigum því að geta stillt nánast upp okkar sterkasta liði í þessum leikjum," segir Guðmundur. Íslenska landsliðið hefur undanfarin ár endað lokaundirbúning sinn fyrir mikilvæg verkefni með því að spila leik í Laugardalshöllinni og oftast fyrir framan fulla höll. Það fer ekkert á milli mála að strákarnir vonast eftir stemningu og stuði í Höllinni í kvöld. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur, bæði til að sjá hvar við stöndum og fá góðan æfingaleik á móti mjög góðu liði. Allir leikirnir á móti Noregi síðustu ár hafa verið mjög jafnir og skemmtilegir leikir. Ég biðla til handboltaáhugamanna og þeirra sem hafa gaman af því að horfa á landsliðið í stórkeppni, að styðja við bakið á okkur með því að koma á leikinn. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá fólk í Höllina til þess að skapa þessa réttu stemningu," segir Guðmundur og troðfull höll er stór liður í að stilla menn af fyrir komandi átök í Króatíu. Þakklátir fyrir stuðninginn„Það er gríðarlega mikill munur á því að spila fyrir fullu húsi eða fyrir hálftómu húsi. Það má líkja þessu við leikara sem er að leika í leikriti, hvort hann er að leika fyrir fullu húsi eða hálftómu húsi. Ég held að það sé svipað. Við tökum með okkur ákveðna stemningu og ákveðinn samhug sem við höfum oft fundið hjá íslensku þjóðinni gagnvart okkur. Við erum þakklátir fyrir það þegar við finnum fyrir þessum stuðningi sem hefur verið einstakur í gegnum tíðina. Það væri frábært fyrir okkur að finna fyrir þessu núna og fá það í veganesti með okkur út til Króatíu."ooj@frettabladid.is
Handbolti Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira