Samhug og stemningu í veganesti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2012 08:00 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, gengur í gegnum ýmislegt á hliðarlínunni. Fréttablaðið/Vilhelm Þetta verða vonandi skemmtilegir og eftirminnilegir páskar fyrir strákana okkar í handboltalandsliðinu því liðið er á leiðinni til Króatíu til að berjast fyrir farseðli inn á Ólympíuleikana í London. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hitti blaðamenn í gær þar sem hann talaði um að einn af andstæðingum liðsins auk Síle, Japans og Króatíu sé sú staðreynd að menn séu alltaf að tala um að þetta sé svo þægilegur og léttur riðill. Íslenska þjóðin fær tækifæri til að kveðja landsliðið í kvöld þegar liðið tekur á móti Norðmönnum í Laugardalshöllinni. Stórmál að komast inn á ÓL„Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikilvægt verkefni þetta er fyrir okkur og handboltann á Íslandi. Það er stórmál að komast inn á Ólympíuleika og það hafa margar þjóðir verið að keppa um að komast í forkeppnina og það komast færri að en vilja," segir Guðmundur. Íslenskir handboltamenn fögnuðu sérstaklega sigri Dana á EM í Serbíu í janúar því með því datt íslenska landsliðið inn í umræddan riðil og slapp við það að glíma við tvær sterkar Evrópuþjóðir um tvö laus sæti á ÓL. „Við gerum okkur allir grein fyrir því og þurfum að vera mjög einbeittir. Það er engin ástæða til annars en að fara í þetta á fullu. Það eru allt hættulegir andstæðingar sem bíða okkar í þessum riðli og við þurfum að gera vel til þess að komast inn á Ólympíuleikana," segir Guðmundur. Umræðan um léttan riðil„Kannski er einn af andstæðingunum sá að menn eru alltaf að tala um að þetta sé svo þægilegur og léttur riðill. Eitt af því hættulega í stöðunni er að við förum að trúa því sjálfir og menn missa einbeitingu út á eitthvað slíkt. Það getur verið hættulegt að heyra það kannski 30 til 40 sinnum því þá fara menn kannski að trúa því. Þess vegna þurfum við að passa okkur á því að þetta eru allt þjóðir sem við þurfum að taka mjög alvarlega, " segir Guðmundur sem fær nú Ólaf Stefánsson og Snorra Stein Guðjónsson aftur inn í liðið en þeir misstu báðir af EM. „Það hafa ákveðin meiðsli hrjáð nokkra leikmenn liðsins en mér sýnist að þetta sé allt á réttri leið fyrir utan það að Alexander er meiddur. Sumir eru að koma úr meiðslum og hafa jafnað sig. Við erum mjög ánægðir með það. Við eigum því að geta stillt nánast upp okkar sterkasta liði í þessum leikjum," segir Guðmundur. Íslenska landsliðið hefur undanfarin ár endað lokaundirbúning sinn fyrir mikilvæg verkefni með því að spila leik í Laugardalshöllinni og oftast fyrir framan fulla höll. Það fer ekkert á milli mála að strákarnir vonast eftir stemningu og stuði í Höllinni í kvöld. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur, bæði til að sjá hvar við stöndum og fá góðan æfingaleik á móti mjög góðu liði. Allir leikirnir á móti Noregi síðustu ár hafa verið mjög jafnir og skemmtilegir leikir. Ég biðla til handboltaáhugamanna og þeirra sem hafa gaman af því að horfa á landsliðið í stórkeppni, að styðja við bakið á okkur með því að koma á leikinn. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá fólk í Höllina til þess að skapa þessa réttu stemningu," segir Guðmundur og troðfull höll er stór liður í að stilla menn af fyrir komandi átök í Króatíu. Þakklátir fyrir stuðninginn„Það er gríðarlega mikill munur á því að spila fyrir fullu húsi eða fyrir hálftómu húsi. Það má líkja þessu við leikara sem er að leika í leikriti, hvort hann er að leika fyrir fullu húsi eða hálftómu húsi. Ég held að það sé svipað. Við tökum með okkur ákveðna stemningu og ákveðinn samhug sem við höfum oft fundið hjá íslensku þjóðinni gagnvart okkur. Við erum þakklátir fyrir það þegar við finnum fyrir þessum stuðningi sem hefur verið einstakur í gegnum tíðina. Það væri frábært fyrir okkur að finna fyrir þessu núna og fá það í veganesti með okkur út til Króatíu."ooj@frettabladid.is Handbolti Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Þetta verða vonandi skemmtilegir og eftirminnilegir páskar fyrir strákana okkar í handboltalandsliðinu því liðið er á leiðinni til Króatíu til að berjast fyrir farseðli inn á Ólympíuleikana í London. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hitti blaðamenn í gær þar sem hann talaði um að einn af andstæðingum liðsins auk Síle, Japans og Króatíu sé sú staðreynd að menn séu alltaf að tala um að þetta sé svo þægilegur og léttur riðill. Íslenska þjóðin fær tækifæri til að kveðja landsliðið í kvöld þegar liðið tekur á móti Norðmönnum í Laugardalshöllinni. Stórmál að komast inn á ÓL„Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikilvægt verkefni þetta er fyrir okkur og handboltann á Íslandi. Það er stórmál að komast inn á Ólympíuleika og það hafa margar þjóðir verið að keppa um að komast í forkeppnina og það komast færri að en vilja," segir Guðmundur. Íslenskir handboltamenn fögnuðu sérstaklega sigri Dana á EM í Serbíu í janúar því með því datt íslenska landsliðið inn í umræddan riðil og slapp við það að glíma við tvær sterkar Evrópuþjóðir um tvö laus sæti á ÓL. „Við gerum okkur allir grein fyrir því og þurfum að vera mjög einbeittir. Það er engin ástæða til annars en að fara í þetta á fullu. Það eru allt hættulegir andstæðingar sem bíða okkar í þessum riðli og við þurfum að gera vel til þess að komast inn á Ólympíuleikana," segir Guðmundur. Umræðan um léttan riðil„Kannski er einn af andstæðingunum sá að menn eru alltaf að tala um að þetta sé svo þægilegur og léttur riðill. Eitt af því hættulega í stöðunni er að við förum að trúa því sjálfir og menn missa einbeitingu út á eitthvað slíkt. Það getur verið hættulegt að heyra það kannski 30 til 40 sinnum því þá fara menn kannski að trúa því. Þess vegna þurfum við að passa okkur á því að þetta eru allt þjóðir sem við þurfum að taka mjög alvarlega, " segir Guðmundur sem fær nú Ólaf Stefánsson og Snorra Stein Guðjónsson aftur inn í liðið en þeir misstu báðir af EM. „Það hafa ákveðin meiðsli hrjáð nokkra leikmenn liðsins en mér sýnist að þetta sé allt á réttri leið fyrir utan það að Alexander er meiddur. Sumir eru að koma úr meiðslum og hafa jafnað sig. Við erum mjög ánægðir með það. Við eigum því að geta stillt nánast upp okkar sterkasta liði í þessum leikjum," segir Guðmundur. Íslenska landsliðið hefur undanfarin ár endað lokaundirbúning sinn fyrir mikilvæg verkefni með því að spila leik í Laugardalshöllinni og oftast fyrir framan fulla höll. Það fer ekkert á milli mála að strákarnir vonast eftir stemningu og stuði í Höllinni í kvöld. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur, bæði til að sjá hvar við stöndum og fá góðan æfingaleik á móti mjög góðu liði. Allir leikirnir á móti Noregi síðustu ár hafa verið mjög jafnir og skemmtilegir leikir. Ég biðla til handboltaáhugamanna og þeirra sem hafa gaman af því að horfa á landsliðið í stórkeppni, að styðja við bakið á okkur með því að koma á leikinn. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá fólk í Höllina til þess að skapa þessa réttu stemningu," segir Guðmundur og troðfull höll er stór liður í að stilla menn af fyrir komandi átök í Króatíu. Þakklátir fyrir stuðninginn„Það er gríðarlega mikill munur á því að spila fyrir fullu húsi eða fyrir hálftómu húsi. Það má líkja þessu við leikara sem er að leika í leikriti, hvort hann er að leika fyrir fullu húsi eða hálftómu húsi. Ég held að það sé svipað. Við tökum með okkur ákveðna stemningu og ákveðinn samhug sem við höfum oft fundið hjá íslensku þjóðinni gagnvart okkur. Við erum þakklátir fyrir það þegar við finnum fyrir þessum stuðningi sem hefur verið einstakur í gegnum tíðina. Það væri frábært fyrir okkur að finna fyrir þessu núna og fá það í veganesti með okkur út til Króatíu."ooj@frettabladid.is
Handbolti Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira