Mættum vera líkari Kínverjum í hugsun 27. mars 2012 07:00 Gylfi Zoëga, Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson svöruðu spurningum um peningastefnuna og þróun efnahagsmála á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fréttablaðið/Anton Mest um vert er að undirbúa afnám gjaldeyrishafta með þeim hætti að dregið verði sem mest úr hættunni á gengisfalli. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á opnum nefndarfundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Á fund nefndarinnar, sem sýndur var beint á netinu, komu Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, og Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor sem með hinum tveimur á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans. Fram kom í máli Más að breytingar sem nýverið voru gerðar á lögum um gjaldeyrishöft geti orðið til þess að verja betur gengi krónunnar. „En það á náttúrulega eftir að koma í ljós hvort þetta á eftir að styrkja gengið eða koma í veg fyrir veikingu sem annars hefði orðið,“ bætti hann við. Már sagði hins vegar að tvíbent kynni að reynast að stytta gildistíma laganna þannig að þau renni út í lok næsta árs. Hann benti á að ef knýja ætti aflandskrónueigendur að samningaborðinu þá væri kjörstaða að geta sagst hafa allan tímann í veröldinni til verksins. „Að því leyti má segja að þetta geri afnám haftanna að einhverju leyti erfiðara,“ sagði hann, en kvað um leið ekki útilokað að komist yrði langt á gildistíma laganna. Núna væri unnið í útboðsleiðinni, en síðan tækju við önnur skref. „Á einhverjum tímapunkti kemur að því að afnema höftin alveg og þá er einhver áhætta.“ Á þeim tíma sagði Már mjög mikilvægt að búið væri að búa vel í haginn fyrir breytinguna. Í þeim efnum kvað Már eitt ár ekki vera langan tíma. „Við hugsum ekki nóg eins og Kínverjar,“ sagði Már og benti á að með nokkrum undirbúningi, líkt og unnið væri að, mætti draga verulega úr áhættu við afnám haftanna. „Lánshæfismatsfyrirtækin og aðrir hafa mestar áhyggjur af því að við förum þarna fram með glannaskap,“ bætti hann við. Í máli peningastefnumanna kom fram að hluti af þeim undirbúningi væri að færa Seðlabankanum frekari vopn í hendur í baráttu við verðbólgu og við að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Már sagði ljóst að hrein verðbólgumarkmiðsstefna væri gjaldþota eftir hrunið. „En við gefum samt ekki verðbólgumarkmið upp á bátinn,“ sagði hann og velti upp spurningunni um hver verðbólga hefði hér orðið ef ekki hefði verið hér verðbólgumarkmið. „Hún hefði verið meiri,“ sagði hann. olikr@frettabladid.is Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Mest um vert er að undirbúa afnám gjaldeyrishafta með þeim hætti að dregið verði sem mest úr hættunni á gengisfalli. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á opnum nefndarfundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Á fund nefndarinnar, sem sýndur var beint á netinu, komu Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, og Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor sem með hinum tveimur á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans. Fram kom í máli Más að breytingar sem nýverið voru gerðar á lögum um gjaldeyrishöft geti orðið til þess að verja betur gengi krónunnar. „En það á náttúrulega eftir að koma í ljós hvort þetta á eftir að styrkja gengið eða koma í veg fyrir veikingu sem annars hefði orðið,“ bætti hann við. Már sagði hins vegar að tvíbent kynni að reynast að stytta gildistíma laganna þannig að þau renni út í lok næsta árs. Hann benti á að ef knýja ætti aflandskrónueigendur að samningaborðinu þá væri kjörstaða að geta sagst hafa allan tímann í veröldinni til verksins. „Að því leyti má segja að þetta geri afnám haftanna að einhverju leyti erfiðara,“ sagði hann, en kvað um leið ekki útilokað að komist yrði langt á gildistíma laganna. Núna væri unnið í útboðsleiðinni, en síðan tækju við önnur skref. „Á einhverjum tímapunkti kemur að því að afnema höftin alveg og þá er einhver áhætta.“ Á þeim tíma sagði Már mjög mikilvægt að búið væri að búa vel í haginn fyrir breytinguna. Í þeim efnum kvað Már eitt ár ekki vera langan tíma. „Við hugsum ekki nóg eins og Kínverjar,“ sagði Már og benti á að með nokkrum undirbúningi, líkt og unnið væri að, mætti draga verulega úr áhættu við afnám haftanna. „Lánshæfismatsfyrirtækin og aðrir hafa mestar áhyggjur af því að við förum þarna fram með glannaskap,“ bætti hann við. Í máli peningastefnumanna kom fram að hluti af þeim undirbúningi væri að færa Seðlabankanum frekari vopn í hendur í baráttu við verðbólgu og við að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Már sagði ljóst að hrein verðbólgumarkmiðsstefna væri gjaldþota eftir hrunið. „En við gefum samt ekki verðbólgumarkmið upp á bátinn,“ sagði hann og velti upp spurningunni um hver verðbólga hefði hér orðið ef ekki hefði verið hér verðbólgumarkmið. „Hún hefði verið meiri,“ sagði hann. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira