Bíð ekki í vöggunni eftir snuddunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2012 07:15 Kári Kristján er óviss um hvað framtíðin beri í skauti sér. Hann er hér í miklum átökum gegn Spánverjum á EM en Kári átti margar fínar innkomur á mótinu í Serbíu.fréttablaðið/vilhelm Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlaði að vera búinn að ganga frá sínum framtíðarmálum fyrir EM í janúar. Það gekk ekki eftir og er alls óvíst hvar Kári leikur handbolta næsta vetur. „Staðan er þannig að það eru þessar klassísku þreifingar í gangi," sagði Kári Kristján sem er í viðræðum við félag sitt, Wetzlar, um nýjan samning og svo er annað þýskt úrvalsdeildarlið komið inn í myndina. „‚Ég er með skemmtilegt mál í myndinni sem kom upp í byrjun desember og ég er að vonast til þess að það fari að skýrast fljótlega hvort af því verði. Á meðan er ég ekkert að pressa sérstaklega mikið á Wetzlar. Mér finnst þetta vera mjög spennandi dæmi," sagði Kári Kristján en hann var með öllu ófáanlegur til þess að gefa upp nafn félagsins sem væri í myndinni. Viðræður Kára og Wetzlar hafa verið stál í stál síðustu mánuði og virðist nokkuð bera á milli í þeim viðræðum. „Ég skrifa ekki undir þann samning sem þeir hafa boðið mér. Ég gerði þeim gagntilboð og eins og gengur í þessum bransa er verið að þrefa um þetta mál. Þeir vilja lækka mitt gagntilboð en við því mátti svo sem búast," sagði Kári en hann vill helst af öllu fara að klára sín mál. Vildi klára sín mál í desember„Ég hefði helst af öllu viljað hafa allt klárt í desember því vitað var ef það næðist ekki myndi allt frestast fram í febrúar út af EM. Það verður eitthvað að gerast núna í mínum málum. Ég er samt ekkert að bíða í vöggunni eftir því að mér verði rétt snuddan. Ég er ekki að ganga á eftir neinu heldur. Bransinn virkar þannig að ef maður stendur sig þá á þetta að koma til manns og við sjáum hvað setur.." Kári hefur átt virkilega gott tímabil með Wetzlar í vetur og oftar en ekki verið markahæstur eða með markahæstu mönnum liðsins. Hann er þess utan orðin vítaskytta liðsins sem er nýtt hlutverk fyrir hann. „Ég hef verið mjög ánægður með minn leik og vonandi heldur það áfram. Ég hef verið heitur á vítalínunni í síðustu leikjum og skoraði úr öllum fjórum vítunum í síðasta leik fyrir EM. Ekki enn klikkað á punktinum og gaman að því." Wetzlar er nýbúið að semja við hinn 37 ára gamla línumann, Andrej Klimovets. Tengist það eitthvað því að Kára gangi illa að semja við félagið? „Hann fékk samning út tímabilið og er aðallega hugsaður sem varnarmaður en svo getur vel verið að hann spili líka einhverja sókn. Hinn línumaðurinn hefur verið meiddur og þeir vildu auka breiddina. Maður veit samt aldrei hvernig þetta fer. Hann er Hvít-Rússi að upplagi og þjálfarinn er Hvít-Rússi. Hann hefur líka átt flottan feril en það segir samt sína sögu að hann fékk ekki samning fyrir þetta tímabil." Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlaði að vera búinn að ganga frá sínum framtíðarmálum fyrir EM í janúar. Það gekk ekki eftir og er alls óvíst hvar Kári leikur handbolta næsta vetur. „Staðan er þannig að það eru þessar klassísku þreifingar í gangi," sagði Kári Kristján sem er í viðræðum við félag sitt, Wetzlar, um nýjan samning og svo er annað þýskt úrvalsdeildarlið komið inn í myndina. „‚Ég er með skemmtilegt mál í myndinni sem kom upp í byrjun desember og ég er að vonast til þess að það fari að skýrast fljótlega hvort af því verði. Á meðan er ég ekkert að pressa sérstaklega mikið á Wetzlar. Mér finnst þetta vera mjög spennandi dæmi," sagði Kári Kristján en hann var með öllu ófáanlegur til þess að gefa upp nafn félagsins sem væri í myndinni. Viðræður Kára og Wetzlar hafa verið stál í stál síðustu mánuði og virðist nokkuð bera á milli í þeim viðræðum. „Ég skrifa ekki undir þann samning sem þeir hafa boðið mér. Ég gerði þeim gagntilboð og eins og gengur í þessum bransa er verið að þrefa um þetta mál. Þeir vilja lækka mitt gagntilboð en við því mátti svo sem búast," sagði Kári en hann vill helst af öllu fara að klára sín mál. Vildi klára sín mál í desember„Ég hefði helst af öllu viljað hafa allt klárt í desember því vitað var ef það næðist ekki myndi allt frestast fram í febrúar út af EM. Það verður eitthvað að gerast núna í mínum málum. Ég er samt ekkert að bíða í vöggunni eftir því að mér verði rétt snuddan. Ég er ekki að ganga á eftir neinu heldur. Bransinn virkar þannig að ef maður stendur sig þá á þetta að koma til manns og við sjáum hvað setur.." Kári hefur átt virkilega gott tímabil með Wetzlar í vetur og oftar en ekki verið markahæstur eða með markahæstu mönnum liðsins. Hann er þess utan orðin vítaskytta liðsins sem er nýtt hlutverk fyrir hann. „Ég hef verið mjög ánægður með minn leik og vonandi heldur það áfram. Ég hef verið heitur á vítalínunni í síðustu leikjum og skoraði úr öllum fjórum vítunum í síðasta leik fyrir EM. Ekki enn klikkað á punktinum og gaman að því." Wetzlar er nýbúið að semja við hinn 37 ára gamla línumann, Andrej Klimovets. Tengist það eitthvað því að Kára gangi illa að semja við félagið? „Hann fékk samning út tímabilið og er aðallega hugsaður sem varnarmaður en svo getur vel verið að hann spili líka einhverja sókn. Hinn línumaðurinn hefur verið meiddur og þeir vildu auka breiddina. Maður veit samt aldrei hvernig þetta fer. Hann er Hvít-Rússi að upplagi og þjálfarinn er Hvít-Rússi. Hann hefur líka átt flottan feril en það segir samt sína sögu að hann fékk ekki samning fyrir þetta tímabil."
Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira