Tvíkynhneigð kærasta vill tilbreytingu Sigga Dögg skrifar 9. febrúar 2012 19:00 Öll erum við með okkar hugmyndir um kynlíf. Hugmyndunum fylgja oft vandamál sem kynfræðingurinn Sigga Dögg hjálpar lesendum að leysa. SPURNING Ég er búin að vera að deita strák í nokkra mánuði og það gengur allt frekar vel. Kynlífið er mjög gott og við erum ekkert byrjuð að slaka á því. Það er samt einn hængur á: Hann neitar að fara niður á mig. Ég er búin að kvarta frekar mikið í honum og hann lætur ekki segjast, bullar bara um að hann sé ekkert góður í því. Hann biður mig aldrei um að fara niður á sig, þannig að mér líður furðulega með að vera alltaf að biðja hann um þetta. Er ekki eitthvað skrítið við að honum finnist þetta svona ógeðslegt? Ég segi ógeðslegt vegna þess að það er það eina sem mér dettur í hug. Og hvers konar strákur vill ekki láta fara niður á sig?SVAR Ég er pínu ringluð, er ekki málið það að þú vilt að hann fari niður á þig eða viltu að hann biðji þig um að fara niður á sig? Byrjum á þér. Ef hann segist ekki vilja fara niður á þig því hann sé ekki góður í því þá þarftu að segja honum hvað þér finnst gott og kenna honum. Færni má öðlast með tíð og tíma og um að gera að hafa gaman af kennslunni. Engar tvær píkur eru eins, bragð, útlit og lykt eru persónubundin og því má skoða hvort hann sé tilbúinn að prufa. Varðandi það að fara niður á hann, þú þarft að spyrja hann hvort þú megir fara niður á hann og ef hann neitar þá af hverju hann vill það ekki. Það geta verið ýmsar skýringar önnur en klígja. Hann gæti verið óöruggur, með slæma fyrri reynslu eða einfaldlega ekki fundist það gott. Ef honum hins vegar finnst munnmök ógeðfelld og þér finnst þetta mikilvægur þáttur í kynlífinu ykkar þá þurfiði að ræða það og komst til botns í því máli. Svörin gætu verið óþægilegri en spurningarnar en svoleiðis eru sambönd. Ert þú tilbúin að stunda kynlíf með einhverjum sem stundar ekki munnmök?Vandamál í paradís. Sigga Dögg svarar spurningum lesenda um vandamál sem kunna að koma upp í bólinu.SPURNING Ég er að hitta stelpu sem er tvíkynhneigð og við erum svona eiginlega byrjuð að kalla okkur kærustupar. Ég er rosalega skotinn í henni, en málið er að ég held að hún hafi einhverjar aðrar hugmyndir um þetta samband en ég. Hún er frekar heit fyrir því að fá stelpur með okkur í rúmið, en ég hef alltaf skipt um umræðuefni þegar hún talar um það, vegna þess að ég veit ekki hvað mér á að finnast. Mig langar pínu að prófa, en er hræddur um að það eyðileggi fyrir okkur sambandið. Er þetta ekki stórhættulegt fyrir pör, svona í sambandi við afbrýðisemi til dæmis?SVAR Það gæti verið gott að byrja á því að þá fá það á hreint hvort þið séuð kærustupar og hvað það felur í sér. Ótrúlegt en satt þá er fólk með ansi ólíkar skilgreiningar og því nauðsynlegt að spyrja óþægilegra spurninga til að forðast særindi. Þegar annar aðili kemur inn í kynlíf pars þá getur það vakið upp alls kyns erfiðar tilfinningar og afbrýðissemi er ein þeirra. Það er ekki algilt að aukning bólfélaga sé stórhættuleg þó hún sé það fyrir marga. Mig grunar að þú óttist að hún verði hrifin af stúlkunni sem kæmi með ykkur í rúmið. Það er vissulega möguleiki og því spurning hvort það sé áhætta sem þið eruð tilbúin að taka. Þetta þarf að vera sameiginlega ákvörðun sem þið bæði eruð sátt með og því hvet ég þig til að hætta að skipta um umræðuefni og einfaldlega segja dömunni hvað þú óttast! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun
Öll erum við með okkar hugmyndir um kynlíf. Hugmyndunum fylgja oft vandamál sem kynfræðingurinn Sigga Dögg hjálpar lesendum að leysa. SPURNING Ég er búin að vera að deita strák í nokkra mánuði og það gengur allt frekar vel. Kynlífið er mjög gott og við erum ekkert byrjuð að slaka á því. Það er samt einn hængur á: Hann neitar að fara niður á mig. Ég er búin að kvarta frekar mikið í honum og hann lætur ekki segjast, bullar bara um að hann sé ekkert góður í því. Hann biður mig aldrei um að fara niður á sig, þannig að mér líður furðulega með að vera alltaf að biðja hann um þetta. Er ekki eitthvað skrítið við að honum finnist þetta svona ógeðslegt? Ég segi ógeðslegt vegna þess að það er það eina sem mér dettur í hug. Og hvers konar strákur vill ekki láta fara niður á sig?SVAR Ég er pínu ringluð, er ekki málið það að þú vilt að hann fari niður á þig eða viltu að hann biðji þig um að fara niður á sig? Byrjum á þér. Ef hann segist ekki vilja fara niður á þig því hann sé ekki góður í því þá þarftu að segja honum hvað þér finnst gott og kenna honum. Færni má öðlast með tíð og tíma og um að gera að hafa gaman af kennslunni. Engar tvær píkur eru eins, bragð, útlit og lykt eru persónubundin og því má skoða hvort hann sé tilbúinn að prufa. Varðandi það að fara niður á hann, þú þarft að spyrja hann hvort þú megir fara niður á hann og ef hann neitar þá af hverju hann vill það ekki. Það geta verið ýmsar skýringar önnur en klígja. Hann gæti verið óöruggur, með slæma fyrri reynslu eða einfaldlega ekki fundist það gott. Ef honum hins vegar finnst munnmök ógeðfelld og þér finnst þetta mikilvægur þáttur í kynlífinu ykkar þá þurfiði að ræða það og komst til botns í því máli. Svörin gætu verið óþægilegri en spurningarnar en svoleiðis eru sambönd. Ert þú tilbúin að stunda kynlíf með einhverjum sem stundar ekki munnmök?Vandamál í paradís. Sigga Dögg svarar spurningum lesenda um vandamál sem kunna að koma upp í bólinu.SPURNING Ég er að hitta stelpu sem er tvíkynhneigð og við erum svona eiginlega byrjuð að kalla okkur kærustupar. Ég er rosalega skotinn í henni, en málið er að ég held að hún hafi einhverjar aðrar hugmyndir um þetta samband en ég. Hún er frekar heit fyrir því að fá stelpur með okkur í rúmið, en ég hef alltaf skipt um umræðuefni þegar hún talar um það, vegna þess að ég veit ekki hvað mér á að finnast. Mig langar pínu að prófa, en er hræddur um að það eyðileggi fyrir okkur sambandið. Er þetta ekki stórhættulegt fyrir pör, svona í sambandi við afbrýðisemi til dæmis?SVAR Það gæti verið gott að byrja á því að þá fá það á hreint hvort þið séuð kærustupar og hvað það felur í sér. Ótrúlegt en satt þá er fólk með ansi ólíkar skilgreiningar og því nauðsynlegt að spyrja óþægilegra spurninga til að forðast særindi. Þegar annar aðili kemur inn í kynlíf pars þá getur það vakið upp alls kyns erfiðar tilfinningar og afbrýðissemi er ein þeirra. Það er ekki algilt að aukning bólfélaga sé stórhættuleg þó hún sé það fyrir marga. Mig grunar að þú óttist að hún verði hrifin af stúlkunni sem kæmi með ykkur í rúmið. Það er vissulega möguleiki og því spurning hvort það sé áhætta sem þið eruð tilbúin að taka. Þetta þarf að vera sameiginlega ákvörðun sem þið bæði eruð sátt með og því hvet ég þig til að hætta að skipta um umræðuefni og einfaldlega segja dömunni hvað þú óttast!