Eigum mann í sérflokki fjórða mótið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2012 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum á Evrópumótinu í Serbíu. Mynd / Vilhelm Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í úrvalsliðið á Evrópumótinu í Serbíu í gær en enginn spilaði betur í mótinu af vinstri hornamönnum að mati sérfræðinga evrópska sambandsins. Þetta er fjórða stórmót íslenska landsliðsins í röð þar sem Ísland á fulltrúa í úrvalsliði og alls hafa sex íslenskir leikmenn þótt skara framúr á þessum fjórum mótum. „Ég get ekki sagt að ég hafi verið hoppandi heljarstökk. Þetta er auðvitað skemmtileg viðurkenning en það er alltaf erfitt að veita einstaklingsverðlaun í hópíþrótt," sagði Guðjón Valur hógværðin uppmáluð og bætti við: „Maður fær þessi verðlaun út á liðsfélagana. Maður er ekki að gera hlutina sjálfur inni á vellinum heldur þarf margar hendur til að skora mörk. Meira en 90 prósent af þessu er þökk sé liðsfélögunum." Guðjón Valur tók við fyrirliðabandinu í forföllum Ólafs Stefánssonar á EM í Serbíu og skilaði sínu hlutverki frábærlega. Hann skoraði 41 mark í sex leikjum eða 6,8 mörk að meðaltali í leik. Þetta er hæsta meðalskor íslensks leikmanns á stórmóti síðan Ólafur Stefánsson skoraði 8,3 mörk að meðaltali á EM í Sviss 2006. Íslenskir leikmenn hafa verið í sérflokki á síðustu stórmótum ef marka má val á úrvalsliðum mótanna. Hér er undanskilið heimsmeistaramótið í Króatíu 2009 en íslenska liðið var ekki með á því móti. Guðjón Valur var einnig valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna í Peking ásamt þeim Snorra Stein Guðjónssyni og Ólafi Stefánssyni. Ólafur var valinn í úrvalslið Evrópumótsins í Austurríki en hann var einnig valinn í úrvalsliðið á Evrópumótunum í Sviss 2006 og í Svíþjóð 2002. Alexander Petersson var valinn í úrvalslið Heimsmeistaramótsins í Svíþjóð í fyrra þegar íslenska liðið náði sjötta sætinu. Það setur árangur íslenska liðsins á EM í Serbíu í smá samhengi að Guðjón Valur var sá eini af fyrrnefndum leikmönnum sem lék með liðinu í milliriðlinum. Alexander gat ekki leikið með í síðustu þremur leikjunum vegna meiðsla og Ólafur og Snorri Steinn voru ekki með á þessu móti. Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í úrvalsliðið á Evrópumótinu í Serbíu í gær en enginn spilaði betur í mótinu af vinstri hornamönnum að mati sérfræðinga evrópska sambandsins. Þetta er fjórða stórmót íslenska landsliðsins í röð þar sem Ísland á fulltrúa í úrvalsliði og alls hafa sex íslenskir leikmenn þótt skara framúr á þessum fjórum mótum. „Ég get ekki sagt að ég hafi verið hoppandi heljarstökk. Þetta er auðvitað skemmtileg viðurkenning en það er alltaf erfitt að veita einstaklingsverðlaun í hópíþrótt," sagði Guðjón Valur hógværðin uppmáluð og bætti við: „Maður fær þessi verðlaun út á liðsfélagana. Maður er ekki að gera hlutina sjálfur inni á vellinum heldur þarf margar hendur til að skora mörk. Meira en 90 prósent af þessu er þökk sé liðsfélögunum." Guðjón Valur tók við fyrirliðabandinu í forföllum Ólafs Stefánssonar á EM í Serbíu og skilaði sínu hlutverki frábærlega. Hann skoraði 41 mark í sex leikjum eða 6,8 mörk að meðaltali í leik. Þetta er hæsta meðalskor íslensks leikmanns á stórmóti síðan Ólafur Stefánsson skoraði 8,3 mörk að meðaltali á EM í Sviss 2006. Íslenskir leikmenn hafa verið í sérflokki á síðustu stórmótum ef marka má val á úrvalsliðum mótanna. Hér er undanskilið heimsmeistaramótið í Króatíu 2009 en íslenska liðið var ekki með á því móti. Guðjón Valur var einnig valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna í Peking ásamt þeim Snorra Stein Guðjónssyni og Ólafi Stefánssyni. Ólafur var valinn í úrvalslið Evrópumótsins í Austurríki en hann var einnig valinn í úrvalsliðið á Evrópumótunum í Sviss 2006 og í Svíþjóð 2002. Alexander Petersson var valinn í úrvalslið Heimsmeistaramótsins í Svíþjóð í fyrra þegar íslenska liðið náði sjötta sætinu. Það setur árangur íslenska liðsins á EM í Serbíu í smá samhengi að Guðjón Valur var sá eini af fyrrnefndum leikmönnum sem lék með liðinu í milliriðlinum. Alexander gat ekki leikið með í síðustu þremur leikjunum vegna meiðsla og Ólafur og Snorri Steinn voru ekki með á þessu móti.
Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira