Samstarf

GT 86 er hugarfóstur nýs forstjóra Toyota

Nýr sportbíll sem nefnist GT 86 er væntanlegur í sumar. Hann er hugarfóstur hins nýja forstjóra Toyota sem hefur ástríðu fyrir bílum, enda er einn þeirra sem stofnaði Toyota forfaðir hans.

Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, segir um skemmtilegan akstursbíl að ræða. „GT 86 er fallegur bíll og skemmtilegur. Svona sportbíl hefur vantað hjá Toyota undanfarin ár enda finn ég að bílaáhugamenn eru spenntir fyrir honum,“ segir hann.

Spurður hvort GT 86 sé sparneytnari en aðrir sportbílar svarar Páll: „Ég hef ekki heyrt eyðslutölur fyrir hann. „En menn eru alltaf með þá pressu á sér að búa til sparneytna bíla og umhverfisvæna, meira að segja í sportbílunum,“ segir Páll. „Það eru miklar kröfur um það.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×