Viðskipti innlent

Neysla á kindakjöti aldrei verið minni á Íslandi

Neysla á kindakjöti hér á landi var að jafnaði 18,8 kíló á hvern íbúa í fyrra, en það er minnsta neysla frá því að Hagstofan hóf að safna slíkum gögnum árið 1983. Til gamans má geta þess að árið 1983 var neysla á kindakjöti 45,3 kíló á hvern íbúa.

Þetta kemur fram í Landshögum, hagtöluárbók Hagstofunnar. Þar segir að árið 2007 varð neysla alifuglakjöts í fyrsta sinn meiri en neysla kindakjöts. Í fyrra var neysla á alifuglakjöti að meðaltali 24,2 kíló á hvern íbúa.

Af öðrum upplýsingum sem eru í Landshögum má nefna að 95% afplánunarfanga eru karlar og meðalævilengd íslenskra kvenna árið 2011 var 83,6 ár

Þá kemur fram að rúmlega 3.000 manns bjuggu á stofnunum með vistrými fyrir aldraða árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×