Kópavogsbær samþykkir framsal á lóðum Sunnuhlíðar Magnús Halldórsson skrifar 15. nóvember 2012 12:15 Úr Kópavogi. Bæjarráð Kópavogsbæjar samþykkti í morgun framsal á fjórum lóðum Sunnuhlíðar á Kópavogstúni til verktakafyrirtækisins Jáverks. Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð ætlaði sér að byggja upp á lóðunum en fyrirhugaðar framkvæmdir komust í uppnám við efnahagshrunið. Sjálfseignarstofnunin Sunnuhlíð, sem er hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Kópavogi, hefur glímt við fjárhagsvanda allt frá efnahagshruninu haustið 2008, en þá komust uppbyggingaráform heimilisins á fjórum lóðum á Kópavogstúni í uppnám. Í lok árs 2011 námu skuldir Sunnuhlíðar vegna lóðakaupanna á Kópavogstúni ríflega 600 milljónum króna, og eru þær við Landsbankann. Unnið hefur verið að samkomulagi um uppgjör á skuldinni við bankann á þessu ári, að því er Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar, upplýsti um samkomulagið í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Það samkomulag gerir ráð fyrir að Sunnuhlíð losni alfarið undan skuldunum við Landsbankann, með því að framselja lóðirnar, sem Landsbankinn átt veð í, til verktakafyrirtækisins Jáverks, sem hyggst byggja upp sambærilega starfsemi og Sunnuhlíð ætlaði að byggja upp, á svæðinu. Samkvæmt minnisblaði sem Pálmi Másson bæjarlögmaður og Ingólfur Arnarsson fjármálastjóri Kópavogs unnu fyrir bæjarstjórn um málið, kemur fram að Kópavogsbær þurfi að taka afstöðu til málsins, en til að raska ekki ákvörðunum um álögð gjöld, þá þurfi að byggjast upp sérhæfð notkun á lóðunum, sambærileg þeirri sem Sunnuhlíð ætlaði út í. Bæjarstjórn vísaði erindinu um framsalið á lóðunum til bæjarráðs, sem samþykkti á tólfta tímanum í morgun að framselja lóðirnar til Jáverks, og bjarga þannig Sunnuhlíð frá fjárhagshremmingum. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Upphrópanir um bónusa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Bæjarráð Kópavogsbæjar samþykkti í morgun framsal á fjórum lóðum Sunnuhlíðar á Kópavogstúni til verktakafyrirtækisins Jáverks. Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð ætlaði sér að byggja upp á lóðunum en fyrirhugaðar framkvæmdir komust í uppnám við efnahagshrunið. Sjálfseignarstofnunin Sunnuhlíð, sem er hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Kópavogi, hefur glímt við fjárhagsvanda allt frá efnahagshruninu haustið 2008, en þá komust uppbyggingaráform heimilisins á fjórum lóðum á Kópavogstúni í uppnám. Í lok árs 2011 námu skuldir Sunnuhlíðar vegna lóðakaupanna á Kópavogstúni ríflega 600 milljónum króna, og eru þær við Landsbankann. Unnið hefur verið að samkomulagi um uppgjör á skuldinni við bankann á þessu ári, að því er Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar, upplýsti um samkomulagið í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Það samkomulag gerir ráð fyrir að Sunnuhlíð losni alfarið undan skuldunum við Landsbankann, með því að framselja lóðirnar, sem Landsbankinn átt veð í, til verktakafyrirtækisins Jáverks, sem hyggst byggja upp sambærilega starfsemi og Sunnuhlíð ætlaði að byggja upp, á svæðinu. Samkvæmt minnisblaði sem Pálmi Másson bæjarlögmaður og Ingólfur Arnarsson fjármálastjóri Kópavogs unnu fyrir bæjarstjórn um málið, kemur fram að Kópavogsbær þurfi að taka afstöðu til málsins, en til að raska ekki ákvörðunum um álögð gjöld, þá þurfi að byggjast upp sérhæfð notkun á lóðunum, sambærileg þeirri sem Sunnuhlíð ætlaði út í. Bæjarstjórn vísaði erindinu um framsalið á lóðunum til bæjarráðs, sem samþykkti á tólfta tímanum í morgun að framselja lóðirnar til Jáverks, og bjarga þannig Sunnuhlíð frá fjárhagshremmingum.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Upphrópanir um bónusa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira