Viðskipti innlent

Hagstofan: Hagvöxtur verði 2,6 prósent á þessu ári

Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands er m.a. gert ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,6% á þessu ári og 2,5% 2013. Hagstofan hefur í dag gefið út þjóðhagsspá á vori í ritröð sinni, Hagtíðundum. Spáin nær til áranna 2012 til 2017. „Vöxt landsframleiðslu má rekja til aukinnar einkaneyslu og fjárfestingar. Samneysla stendur hins vegar því sem næst í stað þar til hún vex lítillega 2015,"segir í tilkynningu Hagstofunnar vegna þessa.

Þó að verðbólga hafi aukist nokkuð síðustu mánuði hefur kaupmáttur launa vaxið frá síðasta vori, sem styður áframhaldandi vöxt einkaneyslu. Fjárfestingar hafa einnig tekið við sér þó að heildarfjárfesting þurfi að aukast talsvert á næstu árum til að ná sögulegu stigi, segir í tilkynningu Hagstofunnar.

Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 24. nóvember síðastliðinn og er ráðgert að gefa út næstu spá í lok júní 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×