Lífeyrissjóðirnir telja að fjárfestingarkostum fjölgi Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 11. janúar 2012 15:00 Ríkisskuldabréf verða líklega áfram fyrirferðarmikil í fjárfestingum lífeyrissjóða á árinu 2012. Sjóðirnir telja þó líklegt að fjárfestingarmöguleikum fjölgi á árinu. Greiningaraðilar telja að krafa á ríkisbréf lækki vegna minni fjárþarfar ríkissjóðs en lítið breyttrar eftirspurnar.Árin frá hruni hafa verið gjöful á skuldabréfamarkaði. Til marks um það hefur ríkisskuldabréfavísitala ráðgjafar- og fjárfestingarfyrirtækisins Gamma rúmlega tvöfaldast frá upphafi árs 2008. Það jafngildir meðalraunávöxtun upp á 11,3 prósent á ári frá byrjun 2008. Ein helsta ástæðan að baki þessari þróun eru fáir fjárfestingarkostir á Íslandi. Gjaldeyrishöft hafa gert það að verkum að íslenskum fjárfestum, lífeyrissjóðum og bönkum er illmögulegt að fjárfesta erlendis. Auk þess lokuðust nokkrir fjármunir í eigu útlendinga inni í landinu þegar höftunum var komið á. Þegar haft er í huga að líf á bæði hlutabréfa- og húsnæðismarkaði hefur verið með minnsta móti frá hruni kemur ekki á óvart að eftirspurn eftir skuldabréfum hafi verið mikil. Með öðrum orðum þá er talsverð þörf eftir fjárfestingu til staðar í hagkerfinu og síðustu misseri hefur hún helst leitað á skuldabréfamarkaðinn enda fáir aðrir valmöguleikar í boði. Greiningardeildir og markaðsaðilar hafa á síðustu vikum spáð áframhaldandi lækkun á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði, en lækkun á kröfu þýðir að verð skuldabréfa hækkar. Byggir það mat fyrst og fremst á þeirri staðreynd að framboð nýrra ríkisskuldabréfa mun dragast saman á árinu 2012. Þá er metið sem svo að ekki sé útlit fyrir að eftirspurn minnki að ráði að öðru óbreyttu. Breytt staða hjá ríkissjóði Lánasýsla ríkisins, sem annast útgáfu fyrir ríkissjóð, hefur verið dugleg við útgáfu skuldabréfa eftir hrun til að fjármagna fjárlagahalla hins opinbera. Með bættri stöðu ríkisfjármálanna minnkar hins vegar þörfin fyrir nýja útgáfu. Í nýútkominni ársáætlun lánasýslunnar kemur fram að innlend lánsfjárþörf ríkissjóðs er áætluð 100 milljarðar króna á árinu 2012. Verður þörfinni mætt með útgáfu ríkisbréfa að fjárhæð 75 milljarðar og með lækkun innistæðna ríkissjóðs í Seðlabankanum að fjárhæð 25 milljarðar. Áætluð hrein útgáfa ríkisbréfa og ríkisvíxla er hins vegar einungis áætluð 8 milljarðar. Hrein útgáfa lánasýslunnar dregst því saman um sem nemur 50 milljörðum frá fyrra ári. Útgáfuáætlun Íbúðalánasjóðs fyrir árið er óvissari en áætlun lánasýslunnar. Hún er hins vegar áætluð 24 til 29 milljarðar króna að nafnvirði á árinu. Ríkisskuldabréf eru uppistaðan í íslenska skuldabréfamarkaðnum. Á árinu 2011 var velta með útgáfur ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs rúmlega 99 prósent af heildarveltu í Kauphöllinni. Minna framboð nýrra ríkisskuldabréfa mun því hafa talsverð áhrif á skuldabréfamarkaðinn og að öðru óbreyttu mun það valda lækkun á ávöxtunarkröfu. Hver verða viðbrögð lífeyrissjóðanna? Lítil útgáfa ríkisbréfa á árinu 2012 veldur lífeyrissjóðum landsins nokkrum vandræðum. Sjóðirnir hafa fjárfest fyrir hundruð milljarða í nýjum ríkisbréfum frá hruni. Hlutfall ríkistryggðra eigna sjóðanna hefur þannig aukist úr 24 prósentum í september árið 2008 í 47 prósent í lok nóvember. Eru lífeyrissjóðirnir nú eigendur 21,8 prósenta allra ríkisbréfa og hafa því mikið að segja á markaðnum. Þá fara lífeyrissjóðirnir vitaskuld ört stækkandi þar sem talsvert fleiri borga inn í sjóðina um hver mánaðamót en fá greitt úr þeim. Metur greiningardeild Íslandsbanka þannig fjárfestingarþörf sjóðanna um 100 milljarða króna á árinu 2012. Nettó fjárfestingar þeirra í ríkistryggðum bréfum gætu því numið um 40 milljörðum, að mati deildarinnar. Markaðurinn hefur síðustu daga heyrt hljóðið í lífeyrissjóðum landsins með það fyrir augum að fá þeirra viðbrögð við þessum vangaveltum. Er það mat sjóðanna að ríkisbréf verði áfram fyrirferðarmikil í fjárfestingum þeirra en einnig er stefnt að því auka hlutfall hlutabréfa í eignasöfnum sjóðanna. Eru því talsverðar vonir bundnar við nýskráningar á hlutabréfamarkaði á árinu. Þá finnst sumum sem greiningaraðil ar leggi of litla áherslu á aðra fjárfestingarkosti en ríkisbréf sem líklegir séu til að bjóðast á árinu. "Það er auðvitað vitað að fjárfestingarmöguleikar lífeyrissjóðanna eru mjög takmarkaðir og þeir möguleikar sem hafa verið til staðar síðastliðin þrjú ár hafa ekki síst falist í bréfum með ríkisábyrgð. Nú fer framboð á þeim pappírum minnkandi og það er vissulega áhyggjuefni fyrir lífeyrissjóðina sem þarf að bregðast við," segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, en bætir því við hann eigi von á að fjárfestingartækifæri skapist í tengslum við nýskráningar á hlutabréfamarkaði á árinu auk þess sem hann útilokar ekki að einhver tækifæri bjóðist í tengslum við samstarf á milli ríkis og lífeyrissjóða. Loks segir Haukur að fá fjárfestingartækifæri geri sjóðunum erfiðara fyrir að ná markmiðum sínum um ávöxtun. Annar sjóðstjóri sem Markaðurinn ræddi við tók í svipaðan streng. Sagði ríkispappíra trúlega verða fyrirferðarmikla í fjárfestingum sjóðs síns og þá væri stefnt að því að hækka hið sögulega lága hlutfall hlutabréfa af eignasafni hans. Þá sagðist hann telja ólíklegt að ráðist yrði í miklar nýfjárfestingar á verðtryggðum ríkisbréfum. Lífeyrissjóðirnir hafi verið að fjárfesta meira í óverðtryggðu flokkunum, sér í lagi þeim lengri, og það sé líklegt til að halda áfram. Þriðji sjóðstjórinn sem Markaðurinn ræddi við sagði vanda lífeyrissjóðanna þó ýktan. "Við höfum ekki haft miklar áhyggjur af þessu í sjálfu sér. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess hve hátt hlutfall ríkistryggðra bréfa er orðið hjá okkur. Það er ekki markmið hjá okkur að bæta við okkur ríkisbréfum heldur þvert á móti." Þá segir hann að þær greiningar sem hafi verið birtar undanfarið hafi gjarnan einblínt á lánasýslu ríkisins en í sumum tilfellum sleppt því að horfa á aðra fjárfestingarkosti sem kunna að bjóðast. Má þar meðal annars nefna 18 milljarða útboð á bréfum til endurfjármögnunar sambankaláns vegna byggingar Hörpu sem ráðist verður í á næstunni. Þá segir hann geta hentað ákveðnum aðilum að láta eins og lífeyrissjóðirnir muni keyra kröfuna á skuldabréfamarkaði niður á árinu en svo þurfi ekki að vera. Lykilspurningin sé hvort raunhæft sé fyrir lífeyrissjóðina að lækka hlutfall ríkisbréfa í eignasafni sínu á árinu og þá þurfi að líta til allra fjárfestingarkosta sem kunni að verða í boði. Loks er það mat hans að þeir kostir séu fleiri en oft eru taldir upp. Kröfulækkun í kortunum að mati greiningaraðila Á mánudag fjallaði Fréttablaðið um mat sérfræðinga Júpíters, rekstrarfélags verðbréfasjóðs í eigu MP banka. Í fréttabréfi sjóðsins frá því í síðustu viku kom fram að boðuð skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs nægði ekki til að fullnægja fjárfestingarþörf lífeyrissjóðakerfisins. Því sé líklegt að ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði lækki á næstunni. Þá kom fram í fréttabréfinu að þótt væntar nýskráningar á hlutabréfamarkaði hjálpi, dugi þær ekki til svo að lífeyrissjóðirnir geti minnkað hlutfall eigna sinna í ríkisskuldabréfum að einhverju ráði. Greiningardeild Íslandsbanka fjallaði einnig nýverið um horfur á skuldabréfamarkaði en 19. desember gaf deildin út spá um þróun markaðarins næstu misseri. Býst greiningardeildin við því að krafa á lengri ríkisbréfaflokka lækki talsvert á árinu, sér í lagi á fyrri hluta ársins. Ástæðan sé sú að framboðið verði hóflegt en eftirspurnin áfram talsverð. Þá sé framboð á öðrum langtíma óverðtryggðum fjárfestingarkostum lítið. Greiningardeildin telur hins vegar að krafa á stystu flokka ríkisbréfa muni hækka samfara næstu skrefum í afléttingu gjaldeyrishafta. Loks spáir hún lækkandi kröfu á íbúðabréf en þó mismikilli. Það er þó ekki þar með sagt að þróun skuldabréfamarkaðarins á árinu liggi ljós fyrir. Ákveðnir þættir vinna gegn mögulegri kröfulækkun. Þannig má nefna að verðbólguhorfur versnuðu talsvert á seinni hluta árs 2011 auk þess sem hagvöxtur varð meiri en búist hafði verið við. Verði áfram þrýstingur á verðbólgu og hagvöxtur kröftugur kann að vera að vextir hækki fyrr en búist er við sem myndi leiða til hækkandi kröfu á markaðnum. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Ríkisskuldabréf verða líklega áfram fyrirferðarmikil í fjárfestingum lífeyrissjóða á árinu 2012. Sjóðirnir telja þó líklegt að fjárfestingarmöguleikum fjölgi á árinu. Greiningaraðilar telja að krafa á ríkisbréf lækki vegna minni fjárþarfar ríkissjóðs en lítið breyttrar eftirspurnar.Árin frá hruni hafa verið gjöful á skuldabréfamarkaði. Til marks um það hefur ríkisskuldabréfavísitala ráðgjafar- og fjárfestingarfyrirtækisins Gamma rúmlega tvöfaldast frá upphafi árs 2008. Það jafngildir meðalraunávöxtun upp á 11,3 prósent á ári frá byrjun 2008. Ein helsta ástæðan að baki þessari þróun eru fáir fjárfestingarkostir á Íslandi. Gjaldeyrishöft hafa gert það að verkum að íslenskum fjárfestum, lífeyrissjóðum og bönkum er illmögulegt að fjárfesta erlendis. Auk þess lokuðust nokkrir fjármunir í eigu útlendinga inni í landinu þegar höftunum var komið á. Þegar haft er í huga að líf á bæði hlutabréfa- og húsnæðismarkaði hefur verið með minnsta móti frá hruni kemur ekki á óvart að eftirspurn eftir skuldabréfum hafi verið mikil. Með öðrum orðum þá er talsverð þörf eftir fjárfestingu til staðar í hagkerfinu og síðustu misseri hefur hún helst leitað á skuldabréfamarkaðinn enda fáir aðrir valmöguleikar í boði. Greiningardeildir og markaðsaðilar hafa á síðustu vikum spáð áframhaldandi lækkun á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði, en lækkun á kröfu þýðir að verð skuldabréfa hækkar. Byggir það mat fyrst og fremst á þeirri staðreynd að framboð nýrra ríkisskuldabréfa mun dragast saman á árinu 2012. Þá er metið sem svo að ekki sé útlit fyrir að eftirspurn minnki að ráði að öðru óbreyttu. Breytt staða hjá ríkissjóði Lánasýsla ríkisins, sem annast útgáfu fyrir ríkissjóð, hefur verið dugleg við útgáfu skuldabréfa eftir hrun til að fjármagna fjárlagahalla hins opinbera. Með bættri stöðu ríkisfjármálanna minnkar hins vegar þörfin fyrir nýja útgáfu. Í nýútkominni ársáætlun lánasýslunnar kemur fram að innlend lánsfjárþörf ríkissjóðs er áætluð 100 milljarðar króna á árinu 2012. Verður þörfinni mætt með útgáfu ríkisbréfa að fjárhæð 75 milljarðar og með lækkun innistæðna ríkissjóðs í Seðlabankanum að fjárhæð 25 milljarðar. Áætluð hrein útgáfa ríkisbréfa og ríkisvíxla er hins vegar einungis áætluð 8 milljarðar. Hrein útgáfa lánasýslunnar dregst því saman um sem nemur 50 milljörðum frá fyrra ári. Útgáfuáætlun Íbúðalánasjóðs fyrir árið er óvissari en áætlun lánasýslunnar. Hún er hins vegar áætluð 24 til 29 milljarðar króna að nafnvirði á árinu. Ríkisskuldabréf eru uppistaðan í íslenska skuldabréfamarkaðnum. Á árinu 2011 var velta með útgáfur ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs rúmlega 99 prósent af heildarveltu í Kauphöllinni. Minna framboð nýrra ríkisskuldabréfa mun því hafa talsverð áhrif á skuldabréfamarkaðinn og að öðru óbreyttu mun það valda lækkun á ávöxtunarkröfu. Hver verða viðbrögð lífeyrissjóðanna? Lítil útgáfa ríkisbréfa á árinu 2012 veldur lífeyrissjóðum landsins nokkrum vandræðum. Sjóðirnir hafa fjárfest fyrir hundruð milljarða í nýjum ríkisbréfum frá hruni. Hlutfall ríkistryggðra eigna sjóðanna hefur þannig aukist úr 24 prósentum í september árið 2008 í 47 prósent í lok nóvember. Eru lífeyrissjóðirnir nú eigendur 21,8 prósenta allra ríkisbréfa og hafa því mikið að segja á markaðnum. Þá fara lífeyrissjóðirnir vitaskuld ört stækkandi þar sem talsvert fleiri borga inn í sjóðina um hver mánaðamót en fá greitt úr þeim. Metur greiningardeild Íslandsbanka þannig fjárfestingarþörf sjóðanna um 100 milljarða króna á árinu 2012. Nettó fjárfestingar þeirra í ríkistryggðum bréfum gætu því numið um 40 milljörðum, að mati deildarinnar. Markaðurinn hefur síðustu daga heyrt hljóðið í lífeyrissjóðum landsins með það fyrir augum að fá þeirra viðbrögð við þessum vangaveltum. Er það mat sjóðanna að ríkisbréf verði áfram fyrirferðarmikil í fjárfestingum þeirra en einnig er stefnt að því auka hlutfall hlutabréfa í eignasöfnum sjóðanna. Eru því talsverðar vonir bundnar við nýskráningar á hlutabréfamarkaði á árinu. Þá finnst sumum sem greiningaraðil ar leggi of litla áherslu á aðra fjárfestingarkosti en ríkisbréf sem líklegir séu til að bjóðast á árinu. "Það er auðvitað vitað að fjárfestingarmöguleikar lífeyrissjóðanna eru mjög takmarkaðir og þeir möguleikar sem hafa verið til staðar síðastliðin þrjú ár hafa ekki síst falist í bréfum með ríkisábyrgð. Nú fer framboð á þeim pappírum minnkandi og það er vissulega áhyggjuefni fyrir lífeyrissjóðina sem þarf að bregðast við," segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, en bætir því við hann eigi von á að fjárfestingartækifæri skapist í tengslum við nýskráningar á hlutabréfamarkaði á árinu auk þess sem hann útilokar ekki að einhver tækifæri bjóðist í tengslum við samstarf á milli ríkis og lífeyrissjóða. Loks segir Haukur að fá fjárfestingartækifæri geri sjóðunum erfiðara fyrir að ná markmiðum sínum um ávöxtun. Annar sjóðstjóri sem Markaðurinn ræddi við tók í svipaðan streng. Sagði ríkispappíra trúlega verða fyrirferðarmikla í fjárfestingum sjóðs síns og þá væri stefnt að því að hækka hið sögulega lága hlutfall hlutabréfa af eignasafni hans. Þá sagðist hann telja ólíklegt að ráðist yrði í miklar nýfjárfestingar á verðtryggðum ríkisbréfum. Lífeyrissjóðirnir hafi verið að fjárfesta meira í óverðtryggðu flokkunum, sér í lagi þeim lengri, og það sé líklegt til að halda áfram. Þriðji sjóðstjórinn sem Markaðurinn ræddi við sagði vanda lífeyrissjóðanna þó ýktan. "Við höfum ekki haft miklar áhyggjur af þessu í sjálfu sér. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess hve hátt hlutfall ríkistryggðra bréfa er orðið hjá okkur. Það er ekki markmið hjá okkur að bæta við okkur ríkisbréfum heldur þvert á móti." Þá segir hann að þær greiningar sem hafi verið birtar undanfarið hafi gjarnan einblínt á lánasýslu ríkisins en í sumum tilfellum sleppt því að horfa á aðra fjárfestingarkosti sem kunna að bjóðast. Má þar meðal annars nefna 18 milljarða útboð á bréfum til endurfjármögnunar sambankaláns vegna byggingar Hörpu sem ráðist verður í á næstunni. Þá segir hann geta hentað ákveðnum aðilum að láta eins og lífeyrissjóðirnir muni keyra kröfuna á skuldabréfamarkaði niður á árinu en svo þurfi ekki að vera. Lykilspurningin sé hvort raunhæft sé fyrir lífeyrissjóðina að lækka hlutfall ríkisbréfa í eignasafni sínu á árinu og þá þurfi að líta til allra fjárfestingarkosta sem kunni að verða í boði. Loks er það mat hans að þeir kostir séu fleiri en oft eru taldir upp. Kröfulækkun í kortunum að mati greiningaraðila Á mánudag fjallaði Fréttablaðið um mat sérfræðinga Júpíters, rekstrarfélags verðbréfasjóðs í eigu MP banka. Í fréttabréfi sjóðsins frá því í síðustu viku kom fram að boðuð skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs nægði ekki til að fullnægja fjárfestingarþörf lífeyrissjóðakerfisins. Því sé líklegt að ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði lækki á næstunni. Þá kom fram í fréttabréfinu að þótt væntar nýskráningar á hlutabréfamarkaði hjálpi, dugi þær ekki til svo að lífeyrissjóðirnir geti minnkað hlutfall eigna sinna í ríkisskuldabréfum að einhverju ráði. Greiningardeild Íslandsbanka fjallaði einnig nýverið um horfur á skuldabréfamarkaði en 19. desember gaf deildin út spá um þróun markaðarins næstu misseri. Býst greiningardeildin við því að krafa á lengri ríkisbréfaflokka lækki talsvert á árinu, sér í lagi á fyrri hluta ársins. Ástæðan sé sú að framboðið verði hóflegt en eftirspurnin áfram talsverð. Þá sé framboð á öðrum langtíma óverðtryggðum fjárfestingarkostum lítið. Greiningardeildin telur hins vegar að krafa á stystu flokka ríkisbréfa muni hækka samfara næstu skrefum í afléttingu gjaldeyrishafta. Loks spáir hún lækkandi kröfu á íbúðabréf en þó mismikilli. Það er þó ekki þar með sagt að þróun skuldabréfamarkaðarins á árinu liggi ljós fyrir. Ákveðnir þættir vinna gegn mögulegri kröfulækkun. Þannig má nefna að verðbólguhorfur versnuðu talsvert á seinni hluta árs 2011 auk þess sem hagvöxtur varð meiri en búist hafði verið við. Verði áfram þrýstingur á verðbólgu og hagvöxtur kröftugur kann að vera að vextir hækki fyrr en búist er við sem myndi leiða til hækkandi kröfu á markaðnum.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira