Viðskipti innlent

Álið meira unnið hér á landi í framtíðinni

Líklegt er að frekari fullvinnsla á áli muni eiga sér stað á Íslandi í framtíðinni en verið hefur, segir Þorsteinn Víglundsson hjá Samáls, samtökum fyrirtækja í áliðnaði. Hann segir að síðustu fimm sex árin hafi menn sífellt verið að taka álvinnsluna lengra og gera hana verðmeiri.

„Við erum að framleiða mun meira af áli nú en við vorum að gera fyrir fimm eða sex árum síðan. Það eykur strax líkurnar á því að hingað séu einhverjir tilbúnir til að koma og hefja frekari fullvinnslu," sagði Þorsteinn í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Þorsteinn segir þó að þær vörur sem framleiddar eru hér þurfi að vera flutningsvænar. Einnig megi framleiðslan ekki vera mjög mannaflsfrek því Íslendingar séu fáir. „En það er ekkert sem bendir til þess að samkeppnisstaða Íslands sem eitthvað lakari en gerist og gengur í Evrópu," segir Þorsteinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×