Fyrrverandi bankastjóri telur sig eiga inni yfir 100 milljónir Magnús Halldórsson skrifar 26. mars 2012 20:00 Ragnar Önundarson var eitt sinn bankastjóri Íslandsbanka. Ragnar Önundarson telur sig eiga inni yfir 100 milljónir króna hjá Eftirlaunasjóði starfsmanna Glitnis, en skuldbindingar sjóðsins voru færðar til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda eftir hrun bankans. Málið er að öllum líkindum á leið fyrir dómstóla. Með bréfi 27. janúar 2009 tilkynnti Fjármálaeftirlitið um að Eftirlaunasjóður starfsmanna Glitnis uppfyllti ekki skilyrði laga til að hafa starfsleyfi sem lífeyrissjóður. Annars vegar var það vegna þess að fjöldi greiðenda í sjóðinn var ekki nægilegur og hins vegar þar sem bakábyrgð Glitnis á sjóðnum féll niður við fall bankans. Af þessum ástæðum fól FME stjórn sjóðsins að koma honum í skjól, og var hann í framhaldi færður til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Sjóðfélagar fengu bréf 27. september 2010 þar sem þeim var tilkynnt um að sameiningin við söfnunarsjóðinn væri um garð gengin, en tekið var fram sérstaklega að vegna framkominnar kröfu eins sjóðfélaga um aukin lífeyrisréttindi, og til að mæta ófyrirséðum leiðréttingum, þótti rétt að leggja 150 milljónir til hliðar í varasjóð. Eignir sjóðsins voru um 600 milljónum umfram skuldbindingar miðað við stöðuna í lok árs 2009. Þessi krafa er frá Ragnari Önundarsyni, fyrrum bankastjóra Íslandsbanka og ráðgjafa. Ragnar vildi ekki koma fram í viðtali vegna þessa, en staðfesti að hann teldi sig eiga frekari réttindi hjá Eftirlaunasjóðnum. Það byggir hann á ráðgjöf frá tryggingastærðfræðingum og endurskoðanda, en þessi krafa hefur ekki verið samþykkt og hefur henni m.a. verið vísað frá gerðardómi á fyrri stigum. Tekið er sérstaklega fram í bréfinu til sjóðfélaga að ef yrði afgangur í varasjóðnum, eftir uppgjör vegna útistandandi mála verður honum útdeilt á séreignareikning sjóðfélaga Eftirlaunasjóðsins. Áunnin réttindi sjóðfélaga skerðast hins vegar ekki, jafnvel þó málin fari svo að lokum að Ragnar fái sitt fram. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Ragnar Önundarson telur sig eiga inni yfir 100 milljónir króna hjá Eftirlaunasjóði starfsmanna Glitnis, en skuldbindingar sjóðsins voru færðar til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda eftir hrun bankans. Málið er að öllum líkindum á leið fyrir dómstóla. Með bréfi 27. janúar 2009 tilkynnti Fjármálaeftirlitið um að Eftirlaunasjóður starfsmanna Glitnis uppfyllti ekki skilyrði laga til að hafa starfsleyfi sem lífeyrissjóður. Annars vegar var það vegna þess að fjöldi greiðenda í sjóðinn var ekki nægilegur og hins vegar þar sem bakábyrgð Glitnis á sjóðnum féll niður við fall bankans. Af þessum ástæðum fól FME stjórn sjóðsins að koma honum í skjól, og var hann í framhaldi færður til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Sjóðfélagar fengu bréf 27. september 2010 þar sem þeim var tilkynnt um að sameiningin við söfnunarsjóðinn væri um garð gengin, en tekið var fram sérstaklega að vegna framkominnar kröfu eins sjóðfélaga um aukin lífeyrisréttindi, og til að mæta ófyrirséðum leiðréttingum, þótti rétt að leggja 150 milljónir til hliðar í varasjóð. Eignir sjóðsins voru um 600 milljónum umfram skuldbindingar miðað við stöðuna í lok árs 2009. Þessi krafa er frá Ragnari Önundarsyni, fyrrum bankastjóra Íslandsbanka og ráðgjafa. Ragnar vildi ekki koma fram í viðtali vegna þessa, en staðfesti að hann teldi sig eiga frekari réttindi hjá Eftirlaunasjóðnum. Það byggir hann á ráðgjöf frá tryggingastærðfræðingum og endurskoðanda, en þessi krafa hefur ekki verið samþykkt og hefur henni m.a. verið vísað frá gerðardómi á fyrri stigum. Tekið er sérstaklega fram í bréfinu til sjóðfélaga að ef yrði afgangur í varasjóðnum, eftir uppgjör vegna útistandandi mála verður honum útdeilt á séreignareikning sjóðfélaga Eftirlaunasjóðsins. Áunnin réttindi sjóðfélaga skerðast hins vegar ekki, jafnvel þó málin fari svo að lokum að Ragnar fái sitt fram.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira