Viðskipti innlent

Hlutfallslega tvöfalt fleiri bankastarfsmenn hérlendis

Íslenskir bankastarfsmenn eru hlutfallslega tvöfalt fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Þannig eru um 100 íbúar á Íslandi að baki hverjum bankastarfsmenni en á hinum Norðurlöndunum er fjöldinn um 200 manns.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu efnahags- og viðskiptaráðherra en skýrslan fjallar um framtíðarskipun fjármálakerfisins.

Í skýrslunni segir að íslenska banka- og sparisjóða kerfið sé dýrt og bindi mikla starfskrafta. Þannig er bent á að hérlendis séu um 2.500 íbúar á hvert útibú en á hinum Norðurlöndunum er fjöldinn um 4.000 manns á hvert útibú.

Í skýrslunni segir að uppstokkun í íslensku bankakerfi í kjölfar kreppunnar ætti að gefa kost á því að ná hér aukinni hagkvæmni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×