Tækifæri Íslands nánast óþrjótandi 15. febrúar 2012 14:03 Tómas Már Sigurðsson setti viðskiptaþing í dag. mynd/ GVA. Tækifæri Íslendinga eru nánast óþrjótandi, sagði Tómas Már Sigurðsson, fráfarandi formaður Viðskiptaráðs, á Viðskiptaþingi í dag. Hann sagði að hugsunarháttur og tíðarandi hefði mikil áhrif. Á árunum fyrir hrun hafi slegið út í öfgar bjartsýni og kapps, en umræðan á undanförnum árum hafi verið of neikvæð og niðurrifskennd. Þótt uppgjör við liðna tíð væri mikilvægt væri lærdómur hrunsins enn mikilvægari og það hvernig tekst að nýta hann til að bæta samfélagið, leikreglur þess og grunngerð. „Til þess að við getum nýtt þessi tækifæri þá skiptir öllu að atvinnulífið, verkalýðsfélögin og stjórnvöld vinni markvisst saman. Það samstarf þarf að snúa að því að gera allt sem mögulegt er til að auðvelda atvinnulífinu að þroskast og dafna og búa þannig til fleiri störf, greiða hærri laun og auka þannig lífskjör þjóðarinnar allrar. Þetta eru hinir sameiginlegu hagsmunir sem allir eiga að geta verið sammála um." sagði Tómas. Í þessu ljósi hefði Viðskiptaráð lagt höfuðáherslu á tvennt undanfarin ár, að fara vel yfir störf sín í aðdraganda hrunsins og í framhaldinu leggja fram málefnalegar tillögur um hvað betur má fara og til hvaða aðgerða þarf að grípa til að leysa þau efnahagsvandamál sem við blasa. Sagði Tómas að innan stjórnkerfisins hafi verið amast út í gagnrýni Viðskiptaráðs og að skilaboðin þaðan væru iðulega að ráðið ætti ekkert með það að gera að gagnrýna stjórnvöld. „Slíkur málatilbúnaður er bæði fráleitur og hættulegur. Hann er fráleitur vegna þess að það er skylda okkar allra að leggja allt það til sem við best kunnum og trúum að geti verið til framfara fyrir þjóðina. Fordómalausar umræður og yfirvegaðar rökræður eiga síðan að skera úr um hver stefnan á að verða. En málatilbúnaðurinn er líka hættulegur því hann er krafa um þöggun, krafa um þeir sem gerst þekkja til í atvinnulífi landsmanna segi ekki skoðun sína og veiti ekki gagnrýnið og málefnalegt aðhald á mikilvægum tímum í sögu þjóðarinnar. Að auki er rétt að nefna, að Viðskiptaráð hefur ávallt verið gagnrýnið á stjórnvöld, óháð hver þau eru hverju sinni, ef stjórn efnahagsmála er á skjön við hagsmuni atvinnulífs og hagsmuni samfélagsins í heild." sagði Tómas. Þá minnti Tómas á að hagsmunirnir af bættu starfsumhverfi atvinnulífs væru sameiginlegir öllum,. Því þyrfti að ræða efnahags- og viðskiptamál af yfirvegun og skynsemi í stað skætings og pólitísks útúrsnúnings. Þó væri sjálfsagt að takast á um málefni en lyfta þyrfti umræðunni um efnahagsmál upp úr skotgröfum undanfarinna missera. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Tækifæri Íslendinga eru nánast óþrjótandi, sagði Tómas Már Sigurðsson, fráfarandi formaður Viðskiptaráðs, á Viðskiptaþingi í dag. Hann sagði að hugsunarháttur og tíðarandi hefði mikil áhrif. Á árunum fyrir hrun hafi slegið út í öfgar bjartsýni og kapps, en umræðan á undanförnum árum hafi verið of neikvæð og niðurrifskennd. Þótt uppgjör við liðna tíð væri mikilvægt væri lærdómur hrunsins enn mikilvægari og það hvernig tekst að nýta hann til að bæta samfélagið, leikreglur þess og grunngerð. „Til þess að við getum nýtt þessi tækifæri þá skiptir öllu að atvinnulífið, verkalýðsfélögin og stjórnvöld vinni markvisst saman. Það samstarf þarf að snúa að því að gera allt sem mögulegt er til að auðvelda atvinnulífinu að þroskast og dafna og búa þannig til fleiri störf, greiða hærri laun og auka þannig lífskjör þjóðarinnar allrar. Þetta eru hinir sameiginlegu hagsmunir sem allir eiga að geta verið sammála um." sagði Tómas. Í þessu ljósi hefði Viðskiptaráð lagt höfuðáherslu á tvennt undanfarin ár, að fara vel yfir störf sín í aðdraganda hrunsins og í framhaldinu leggja fram málefnalegar tillögur um hvað betur má fara og til hvaða aðgerða þarf að grípa til að leysa þau efnahagsvandamál sem við blasa. Sagði Tómas að innan stjórnkerfisins hafi verið amast út í gagnrýni Viðskiptaráðs og að skilaboðin þaðan væru iðulega að ráðið ætti ekkert með það að gera að gagnrýna stjórnvöld. „Slíkur málatilbúnaður er bæði fráleitur og hættulegur. Hann er fráleitur vegna þess að það er skylda okkar allra að leggja allt það til sem við best kunnum og trúum að geti verið til framfara fyrir þjóðina. Fordómalausar umræður og yfirvegaðar rökræður eiga síðan að skera úr um hver stefnan á að verða. En málatilbúnaðurinn er líka hættulegur því hann er krafa um þöggun, krafa um þeir sem gerst þekkja til í atvinnulífi landsmanna segi ekki skoðun sína og veiti ekki gagnrýnið og málefnalegt aðhald á mikilvægum tímum í sögu þjóðarinnar. Að auki er rétt að nefna, að Viðskiptaráð hefur ávallt verið gagnrýnið á stjórnvöld, óháð hver þau eru hverju sinni, ef stjórn efnahagsmála er á skjön við hagsmuni atvinnulífs og hagsmuni samfélagsins í heild." sagði Tómas. Þá minnti Tómas á að hagsmunirnir af bættu starfsumhverfi atvinnulífs væru sameiginlegir öllum,. Því þyrfti að ræða efnahags- og viðskiptamál af yfirvegun og skynsemi í stað skætings og pólitísks útúrsnúnings. Þó væri sjálfsagt að takast á um málefni en lyfta þyrfti umræðunni um efnahagsmál upp úr skotgröfum undanfarinna missera.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira