Viðskipti innlent

Yfirfullur salur á Viðskiptaþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Salurinn á Hilton Nordica Hóteli var yfirfullur.
Salurinn á Hilton Nordica Hóteli var yfirfullur. mynd/ gva.
Það var yfirfullur salurinn á Hilton Nordica Hótel þegar Viðskiptaþing fór þar fram. Allir helstu forystumenn íslensks atvinnulífs voru þar saman komnir auk fjölda stjórnmálamanna.

Tómas Már Sigurðsson, fráfarandi formaður Viðskiptaráðs, setti þingið en hann var nýlega ráðinn í trúnaðarstöðu hjá Alcoa í Evrópu eftir að hafa gegnt stöðu forstjóra Alcoa á Íslandi um skeið.

Þá voru fimm menn heiðraðir fyrir þátttöku sína í íslensku atvinnulífi en það eru þeir Davíð Scheving Thorsteinsson, Haraldur Sveinsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Jóhann J. Ólafsson og Ragnar S. Halldórsson.

Gunnar V. Andrésson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis var staddur á Viðskiptaþingi og tók myndir sem hægt er að skoða með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×