Arion banki hefur frest til morgundagsins til þess að breyta skráningu á kennitölum við gjaldeyrisviðskipti ef fjárhæð þeirra er undir 1000 evrum. Bregðist bankinn ekki við þessu mun Persónuvernd leggja dagsektir á bankann vegna málsins. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem birtur var í dag.
Í úrskurðinum er vísað í fyrri úrskurð Persónuverndar frá síðasta sumri þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að bankanum hafi ekki verið heimilt að skrá kennitölu viðskiptavinar sem keypti gjaldeyri fyrir 60 evrur. Í þeim úrskurði var lagt að bankanum að hætta slíkri skráningu.
Í nýjum úrskurði Persónverndar segir að bankinn hafi ekki orðið við þessum tilmælum og því fær bankinn fresti til morgundagsins. Ellegar verða dagssektir lagðar á.
Arion banka hótað dagssektum
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent

Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Viðskipti erlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Um forvitna yfirmanninn
Atvinnulíf

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista
Viðskipti innlent

Kaffi heldur áfram að hækka í verði
Neytendur
