Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar 24. maí 2012 09:15 Mennirnir tveir störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara frá árinu 2009 til síðustu áramóta. Unnu þeir þó um tíma sem verktakar hjá embættinu fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Pjetur Tveir fyrrum starfsmenn embættis sérstaks saksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Mönnunum er gefið að sök að hafa selt upplýsingar, sem þeir urðu sér úti um í störfum sínum fyrir embættið, til þriðja aðila. Mennirnir, sem eru fyrrverandi lögreglumenn, unnu að rannsóknum á málum tengdum Sjóvá og Milestone hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeir létu formlega af störfum hjá embættinu um síðustu áramót og hófu þá störf sem sjálfstæðir rannsakendur. Unnu þeir í kjölfarið um tíma sem verktakar hjá embættinu og mættu til að mynda í dómsal við þingfestingu ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni 10. janúar síðastliðinn. Þar voru þeir saksóknara til aðstoðar en málið snýr að lánveitingu Glitnis til Milestone. Meðan þeir unnu sem verktakar er þeim gefið að sök að hafa látið upplýsingar sem þeir öfluðu við störf sín fyrir embættið í té þrotabúi Milestone sem greiddi félagi í þeirra eigu, PPP sf., tæplega 30 milljónir króna fyrir vinnu fyrir þrotabúið. Stöð 2 greindi frá þessu í gærkvöldi. Fólst vinnan í það minnsta í gerð 17 blaðsíðna skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Fréttablaðið hafði í gærkvöldi samband við Guðmund sem vildi ekki ræða um málið og þá náðist ekki í Jón Óttar. Í yfirlýsingu sem embætti sérstaks saksóknara sendi frá sér í gær segir að grunsemdir hafi vaknað um brot mannanna tveggja eftir að þeir höfðu látið af störfum hjá embættinu. Skoðun embættisins hafi síðan í lok apríl leitt til kæru til ríkissaksóknara sem fari nú með rannsókn málsins. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að brotið sé litið alvarlegum augum en hafi þó ekki víðtæk áhrif á starfsemi embættisins. Hins vegar var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verjendur einstaklinga sem tengjast rannsóknum embættisins á Milestone íhugi að krefjast þess að rannsóknunum verði hætt þar sem augljóst sé að þær hafi ekki verið unnar í samræmi við lög og reglur. Meðal þeirra sem rannsóknin beinist að er Karl Wernersson sem fyrir fall Milestone var aðaleigandi félagsins. magnusl@frettabladid.is Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Tveir fyrrum starfsmenn embættis sérstaks saksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Mönnunum er gefið að sök að hafa selt upplýsingar, sem þeir urðu sér úti um í störfum sínum fyrir embættið, til þriðja aðila. Mennirnir, sem eru fyrrverandi lögreglumenn, unnu að rannsóknum á málum tengdum Sjóvá og Milestone hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeir létu formlega af störfum hjá embættinu um síðustu áramót og hófu þá störf sem sjálfstæðir rannsakendur. Unnu þeir í kjölfarið um tíma sem verktakar hjá embættinu og mættu til að mynda í dómsal við þingfestingu ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni 10. janúar síðastliðinn. Þar voru þeir saksóknara til aðstoðar en málið snýr að lánveitingu Glitnis til Milestone. Meðan þeir unnu sem verktakar er þeim gefið að sök að hafa látið upplýsingar sem þeir öfluðu við störf sín fyrir embættið í té þrotabúi Milestone sem greiddi félagi í þeirra eigu, PPP sf., tæplega 30 milljónir króna fyrir vinnu fyrir þrotabúið. Stöð 2 greindi frá þessu í gærkvöldi. Fólst vinnan í það minnsta í gerð 17 blaðsíðna skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Fréttablaðið hafði í gærkvöldi samband við Guðmund sem vildi ekki ræða um málið og þá náðist ekki í Jón Óttar. Í yfirlýsingu sem embætti sérstaks saksóknara sendi frá sér í gær segir að grunsemdir hafi vaknað um brot mannanna tveggja eftir að þeir höfðu látið af störfum hjá embættinu. Skoðun embættisins hafi síðan í lok apríl leitt til kæru til ríkissaksóknara sem fari nú með rannsókn málsins. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að brotið sé litið alvarlegum augum en hafi þó ekki víðtæk áhrif á starfsemi embættisins. Hins vegar var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verjendur einstaklinga sem tengjast rannsóknum embættisins á Milestone íhugi að krefjast þess að rannsóknunum verði hætt þar sem augljóst sé að þær hafi ekki verið unnar í samræmi við lög og reglur. Meðal þeirra sem rannsóknin beinist að er Karl Wernersson sem fyrir fall Milestone var aðaleigandi félagsins. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira