Spennandi verkefni í Austurríki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2012 07:00 Patrekur þjálfaði Stjörnuna hér á landi áður en hann hélt utan til Þýskalands. Hann er nú kominn aftur heim en þjálfar nú austurríska landsliðið.nordic photos/getty Patrekur Jóhannesson tók í haust við starfi landsliðsþjálfara Austurríkis og kom liðinu yfir sína fyrstu hindrun á leið á HM í handbolta sem fer fram á Spáni á næsta ári. Hann segir starfið gott og metnaðinn mikinn hjá austurríska landsliðinu. Patrekur er ekki fyrsti Íslendingurinn sem sinnir þessu starfi en Dagur Sigurðsson gerði það með góðum árangri frá 2008 til 2010. Hann náði níunda sæti á EM þar í landi árið 2010 og kom svo liðinu á HM í Svíþjóð áður en hann lét af störfum. Patrekur tók við af Svíanum Magnus Andersson sem átti ekki jafn góðu gengi að fagna. En forráðamenn austurríska landsliðsins ætla sér að festa liðið í sessi á alþjóðlegum vettvangi. Austurríki fór nokkuð létt í gegnum riðil sinn í forkeppninni í síðasta mánuði og spilaði þar gegn Ísrael og Bretlandi. Unnið sjö af níu leikjum„Fyrsta markmiðið var að komast í gegnum þennan riðil og gerðum við það nokkuð sannfærandi," segir Patrekur. „Erfiðasti leikurinn var útileikurinn í Ísrael en við unnum þann leik með níu mörkum. Ég er því mjög sáttur við þessa byrjun. Alls höfum við spilað níu leiki og þar af unnið sjö." Patrekur hefur verið óhræddur við að tefla fram ungum og óreyndum leikmönnum og stefnir að því að byggja upp sterkt lið til frambúðar. „Ég hef verið að gefa ungum leikmönnum stærra hlutverk og er það nauðsynlegt. Það hafa nokkrir lykilmenn gengið úr skaftinu á síðustu árum og því hefur þurft að endurnýja liðið að stóru leyti. Það hefur gengið mjög vel og við erum ánægðir með þeirra framgöngu," segir hann. „Ég er líka með eldri leikmenn sem þekkja þetta allt og þetta er því ágæt blanda." Sinnir starfinu frá ÍslandiPatrekur þekkir vel til í Þýskalandi þar sem hann spilaði lengi og fyrir skömmu þjálfaði hann lið Emsdetten í B-deildinni. Hann var þó fluttur til Íslands þegar hann tók við starfinu og er enn búsettur hér á landi. „Ég þekkti ekki mikið til austurrísku deildarinnar og var nokkuð duglegur að fara út fyrstu mánuðina. Ég hef svo góðan aðgang að leikjum í gegnum netið og verið nokkur upplýstur um gang mála í deildinni," segir Patrekur. Handboltaíþróttin hefur tekið nokkurn kipp eftir að Evrópumeistaramótið var haldið þar í landi og segir Patrekur það augljóst að það sé uppgangur þar um þessar mundir. „Það er mjög vel haldið utan um landsliðið og umgjörðin um liðið afar fagmannleg. Ég er með mjög öflugt starfsteymi í kringum liðið sem sér um að leikmenn séu vel þjálfaðir." Patrekur starfaði áður sem íþróttafulltrúi Garðabæjar en fékk ekki leyfi til að sinna þjálfarastarfinu samhliða því. Hann ákvað því að hætta og leitar sér nú að starfi sem hann getur sinnt með. Hann segist þó ekki vera að sækjast eftir því að komast í þjálfun hjá félagsliði í Evrópu. „Mér stóð til boða að vera áfram hjá Emsdetten en við í fjölskyldunni ákváðum að flytja heim. Það er því ekki á stefnuskránni að flytja aftur út í bráð. Það berast svo sem fyrirspurnir reglulega frá öðrum liðum en ég er mjög ánægður þar sem ég er og spennandi tímar fram undan í Austurríki."Erfitt verkefni gegn Makedóníu Austurríki dróst gegn Makedóníu í umspilinu fyrir HM á Spáni en leikirnir fara fram í byrjun júní. „Þetta verða auðvitað erfiðir leikir en það skipti í raun engu hvaða lið við hefðum fengið – þau voru öll sterk sem stóðu okkur til boða,“ sagði Patrekur. Makedónía sló í gegn á EM í Serbíu og endaði í fimmta sæti. Stórskyttan Kiril Lazarov varð markahæsti leikmaður mótsins og bætti um leið markamet Ólafs Stefánssonar frá EM 2002. „En við stefnum auðvitað á að fara áfram eins og öll lið. Annars væru þau ekki að standa í þessari baráttu. Þetta er bara verkefni sem við fáum að takast á við og ég er ánægður með það,“ bætir Patrekur við. Handbolti Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Patrekur Jóhannesson tók í haust við starfi landsliðsþjálfara Austurríkis og kom liðinu yfir sína fyrstu hindrun á leið á HM í handbolta sem fer fram á Spáni á næsta ári. Hann segir starfið gott og metnaðinn mikinn hjá austurríska landsliðinu. Patrekur er ekki fyrsti Íslendingurinn sem sinnir þessu starfi en Dagur Sigurðsson gerði það með góðum árangri frá 2008 til 2010. Hann náði níunda sæti á EM þar í landi árið 2010 og kom svo liðinu á HM í Svíþjóð áður en hann lét af störfum. Patrekur tók við af Svíanum Magnus Andersson sem átti ekki jafn góðu gengi að fagna. En forráðamenn austurríska landsliðsins ætla sér að festa liðið í sessi á alþjóðlegum vettvangi. Austurríki fór nokkuð létt í gegnum riðil sinn í forkeppninni í síðasta mánuði og spilaði þar gegn Ísrael og Bretlandi. Unnið sjö af níu leikjum„Fyrsta markmiðið var að komast í gegnum þennan riðil og gerðum við það nokkuð sannfærandi," segir Patrekur. „Erfiðasti leikurinn var útileikurinn í Ísrael en við unnum þann leik með níu mörkum. Ég er því mjög sáttur við þessa byrjun. Alls höfum við spilað níu leiki og þar af unnið sjö." Patrekur hefur verið óhræddur við að tefla fram ungum og óreyndum leikmönnum og stefnir að því að byggja upp sterkt lið til frambúðar. „Ég hef verið að gefa ungum leikmönnum stærra hlutverk og er það nauðsynlegt. Það hafa nokkrir lykilmenn gengið úr skaftinu á síðustu árum og því hefur þurft að endurnýja liðið að stóru leyti. Það hefur gengið mjög vel og við erum ánægðir með þeirra framgöngu," segir hann. „Ég er líka með eldri leikmenn sem þekkja þetta allt og þetta er því ágæt blanda." Sinnir starfinu frá ÍslandiPatrekur þekkir vel til í Þýskalandi þar sem hann spilaði lengi og fyrir skömmu þjálfaði hann lið Emsdetten í B-deildinni. Hann var þó fluttur til Íslands þegar hann tók við starfinu og er enn búsettur hér á landi. „Ég þekkti ekki mikið til austurrísku deildarinnar og var nokkuð duglegur að fara út fyrstu mánuðina. Ég hef svo góðan aðgang að leikjum í gegnum netið og verið nokkur upplýstur um gang mála í deildinni," segir Patrekur. Handboltaíþróttin hefur tekið nokkurn kipp eftir að Evrópumeistaramótið var haldið þar í landi og segir Patrekur það augljóst að það sé uppgangur þar um þessar mundir. „Það er mjög vel haldið utan um landsliðið og umgjörðin um liðið afar fagmannleg. Ég er með mjög öflugt starfsteymi í kringum liðið sem sér um að leikmenn séu vel þjálfaðir." Patrekur starfaði áður sem íþróttafulltrúi Garðabæjar en fékk ekki leyfi til að sinna þjálfarastarfinu samhliða því. Hann ákvað því að hætta og leitar sér nú að starfi sem hann getur sinnt með. Hann segist þó ekki vera að sækjast eftir því að komast í þjálfun hjá félagsliði í Evrópu. „Mér stóð til boða að vera áfram hjá Emsdetten en við í fjölskyldunni ákváðum að flytja heim. Það er því ekki á stefnuskránni að flytja aftur út í bráð. Það berast svo sem fyrirspurnir reglulega frá öðrum liðum en ég er mjög ánægður þar sem ég er og spennandi tímar fram undan í Austurríki."Erfitt verkefni gegn Makedóníu Austurríki dróst gegn Makedóníu í umspilinu fyrir HM á Spáni en leikirnir fara fram í byrjun júní. „Þetta verða auðvitað erfiðir leikir en það skipti í raun engu hvaða lið við hefðum fengið – þau voru öll sterk sem stóðu okkur til boða,“ sagði Patrekur. Makedónía sló í gegn á EM í Serbíu og endaði í fimmta sæti. Stórskyttan Kiril Lazarov varð markahæsti leikmaður mótsins og bætti um leið markamet Ólafs Stefánssonar frá EM 2002. „En við stefnum auðvitað á að fara áfram eins og öll lið. Annars væru þau ekki að standa í þessari baráttu. Þetta er bara verkefni sem við fáum að takast á við og ég er ánægður með það,“ bætir Patrekur við.
Handbolti Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira