Viðskipti innlent

Yfir 8 þúsund miðar hafa selst

Breska lággjaldaflugfélagið Easy Jet ætlar að fljúga til og frá Íslandi allan ársins hring. Yfir 8000 miðar hafa selst frá því að félagið opnaði fyrir sölu hingað til lands í nóvember síðastliðnum.

Easy Jet tilkynnti í nóvember að ákveðið hefði verið að hefja áætlunarflug til Íslands frá og með 27.mars á þessu ári og að flogið yrði þrisvar í viku frá Luton flugvellinum í Bretlandi. Til stóð að áætlunarflug yrði út sumarið en vonast var til að hægt væri að koma Íslandi inn í vetraráætlun félagsins. Þær vonir eru orðnar að veruleika og segir Hugh Aitkens markaðsstjóri Easy Jet þetta mögulegt af nokkrum ástæðum

„Í fyrsta lagi höfum við átt samstarf við aðila á Íslandi, flugvöllum, aðila á sviði ferða-

og markaðsmála. Við höfum aflað þekkingu á markaðnum og við vitum nú að hér eru

mikil tækifæri allan ársins hring. Það er einstök upplifun að heimsækja Ísland að vetri til. Eftirspurn hefur verið góð á flugleiðinni og það hafa verið góð viðbrögð á Íslandi og einnig á Bretlandi. Við vitum því að það er eftirspurn á báðum endum leiðarinnar," segir Hugh Aitken.

Flogið verður þrisvar í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Hugh segir söluna fyrir sumarið hafa farið mjög vel af stað, en búið er að selja um 8000 miða. Hann segir mun fleiri miða hafa verið selda hér á landi en lagt var upp með í fyrstu, búist var við að um 25% miða yrðu seldir á Íslandi og 75% í Bretlandi. Skiptingin mun þó vera næstum jöfn. Hugh á von á því að veturinn verði góður en sala á vetrarmiðum fer af stað um miðjan mars.

„Við höfum þegar selt yfir 8 þúsund miða. Við seldum mörg þúsund miða á fyrsta söludegi. Það er því mikil sala á þessari leið og það er frábært. Easy Jet flytur yfir 56 milljón farþega á ári. Þeir hafa gjarnan ferðast til Barcelona, Parísar og Mílanó og eru að leita að meiri fjölbreytni. Við bjóðum upp á ýmsa spennandi áfangastaði og Reykjavík er vissulega einn þeirra. Þetta er einstakur staður," segir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×