Mikil gróska í bjórframleiðslu á Íslandi Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 8. febrúar 2012 11:00 Íslenskum bjórtegundum sem seldar eru í Vínbúðunum hefur fjölgað um helming á síðustu árum. Fréttablaðið/GVA Bjórmenning á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Fjöldi og fjölbreytileiki íslensks bjórs hefur aukist mikið og þá hafa árstíðabundnar bjórtegundir orðið æ vinsælli. Um þessar mundir eru um 50 tegundir af íslenskum bjór í boði í Vínbúðum en voru ekki nema helmingur þess fyrir fáum árum. Þróunina má ekki síst rekja til tilkomu minni brugghúsa sem hafið hafa störf. Ölgerðin og Vífilfell eru þó enn langstærst á markaðnum Fyrsta litla brugghúsið á Íslandi var Bruggsmiðjan á Ársskógssandi. Hugmyndin vaknaði hjá hjónunum Agnesi Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafssyni eftir að hafa séð frétt um lítið brugghús í Danmörku. Fyrirtæki þeirra var stofnað í lok árs 2005 og framleiðsla hófst ári síðar. Gerðu þau upphaflega ráð fyrir framleiðslu upp á 170 þúsund lítra á ári en hafa tvívegis aukið framleiðslugetuna sem er nú 550 þúsund lítrar. „Við vorum algjörlega að renna blint í sjóinn. Okkar einu markmið voru að skapa störf og nýta frábæra vatnið okkar,“ segir Agnes og heldur áfram: „Þetta hefur gengið vonum framar og aldrei átti ég von á því að hjón á Ársskógssandi gætu breytt bjórmenningunni á Íslandi.” Nefnir Agnes sem dæmi að árið 2007, þegar þau hófu að brugga dökkan bjór, var enginn íslenskur dökkur bjór í framleiðslu. Nú séu þeir hins vegar orðnir algengir. Sjö starfa hjá Bruggsmiðjunni, þar af fimm í fullu starfi, sem selur nú fimm bjórtegundir allan ársins hring undir nafninu Kaldi. Þá hefur fyrirtækið bruggað árstíðabundna bjóra auk nokkurra bjóra fyrir aðra aðila. Til að mynda hefur það nýhafið bruggun á gosbjórnum Volcanic Energy sem er fyrsti íslenski gosbjórinn. Misjafnt gengiÁrið 2007 hófu þrír aðilar til viðbótar að selja íslenskan bjór í litlu upplagi. Fyrstan ber að nefna Eyþór Þórisson, veitingamann á Seyðisfirði, sem hóf að selja bjórinn El Grillo. Í dag eru tvær útgáfur af honum í sölu en Ölgerðin bruggar bjórinn fyrir Eyþór. Þá voru tvö brugghús stofnsett árið 2007: Ölvisholt í Flóahreppi og Mjöður í Stykkishólmi. Ölvisholt kom sér upp framleiðslugetu upp á 300 þúsund lítra á ári og hefur framleitt bjórana Freyju, Móra, Lava Stout og Skjálfta auk árstíðabundinna bjóra. Mjöður í Stykkishólmi framleiddi tvo bjóra: Jökul og Skriðjökul en hætti starfsemi á síðasta ári. Nýjasta brugghúsið er svo Gæðingur öl í Útvík í Skagafirði sem hóf starfsemi í fyrra. Gæðingur framleiðir fjóra bjóra undir eigin nafni og hefur einnig framleitt árstíðabundna bjóra. „Við áætlum að framleiða 45 þúsund lítra fyrsta starfsárið en eigum að geta framleitt 100 þúsund lítra,“ segir Jóhann Axel Guðmundsson, bruggari hjá Gæðingi. Þá segir Jóhann viðtökurnar hafa verið framar vonum. Þrátt fyrir góðar viðtökur virðist rekstur litlu brugghúsanna hafa verið erfiður. Eins og áður sagði hætti Mjöður starfsemi í fyrra og þá varð fyrirtækið utan um framleiðsluna í Ölvisholti gjaldþrota árið 2010. Í kjölfarið var reksturinn keyptur af félagi í eigu starfsmanna, innflutningsfyrirtækisins Karls K. Karlssonar og Eignarhaldsfélags Suðurlands. Nýja félagið hefur enn ekki skilað ársreikningi en ætla má að skuldir reynist rekstrinum ekki jafn þungar og þær gerðu eftir bankahrunið. Bruggsmiðjan skilaði einnig tapi fyrstu rekstrarár sín, sýnu mest árið 2008. Árið 2010 skilaði fyrirtækið hins vegar 6,5 milljóna hagnaði og virðist því hafa komið undir sig fótunum rekstrarlega. Vífilfell og Ölgerðin stærstEins og áður sagði eru það þó Vífilfell og Ölgerðin sem ráða lögum og lofum á bjórmarkaðnum. Vífilfell framleiðir rúmlega 9 milljónir lítra á ári og Ölgerðin 7 milljónir lítra. Samanlögð markaðshlutdeild þeirra er því sennilega í kringum 90 prósent. Bæði fyrirtækin hafa aukið vöruúrval sitt á síðustu misserum og opnaði Ölgerðin eigið smábrugghús árið 2010, Borg. „Markmiðið með þessu var að búa til bjór sem er öðruvísi og kannski að mörgu leyti sérstakari en þessir klassísku bjórar okkar. Við viljum þjónusta þennan hóp sem er að leita að fjölbreyttari tegundum af bjór,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar. Þá segir hann viðbrögðin við Borg hafa verið gríðarlega góð og hafi þeir vart undan að anna eftirspurn. Átta ólíkar bjórtegundir hafa verið framleiddar hjá Borg en fimm þeirra eru í sölu hjá Vínbúðunum núna. Vífilfell er stærsti bjórframleiðandi landsins með um helmingsmarkaðshlutdeild. Þekktustu vörur Vífilfells eru Víking og Carlsberg en síðustu misseri hefur Vífilfell kynnt til sögunnar svokallaða úrvalslínu sem inniheldur meðal annars árstíðabundna bjóra. „Við byrjuðum með sérbjóra stuttu áður en litlu brugghúsin fóru að spretta upp. Við fluttum þá inn bjóra frá Jacobsen, í eigu Carlsberg. Þá hins vegar virtist markaðurinn ekki tilbúinn fyrir þessa bragðmeiri og sérstakari bjóra. Á þeim árum sem eru liðin hefur menningin hins vegar þróast hratt sem hefur kannski ekki síst endurspeglast í vinsældum tíðarbjóranna,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, markaðs- og sölustjóri áfengis hjá Vífilfelli. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bjórmenning á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Fjöldi og fjölbreytileiki íslensks bjórs hefur aukist mikið og þá hafa árstíðabundnar bjórtegundir orðið æ vinsælli. Um þessar mundir eru um 50 tegundir af íslenskum bjór í boði í Vínbúðum en voru ekki nema helmingur þess fyrir fáum árum. Þróunina má ekki síst rekja til tilkomu minni brugghúsa sem hafið hafa störf. Ölgerðin og Vífilfell eru þó enn langstærst á markaðnum Fyrsta litla brugghúsið á Íslandi var Bruggsmiðjan á Ársskógssandi. Hugmyndin vaknaði hjá hjónunum Agnesi Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafssyni eftir að hafa séð frétt um lítið brugghús í Danmörku. Fyrirtæki þeirra var stofnað í lok árs 2005 og framleiðsla hófst ári síðar. Gerðu þau upphaflega ráð fyrir framleiðslu upp á 170 þúsund lítra á ári en hafa tvívegis aukið framleiðslugetuna sem er nú 550 þúsund lítrar. „Við vorum algjörlega að renna blint í sjóinn. Okkar einu markmið voru að skapa störf og nýta frábæra vatnið okkar,“ segir Agnes og heldur áfram: „Þetta hefur gengið vonum framar og aldrei átti ég von á því að hjón á Ársskógssandi gætu breytt bjórmenningunni á Íslandi.” Nefnir Agnes sem dæmi að árið 2007, þegar þau hófu að brugga dökkan bjór, var enginn íslenskur dökkur bjór í framleiðslu. Nú séu þeir hins vegar orðnir algengir. Sjö starfa hjá Bruggsmiðjunni, þar af fimm í fullu starfi, sem selur nú fimm bjórtegundir allan ársins hring undir nafninu Kaldi. Þá hefur fyrirtækið bruggað árstíðabundna bjóra auk nokkurra bjóra fyrir aðra aðila. Til að mynda hefur það nýhafið bruggun á gosbjórnum Volcanic Energy sem er fyrsti íslenski gosbjórinn. Misjafnt gengiÁrið 2007 hófu þrír aðilar til viðbótar að selja íslenskan bjór í litlu upplagi. Fyrstan ber að nefna Eyþór Þórisson, veitingamann á Seyðisfirði, sem hóf að selja bjórinn El Grillo. Í dag eru tvær útgáfur af honum í sölu en Ölgerðin bruggar bjórinn fyrir Eyþór. Þá voru tvö brugghús stofnsett árið 2007: Ölvisholt í Flóahreppi og Mjöður í Stykkishólmi. Ölvisholt kom sér upp framleiðslugetu upp á 300 þúsund lítra á ári og hefur framleitt bjórana Freyju, Móra, Lava Stout og Skjálfta auk árstíðabundinna bjóra. Mjöður í Stykkishólmi framleiddi tvo bjóra: Jökul og Skriðjökul en hætti starfsemi á síðasta ári. Nýjasta brugghúsið er svo Gæðingur öl í Útvík í Skagafirði sem hóf starfsemi í fyrra. Gæðingur framleiðir fjóra bjóra undir eigin nafni og hefur einnig framleitt árstíðabundna bjóra. „Við áætlum að framleiða 45 þúsund lítra fyrsta starfsárið en eigum að geta framleitt 100 þúsund lítra,“ segir Jóhann Axel Guðmundsson, bruggari hjá Gæðingi. Þá segir Jóhann viðtökurnar hafa verið framar vonum. Þrátt fyrir góðar viðtökur virðist rekstur litlu brugghúsanna hafa verið erfiður. Eins og áður sagði hætti Mjöður starfsemi í fyrra og þá varð fyrirtækið utan um framleiðsluna í Ölvisholti gjaldþrota árið 2010. Í kjölfarið var reksturinn keyptur af félagi í eigu starfsmanna, innflutningsfyrirtækisins Karls K. Karlssonar og Eignarhaldsfélags Suðurlands. Nýja félagið hefur enn ekki skilað ársreikningi en ætla má að skuldir reynist rekstrinum ekki jafn þungar og þær gerðu eftir bankahrunið. Bruggsmiðjan skilaði einnig tapi fyrstu rekstrarár sín, sýnu mest árið 2008. Árið 2010 skilaði fyrirtækið hins vegar 6,5 milljóna hagnaði og virðist því hafa komið undir sig fótunum rekstrarlega. Vífilfell og Ölgerðin stærstEins og áður sagði eru það þó Vífilfell og Ölgerðin sem ráða lögum og lofum á bjórmarkaðnum. Vífilfell framleiðir rúmlega 9 milljónir lítra á ári og Ölgerðin 7 milljónir lítra. Samanlögð markaðshlutdeild þeirra er því sennilega í kringum 90 prósent. Bæði fyrirtækin hafa aukið vöruúrval sitt á síðustu misserum og opnaði Ölgerðin eigið smábrugghús árið 2010, Borg. „Markmiðið með þessu var að búa til bjór sem er öðruvísi og kannski að mörgu leyti sérstakari en þessir klassísku bjórar okkar. Við viljum þjónusta þennan hóp sem er að leita að fjölbreyttari tegundum af bjór,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar. Þá segir hann viðbrögðin við Borg hafa verið gríðarlega góð og hafi þeir vart undan að anna eftirspurn. Átta ólíkar bjórtegundir hafa verið framleiddar hjá Borg en fimm þeirra eru í sölu hjá Vínbúðunum núna. Vífilfell er stærsti bjórframleiðandi landsins með um helmingsmarkaðshlutdeild. Þekktustu vörur Vífilfells eru Víking og Carlsberg en síðustu misseri hefur Vífilfell kynnt til sögunnar svokallaða úrvalslínu sem inniheldur meðal annars árstíðabundna bjóra. „Við byrjuðum með sérbjóra stuttu áður en litlu brugghúsin fóru að spretta upp. Við fluttum þá inn bjóra frá Jacobsen, í eigu Carlsberg. Þá hins vegar virtist markaðurinn ekki tilbúinn fyrir þessa bragðmeiri og sérstakari bjóra. Á þeim árum sem eru liðin hefur menningin hins vegar þróast hratt sem hefur kannski ekki síst endurspeglast í vinsældum tíðarbjóranna,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, markaðs- og sölustjóri áfengis hjá Vífilfelli.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira