Fréttaviðtal: Greina orsakir til að læra af þeim 8. febrúar 2012 11:00 Hagfræðiprófessorinn Jesper Rangvid fer fyrir rannsóknarnefnd um orsakir fjármálakreppunnar í Danmörku. Hann segir mikilvægt að skera úr um að hvaða leyti megi rekja orsakir kreppunnar til innlendra þátta. Fréttablaðið/GVA Danski hagfræðingurinn Jesper Rangvid var staddur hér á landi nýverið þar sem hann var gestaprófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Rangvid, sem er prófessor við Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar, var nýverið skipaður formaður yfir rannsóknarnefnd sem mun freista þess að skýra hvort, og þá með hvaða hætti, innlendir áhrifaþættir höfðu áhrif á yfirstandandi erfiðleika fjámálalífsins þar í landi. Þó að ástandið í Danmörku sé langt í frá eins alvarlegt eða víðtækt eins og verið hefur hér á Íslandi, hafa fjármálastofnanir átt í miklum erfiðleikum. Eins og stendur hafa ellefu bankar orðið gjaldþrota frá hruninu haustið 2008. Rannsóknarnefndin nýskipaða hefur það yfirlýsta hlutverk að greina innlenda og erlenda orsakaþætti í dönsku fjármálakreppunni, hvort ráðgjöf bankastofnana til viðskiptavina sinna hafi haft magnandi áhrif á erfiðleikana sem lagst hafi á einstaklinga og fyrirtæki, og loks leggja til aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Nefndin á að skila niðurstöðum sínum áður en árið er á enda liðið. Hvernig er ástandið í dönsku efnahagslífi nú, rúmum þremur árum eftir að alþjóðafjármálakreppan skall á? „Það fer að miklu leyti eftir því hvað miðað er við. Í samanburði við Svíþjóð og Noreg, sem við Danir berum okkur jafnan saman við, erum við sannarlega verr á vegi stödd. Við erum enda að kljást við atvinnuleysi, lítinn hagvöxt, verðfall á húsnæðismarkaði og hallarekstur í ríkisfjármálum. Í samanburði við löndin sunnar í álfunni, til dæmis Spán, Ítalíu, Frakkland, Belgíu og Bretland, erum við hins vegar í mun betri stöðu. Ástandið er vissulega ekki frábært, en við erum heldur ekki að horfa upp á neinar hörmungar í fyrirsjáanlegri framtíð." Hver eru þá mest aðkallandi vandamálin? „Fyrst og fremst verður að skapa vöxt, en það er tvennt sem stendur því fyrir þrifum. Í fyrsta lagi eru dönsk heimili afar skuldsett, en það er afleiðing húsnæðisbólunnar, sem var alvarlegri hjá okkur en til dæmis í Noregi. Fasteignaverð hefur fallið á meðan skuldirnar hækka og nú er svo komið að meðalskuldir heimilanna í Danmörku eru þær hæstu í öllum heimi, að mér skilst, þó að danska ríkið sé ekki mjög skuldsett. Skuldir heimilanna verða hins vegar til þess að fólk hefur minna á milli handanna og það kemur niður á neyslu almennings. Þar fyrir utan erum við enn að kljást við það að atvinnulífið er ekki nógu samkeppnisfært miðað við önnur lönd, en það hafði að vísu þegar gerst fyrir kreppu með stórhækkuðum launum á danska vinnumarkaðnum. Af þeim sökum hugsa fyrirtæki sig tvisvar um þegar þau velta því fyrir sér hvort eigi að hefja starfsemi í Danmörku frekar en í Póllandi eða Þýskalandi, til dæmis, þar sem kostnaðurinn er þriðjungi lægri." Hvernig mun rannsóknarnefndin starfa og hvað verður gert við niðurstöður hennar? „Við verðum sex sjálfstæðir fulltrúar í nefndinni, fjórir fræðimenn, fyrrum seðlabankastjóri og fyrrum bankastjóri Nordea-bankans. Svo verða fimm fulltrúar frá ráðuneytunum, fjármálaeftirlitinu og seðlabankanum, auk aðstoðarfólks. Við munum ekki vera með opinberar yfirheyrslur eins og sums staðar hefur tíðkast, heldur munum við aðallega greina gögn sem við öflum okkur. Við munum svo komast að ákveðinni niðurstöðu og leggja til leiðir til úrbóta, sem stjórnmálamenn munu svo taka afstöðu til." Er eitthvað sérstakt sem bendir til þess að innlendir þættir hafi haft áhrif á stöðuna? „Sú staðreynd að á annan tug danskra banka hefur orðið gjaldþrota á síðustu árum á meðan enginn banki í Noregi eða Svíþjóð hefur orðið gjaldþrota, gefur ýmislegt í skyn. Mest liggur þó á því að fá úr því skorið hvort eitthvað sem gert var innanlands hafi gert ástandið verra en ella. Ef svo reynist munum við í framtíðinni geta hagað okkar málum þannig að við getum komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig." Stendur til að nota niðurstöður rannsóknarinnar sem grundvöll til saksóknar ef grunur leikur á að lögbrot hafi verið framin? „Ég er ekki viss um það. Í rannsókninni sem var gerð á Íslandi var ýmsum steinum velt og margt kom í ljós. þar á meðal upplýsingar sem hægt var að nota sem sönnunargögn til að rannsaka glæpamál. Í Danmörku hefur hins vegar hvert gjaldþrot banka og gjörðir stjórnenda þeirra þegar verið rannsakað. Okkar niðurstöðum og tillögum um úrbætur verður því frekar beint til stjórnmálastéttarinnar en ákæruvalds eða dómstóla." Íslenska rannsóknarnefndin hafði mjög víðtækt hlutverk. Verður ykkar rannsókn eins umfangsmikil? „Já, ég held það. Við förum kannski ekki svo náið ofan í hvern einstakan banka eins og gert var á Íslandi, en við viljum skoða umhverfi og bakgrunn kreppunnar mjög ítarlega og þá spilar allt inni í, þar á meðal gerðir stjórnmálamanna í afreglun markaða og umfjöllun fjölmiðla, til dæmis um fasteignamarkaðinn." Hefur þú kynnt þér íslensku skýrsluna og er viðbúið að ykkar skýrsla muni hafa eins mikil áhrif? „Ég hef kynnt mér íslensku skýrsluna að því leyti sem ég get og þar var margt mjög vel gert, en ég býst ekki við því að okkar skýrsla verði eins áhrifarík. Það helgast einna helst af því hvað nefndin er stofnuð seint. Síðasta ríkisstjórn vildi ekki þessa rannsókn, þar sem talið var að flest hefði þegar komið fram og meginorsakirnar væri að finna utan Danmerkur. Síðan eru stjórnarskipti síðasta haust og nýja stjórnin ákveður að ráðast í þetta verkefni. Á tímanum sem síðan er liðinn hefur mjög margt komið í ljós og margt áunnist og því er ekki við því að búast að okkar niðurstaða muni hafa eins mikil áhrif." Hvernig metur þú horfur dansks efnahagslífs næstu árin? „Eins og ég sagði áður, erum við í vandræðum, en ekki sambærilegum við lönd eins og Spán, Grikkland og Ítalíu. Það verður líklega ekki hraður vöxtur í Danmörku næstu árin, en við munum ekki þurfa að kollvarpa okkar samfélagi eins og hefur þurft víða í Evrópu, þar sem aðhaldsaðgerðir og niðurskurður gengur afar nærri fólki. Markaðirnir hafa trú á stöðugleika í Danmörku sem sést á því að við erum að fá lægri vexti á skuldabréf en Þýskaland, meira að segja. Þess vegna held ég að við getum horft fram á nokkuð stöðugan bata í dönsku efnahagslífi þó að hann verði hægur." Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Danski hagfræðingurinn Jesper Rangvid var staddur hér á landi nýverið þar sem hann var gestaprófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Rangvid, sem er prófessor við Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar, var nýverið skipaður formaður yfir rannsóknarnefnd sem mun freista þess að skýra hvort, og þá með hvaða hætti, innlendir áhrifaþættir höfðu áhrif á yfirstandandi erfiðleika fjámálalífsins þar í landi. Þó að ástandið í Danmörku sé langt í frá eins alvarlegt eða víðtækt eins og verið hefur hér á Íslandi, hafa fjármálastofnanir átt í miklum erfiðleikum. Eins og stendur hafa ellefu bankar orðið gjaldþrota frá hruninu haustið 2008. Rannsóknarnefndin nýskipaða hefur það yfirlýsta hlutverk að greina innlenda og erlenda orsakaþætti í dönsku fjármálakreppunni, hvort ráðgjöf bankastofnana til viðskiptavina sinna hafi haft magnandi áhrif á erfiðleikana sem lagst hafi á einstaklinga og fyrirtæki, og loks leggja til aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Nefndin á að skila niðurstöðum sínum áður en árið er á enda liðið. Hvernig er ástandið í dönsku efnahagslífi nú, rúmum þremur árum eftir að alþjóðafjármálakreppan skall á? „Það fer að miklu leyti eftir því hvað miðað er við. Í samanburði við Svíþjóð og Noreg, sem við Danir berum okkur jafnan saman við, erum við sannarlega verr á vegi stödd. Við erum enda að kljást við atvinnuleysi, lítinn hagvöxt, verðfall á húsnæðismarkaði og hallarekstur í ríkisfjármálum. Í samanburði við löndin sunnar í álfunni, til dæmis Spán, Ítalíu, Frakkland, Belgíu og Bretland, erum við hins vegar í mun betri stöðu. Ástandið er vissulega ekki frábært, en við erum heldur ekki að horfa upp á neinar hörmungar í fyrirsjáanlegri framtíð." Hver eru þá mest aðkallandi vandamálin? „Fyrst og fremst verður að skapa vöxt, en það er tvennt sem stendur því fyrir þrifum. Í fyrsta lagi eru dönsk heimili afar skuldsett, en það er afleiðing húsnæðisbólunnar, sem var alvarlegri hjá okkur en til dæmis í Noregi. Fasteignaverð hefur fallið á meðan skuldirnar hækka og nú er svo komið að meðalskuldir heimilanna í Danmörku eru þær hæstu í öllum heimi, að mér skilst, þó að danska ríkið sé ekki mjög skuldsett. Skuldir heimilanna verða hins vegar til þess að fólk hefur minna á milli handanna og það kemur niður á neyslu almennings. Þar fyrir utan erum við enn að kljást við það að atvinnulífið er ekki nógu samkeppnisfært miðað við önnur lönd, en það hafði að vísu þegar gerst fyrir kreppu með stórhækkuðum launum á danska vinnumarkaðnum. Af þeim sökum hugsa fyrirtæki sig tvisvar um þegar þau velta því fyrir sér hvort eigi að hefja starfsemi í Danmörku frekar en í Póllandi eða Þýskalandi, til dæmis, þar sem kostnaðurinn er þriðjungi lægri." Hvernig mun rannsóknarnefndin starfa og hvað verður gert við niðurstöður hennar? „Við verðum sex sjálfstæðir fulltrúar í nefndinni, fjórir fræðimenn, fyrrum seðlabankastjóri og fyrrum bankastjóri Nordea-bankans. Svo verða fimm fulltrúar frá ráðuneytunum, fjármálaeftirlitinu og seðlabankanum, auk aðstoðarfólks. Við munum ekki vera með opinberar yfirheyrslur eins og sums staðar hefur tíðkast, heldur munum við aðallega greina gögn sem við öflum okkur. Við munum svo komast að ákveðinni niðurstöðu og leggja til leiðir til úrbóta, sem stjórnmálamenn munu svo taka afstöðu til." Er eitthvað sérstakt sem bendir til þess að innlendir þættir hafi haft áhrif á stöðuna? „Sú staðreynd að á annan tug danskra banka hefur orðið gjaldþrota á síðustu árum á meðan enginn banki í Noregi eða Svíþjóð hefur orðið gjaldþrota, gefur ýmislegt í skyn. Mest liggur þó á því að fá úr því skorið hvort eitthvað sem gert var innanlands hafi gert ástandið verra en ella. Ef svo reynist munum við í framtíðinni geta hagað okkar málum þannig að við getum komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig." Stendur til að nota niðurstöður rannsóknarinnar sem grundvöll til saksóknar ef grunur leikur á að lögbrot hafi verið framin? „Ég er ekki viss um það. Í rannsókninni sem var gerð á Íslandi var ýmsum steinum velt og margt kom í ljós. þar á meðal upplýsingar sem hægt var að nota sem sönnunargögn til að rannsaka glæpamál. Í Danmörku hefur hins vegar hvert gjaldþrot banka og gjörðir stjórnenda þeirra þegar verið rannsakað. Okkar niðurstöðum og tillögum um úrbætur verður því frekar beint til stjórnmálastéttarinnar en ákæruvalds eða dómstóla." Íslenska rannsóknarnefndin hafði mjög víðtækt hlutverk. Verður ykkar rannsókn eins umfangsmikil? „Já, ég held það. Við förum kannski ekki svo náið ofan í hvern einstakan banka eins og gert var á Íslandi, en við viljum skoða umhverfi og bakgrunn kreppunnar mjög ítarlega og þá spilar allt inni í, þar á meðal gerðir stjórnmálamanna í afreglun markaða og umfjöllun fjölmiðla, til dæmis um fasteignamarkaðinn." Hefur þú kynnt þér íslensku skýrsluna og er viðbúið að ykkar skýrsla muni hafa eins mikil áhrif? „Ég hef kynnt mér íslensku skýrsluna að því leyti sem ég get og þar var margt mjög vel gert, en ég býst ekki við því að okkar skýrsla verði eins áhrifarík. Það helgast einna helst af því hvað nefndin er stofnuð seint. Síðasta ríkisstjórn vildi ekki þessa rannsókn, þar sem talið var að flest hefði þegar komið fram og meginorsakirnar væri að finna utan Danmerkur. Síðan eru stjórnarskipti síðasta haust og nýja stjórnin ákveður að ráðast í þetta verkefni. Á tímanum sem síðan er liðinn hefur mjög margt komið í ljós og margt áunnist og því er ekki við því að búast að okkar niðurstaða muni hafa eins mikil áhrif." Hvernig metur þú horfur dansks efnahagslífs næstu árin? „Eins og ég sagði áður, erum við í vandræðum, en ekki sambærilegum við lönd eins og Spán, Grikkland og Ítalíu. Það verður líklega ekki hraður vöxtur í Danmörku næstu árin, en við munum ekki þurfa að kollvarpa okkar samfélagi eins og hefur þurft víða í Evrópu, þar sem aðhaldsaðgerðir og niðurskurður gengur afar nærri fólki. Markaðirnir hafa trú á stöðugleika í Danmörku sem sést á því að við erum að fá lægri vexti á skuldabréf en Þýskaland, meira að segja. Þess vegna held ég að við getum horft fram á nokkuð stöðugan bata í dönsku efnahagslífi þó að hann verði hægur."
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira