Viðskipti innlent

Búast við stýrivaxtahækkun næst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka stýrivexti sína á öðrum fjórðungi þessa árs um 0,25 prósentur. Nefndin muni samhliða því jafnframt gefa til kynna að fleiri vaxtahækkanir séu í pípunum. Nefndin hélt stýrivöxtum óbreyttum við ákvörðun sem tilkynnt var í morgun. Greining Íslandsbanka telur að verðbólguþróunin næsta kastið verði óhagstæðari en Seðlabankinn gerir ráð fyrir, meðal annars vegna gengisþróunar krónunnar og hugsanlega vegna meiri launaþrýstings en felst í spá bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×