Opinberir stjórnendur geta ekki krafist sömu launa og í einkageiranum Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. janúar 2012 14:47 Mörður Árnason er þingmaður Samfylkingarinnar. mynd/ valli. „Menn geta ekki gert ráð fyrir því, ef þeir ráða sig í stjórnunarstöðu hjá íslenska ríkinu, að hafa laun sem eru sambærileg við laun í einkageiranum og í útlöndum," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabanka Íslands vegna launamála. Hann telur að launin sem kjararáð hafi ákvarðað honum séu lægri en launin sem honum var heitið þegar gengið var frá skipun hans í starfið. Þá hefur Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og bankaráð bankans sagt að bankaráð en ekki kjararáð eigi að ákveða laun bankastjóra Landsbankans. Mörður segir að sjónarmið sín varðandi launakjör opinberra starfsmanna eigi við um þá báða, en hann vill ekki tjá sig um málshöfðun Más gegn Seðlabankanum. „Það verður að hafa samhengi í samfélaginu og það samhengi verður líka að ná til launamála," segir Már. Aðspurður um hvað sé þá eftirsóknarvert við að vinna í stjórnunarstöðu hjá hinum opinbera segist Mörður ekki geta sagt til um það. „Af hverju sækja svona margir um stjórnunarstöður hjá hinu opinbera? Það er ekkert lát á því," segir Mörður á móti. Mörður tekur skýrt fram að hann sjái vel að í þessari umræðu sé ákveðinn vandi á ferð og sá vandi verði alltaf fyrir hendi. „En það geta verið ákveðnir kostir vð að vinna hjá opinberum fyrirtækjum. Án þess að tala um Steinþór og Má, þá kemur það fram í lífeyrismálum og oft er atvinnuöryggið meira en í einkageiranum," segir Mörður. Hann ítrekar þó að þessi umræða sé hvorki einföld né auðleysanleg. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur reynt að ná tali af Steingrími J. Sigfússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, vegna málsins og Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, en ekki haft erindi sem erfiði. Aðstoðamaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra vísaði á efnahags- og viðskiptaráðuneytið þegar hún var innt eftir viðbrögðum við fréttum af málshöfun Más. Tengdar fréttir Mörður hvetur Steinþór til að segja upp Mörður Árnason alþingismaður hvetur Steinþór Pálsson bankastjóra Landsbankans til að segja upp störfum. Tilefnið er umsögn bankaráðs Landsbankans við frumvarpi um kjararáð þar sem lagt er til að bankaráðið úrskurði um laun Landsbankastjóra en ekki kjararáð. Þetta er í samræmi við skoðun Steinþórs sem hann lét ljósa í Klinkinu á Vísi á dögunum en þar sagði Steinþór að laun sín væru ekki samkeppnishæf. Laun Steinþórs eru um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna, Arion og Íslandsbanka. 12. janúar 2012 11:38 Bankaráðið vill fá að ákveða laun Steinþórs Bankaráð Landsbanka Íslands vill að bankaráðið sjálft, en ekki kjararáð, úrskurði um laun bankastjórans. Þetta kemur fram í umsögn bankaráðsins við frumvarpi fjármálaráðherra um kjararáð, sem Steingrímur J. Sigfússon lagði fram 2. desember síðastliðinn, tæpum mánuði áður en hann sagði skilið við embættið. 12. janúar 2012 09:46 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
„Menn geta ekki gert ráð fyrir því, ef þeir ráða sig í stjórnunarstöðu hjá íslenska ríkinu, að hafa laun sem eru sambærileg við laun í einkageiranum og í útlöndum," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabanka Íslands vegna launamála. Hann telur að launin sem kjararáð hafi ákvarðað honum séu lægri en launin sem honum var heitið þegar gengið var frá skipun hans í starfið. Þá hefur Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og bankaráð bankans sagt að bankaráð en ekki kjararáð eigi að ákveða laun bankastjóra Landsbankans. Mörður segir að sjónarmið sín varðandi launakjör opinberra starfsmanna eigi við um þá báða, en hann vill ekki tjá sig um málshöfðun Más gegn Seðlabankanum. „Það verður að hafa samhengi í samfélaginu og það samhengi verður líka að ná til launamála," segir Már. Aðspurður um hvað sé þá eftirsóknarvert við að vinna í stjórnunarstöðu hjá hinum opinbera segist Mörður ekki geta sagt til um það. „Af hverju sækja svona margir um stjórnunarstöður hjá hinu opinbera? Það er ekkert lát á því," segir Mörður á móti. Mörður tekur skýrt fram að hann sjái vel að í þessari umræðu sé ákveðinn vandi á ferð og sá vandi verði alltaf fyrir hendi. „En það geta verið ákveðnir kostir vð að vinna hjá opinberum fyrirtækjum. Án þess að tala um Steinþór og Má, þá kemur það fram í lífeyrismálum og oft er atvinnuöryggið meira en í einkageiranum," segir Mörður. Hann ítrekar þó að þessi umræða sé hvorki einföld né auðleysanleg. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur reynt að ná tali af Steingrími J. Sigfússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, vegna málsins og Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, en ekki haft erindi sem erfiði. Aðstoðamaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra vísaði á efnahags- og viðskiptaráðuneytið þegar hún var innt eftir viðbrögðum við fréttum af málshöfun Más.
Tengdar fréttir Mörður hvetur Steinþór til að segja upp Mörður Árnason alþingismaður hvetur Steinþór Pálsson bankastjóra Landsbankans til að segja upp störfum. Tilefnið er umsögn bankaráðs Landsbankans við frumvarpi um kjararáð þar sem lagt er til að bankaráðið úrskurði um laun Landsbankastjóra en ekki kjararáð. Þetta er í samræmi við skoðun Steinþórs sem hann lét ljósa í Klinkinu á Vísi á dögunum en þar sagði Steinþór að laun sín væru ekki samkeppnishæf. Laun Steinþórs eru um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna, Arion og Íslandsbanka. 12. janúar 2012 11:38 Bankaráðið vill fá að ákveða laun Steinþórs Bankaráð Landsbanka Íslands vill að bankaráðið sjálft, en ekki kjararáð, úrskurði um laun bankastjórans. Þetta kemur fram í umsögn bankaráðsins við frumvarpi fjármálaráðherra um kjararáð, sem Steingrímur J. Sigfússon lagði fram 2. desember síðastliðinn, tæpum mánuði áður en hann sagði skilið við embættið. 12. janúar 2012 09:46 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Mörður hvetur Steinþór til að segja upp Mörður Árnason alþingismaður hvetur Steinþór Pálsson bankastjóra Landsbankans til að segja upp störfum. Tilefnið er umsögn bankaráðs Landsbankans við frumvarpi um kjararáð þar sem lagt er til að bankaráðið úrskurði um laun Landsbankastjóra en ekki kjararáð. Þetta er í samræmi við skoðun Steinþórs sem hann lét ljósa í Klinkinu á Vísi á dögunum en þar sagði Steinþór að laun sín væru ekki samkeppnishæf. Laun Steinþórs eru um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna, Arion og Íslandsbanka. 12. janúar 2012 11:38
Bankaráðið vill fá að ákveða laun Steinþórs Bankaráð Landsbanka Íslands vill að bankaráðið sjálft, en ekki kjararáð, úrskurði um laun bankastjórans. Þetta kemur fram í umsögn bankaráðsins við frumvarpi fjármálaráðherra um kjararáð, sem Steingrímur J. Sigfússon lagði fram 2. desember síðastliðinn, tæpum mánuði áður en hann sagði skilið við embættið. 12. janúar 2012 09:46
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent