Öystein Noreng prófessor við Viðskiptaháskólann í Stavangri telur að Íslendingar eigi að taka upp norsku krónuna sem gjaldmiðil í stað evrunnar eða annarra mynta sem til umræðu hafa verið.
Töluverð umræða hefur skapast um málið á vefsíðu Verdens Gang stærsta dagblaðs Noregs eftir að blaðið birti viðtal við Noreng um þessa hugmynd hans. Fjöldi manns hefur sagt álit sitt á þessari hugmynd og sýnist sitt hverjum en um 150 manns hafa bloggað um fréttina.
Noreng segir að með því að taka upp norsku krónuna fái Íslendingar gjaldmiðil sem sé stöðugur, betri aðgengi að fjármálamörkuðum á lægri kjörum en nú eru í boði og að sparnaður almennings á Íslandi yrði mun betur varinn en með íslensku krónunni.
Hvað Norðmenn varðar fengju þeir einnig sitthvað fyrir sinn snúð að sögn prófessorsins. Norsk króna á Íslandi kæmi í veg fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu og þar með minnkaði hættan á einangrun Noregs í Evrópu. Þar að auki myndi gjaldmiðilssamstarfið leiða til sterkari samningsstöðu þjóðanna beggja gagnvart ESB og Rússlandi þegar kemur að hagsmunamálum á norðurslóðum.
Þá nefnir Noreng að Noregur og Ísland gætu í framhaldinu komið sér upp sameiginlegri stefnu í fiskveiðimálum, hafréttarmálum, málum sem snúa að olíuvinnslu og umhverfismálum.
Norskur prófessor vill að Ísland taki upp norsku krónuna

Mest lesið

Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“
Viðskipti innlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag
Viðskipti erlent

Tekjur jukust um helming milli ára
Viðskipti innlent

Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play
Viðskipti innlent


HBO Max streymisveitan komin til Íslands
Viðskipti innlent

Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur
Viðskipti innlent

Orri til liðs við Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
