Telja bjóðendum mismunað - Fréttaskýring 27. október 2012 07:30 Hætt við Sex stjórnendur Eimskips áttu að fá kauprétt að tæplega 4,4 prósenta hlut í Eimskip með ríflegum afslætti. Fallið var frá kaupréttunum síðdegis á fimmtudag. Gylfi Sigfússon er forstjóri Eimskips. fréttablaðið/stéfan Af hverju er ólga vegna hlutafjárútboðs í Eimskips? Forsvarsmenn allmargra lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta eru mjög ósáttir við að hluti bjóðenda í hlutafjárútboði Eimskips hafi fengið að skila inn tilboðum með fyrirvörum án þess að kynning á útboðinu eða skráningarlýsing hafi gert ráð fyrir að hægt væri að gera slík tilboð. Þeir sem gerðu tilboð með fyrirvara sögðust vera tilbúnir að kaupa hluti ef fallið yrði frá kaupréttarsamningum stjórnenda Eimskips.Það var á endanum gert. Á miðvikudagskvöldið var fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV að lífeyrissjóðurinn Gildi myndi ekki vera með í útboðinu. Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í viðtali við RÚV að hann myndi ekki taka þátt í útboðinu af siðferðilegum ástæðum vegna kaupréttarsamninganna. Auk þess þætti sjóðnum verðið of hátt. Morguninn eftir var staðfest að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) ætlaði ekki heldur að taka þátt vegna sömu ástæðna. Við þetta varð í raun allt vitlaust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hófu aðilar sem höfðu umsjón með útboðinu í kjölfarið að hafa samband við fagfjárfesta og opna á þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Útboðinu lauk klukkan 14 á fimmtudag. Um það leyti var farið að kvisast út orðrómur um að stjórnendurnir hefðu ákveðið að falla frá kaupréttunum. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að hringt hafi verið inn á stjórnarfund í sjóðnum og honum tilkynnt að það stæði til. Það símtal hafi þó borist eftir að útboðinu lauk, á milli 14 og 15. Vert er að taka fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í útboðinu, enda á sjóðurinn þegar 14,6 prósent í honum. Það var því verið að tilkynna sjóðnum um það að fallið væri frá kaupréttunum sem hluthafa, ekki bjóðanda. Almenni lífeyrissjóðurinn var einn þeirra sjóða sem gerði tilboð með fyrirvara um kaupréttina. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir hann einfaldlega hafa tekið ákvörðun um að skrifa fyrirvarann inn á tilboðið. Við það hafi ekki verið gerðar athugasemdir. Heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri aðilar hafi gert sambærileg tilboð. Þar er bæði átti við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að það hafi ekki verið haft samband við neinn innan hans sjóðs til að tilkynna um þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var heldur ekki haft samband við aðra sjóði sem höfðu lýst því yfir opinberlega að þeir myndu ekki taka þátt og þeim boðið að bjóða á þessum nýju forsendum. Margir lífeyrissjóðir eru því afar ósáttir við umsjónaraðila útboðsins, Íslandsbanka og Straum. Þeir eru sérstaklega ósáttir við að haft hafi verið samband við valda bjóðendur og þeim boðið að taka þátt í útboðinu með fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra séu að láta kanna lagalega stöðu sína vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka höfðu bankanum þó ekki borist neinar formlegar athugasemdir frá fjárfestum um óánægju með framkvæmd útboðsins. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Af hverju er ólga vegna hlutafjárútboðs í Eimskips? Forsvarsmenn allmargra lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta eru mjög ósáttir við að hluti bjóðenda í hlutafjárútboði Eimskips hafi fengið að skila inn tilboðum með fyrirvörum án þess að kynning á útboðinu eða skráningarlýsing hafi gert ráð fyrir að hægt væri að gera slík tilboð. Þeir sem gerðu tilboð með fyrirvara sögðust vera tilbúnir að kaupa hluti ef fallið yrði frá kaupréttarsamningum stjórnenda Eimskips.Það var á endanum gert. Á miðvikudagskvöldið var fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV að lífeyrissjóðurinn Gildi myndi ekki vera með í útboðinu. Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í viðtali við RÚV að hann myndi ekki taka þátt í útboðinu af siðferðilegum ástæðum vegna kaupréttarsamninganna. Auk þess þætti sjóðnum verðið of hátt. Morguninn eftir var staðfest að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) ætlaði ekki heldur að taka þátt vegna sömu ástæðna. Við þetta varð í raun allt vitlaust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hófu aðilar sem höfðu umsjón með útboðinu í kjölfarið að hafa samband við fagfjárfesta og opna á þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Útboðinu lauk klukkan 14 á fimmtudag. Um það leyti var farið að kvisast út orðrómur um að stjórnendurnir hefðu ákveðið að falla frá kaupréttunum. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að hringt hafi verið inn á stjórnarfund í sjóðnum og honum tilkynnt að það stæði til. Það símtal hafi þó borist eftir að útboðinu lauk, á milli 14 og 15. Vert er að taka fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í útboðinu, enda á sjóðurinn þegar 14,6 prósent í honum. Það var því verið að tilkynna sjóðnum um það að fallið væri frá kaupréttunum sem hluthafa, ekki bjóðanda. Almenni lífeyrissjóðurinn var einn þeirra sjóða sem gerði tilboð með fyrirvara um kaupréttina. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir hann einfaldlega hafa tekið ákvörðun um að skrifa fyrirvarann inn á tilboðið. Við það hafi ekki verið gerðar athugasemdir. Heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri aðilar hafi gert sambærileg tilboð. Þar er bæði átti við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að það hafi ekki verið haft samband við neinn innan hans sjóðs til að tilkynna um þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var heldur ekki haft samband við aðra sjóði sem höfðu lýst því yfir opinberlega að þeir myndu ekki taka þátt og þeim boðið að bjóða á þessum nýju forsendum. Margir lífeyrissjóðir eru því afar ósáttir við umsjónaraðila útboðsins, Íslandsbanka og Straum. Þeir eru sérstaklega ósáttir við að haft hafi verið samband við valda bjóðendur og þeim boðið að taka þátt í útboðinu með fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra séu að láta kanna lagalega stöðu sína vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka höfðu bankanum þó ekki borist neinar formlegar athugasemdir frá fjárfestum um óánægju með framkvæmd útboðsins. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent