Viðskipti innlent

Á 200 milljarða umfram Icesave-kröfur

MÞL skrifar
Landsbankans Þau Kristinn Bjarnason, Halldór Helgi Backman og Herdís Hallmarsdóttir skipa slitastjórn gamla Landsbankans.Fréttablaðið/Stefán
Landsbankans Þau Kristinn Bjarnason, Halldór Helgi Backman og Herdís Hallmarsdóttir skipa slitastjórn gamla Landsbankans.Fréttablaðið/Stefán
Eignir þrotabús gamla Landsbankans nema nú um 200 milljörðum króna meira en sem nemur forgangskröfum í þrotabúið sem eru að langstærstum hluta vegna Icesave-innlánanna. Þetta er mat slitastjórnar gamla Landsbankans en það var kynnt á kröfuhafafundi í gær.

Þessar tölur miðast við lok september en á fundinum kom fram að á þriðja ársfjórðungi ársins hefðu verðmæti eigna aukist um tæplega 11 milljarða króna.

Áætlar slitastjórnin að verðmæti eignasafnsins, að meðtöldum þremur hlutagreiðslum til forgangskröfuhafa, nemi nú um 1.507 milljörðum en til samanburðar var það metið 1.104 milljarðar í apríl 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×