Treystu ekki Kaupþingi 10. mars 2012 07:00 Vandamál Sturla sagði að íslenskt eignarhald á erlendum fyrirtækjum lækkaði eitt og sér virði þeirra. Framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands íslensku bankana hafa verið mjög meðvitaða um þann vanda sem vofði yfir þeim á árinu 2008. Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands, eða Sturla eins og hann er kallaður, sat í viðlagahópi innan Seðlabankans. Sá hópur útbjó meðal annars viðlagahandbók, sem kölluð var svarta bókin, og átti að vera uppflettirit ef allt færi á versta veg. Meðal verkefna sem hann vissi til að bankarnir voru að vinna að var sala eigna. Sturla bar vitni fyrir Landsdómi í gær. Það var þó ekki létt verk. Ráðgjafar frá JP Morgan, sem störfuðu fyrir Seðlabankann, sögðu til að mynda að verðmat á norska tryggingafélaginu Storebrand, sem var að hluta til í eigu Exista og Kaupþings, hafi verið 30 til 35% lægra en það átti að vera einungis vegna aðkomu íslenskra aðila að því. Í alþjóðlegu umhverfi hafi menn verið meðvitaðir um að íslensku bankarnir voru í vandræðum og að þeir hafi verið „lægstir í fæðukeðjunni". Sturla sagði að erlendum aðilum hafi fundist íslenskir athafnamenn hafa keypt þau fyrirtæki erlendis allt of dýru verði. Ef þeir myndu selja þau, eða bankarnir sem fjármögnuðu kaupin á þeim selja lánin þeirra, þá myndu þeir þurfa að selja með afslætti frá bókfærðu verði. Það myndi lækka eigið fé bankanna og það myndu þeir ekki þola. Sturla fór með Davíð Oddssyni til London í febrúar 2008. Þar funduðu þeir með fulltrúum ýmissa banka. Skilaboðin sem þeir fengu voru skýr: Íslenskir bankar nutu ekki trausts. Ef aðstæður til fjármögnunar á markaði myndu ekki lagast, gætu íslensku bankarnir ekki búist við því að geta fjármagnað sig með skuldabréfaútgáfu. Icesave hélt lífi í bönkunumFulltrúar tveggja banka sögðu að Kaupþing væri „alveg rúið trausti". Þeir treystu ekki því sem stjórnendur Kaupþings sögðu þegar þeir voru að kynna uppgjör sín, sagði Sturla. Traustið á hinum bönkunum var líka lítið og menn virtust almennt mjög meðvitaðir um að krosseignatengsl í íslenska fjármálakerfinu væru þannig að ef einn banki félli myndi það hafa gríðarleg áhrif á þann næsta. Skilaboðin sem föruneytið hafi tekið með sér heim úr þessari heimsókn hafi verið sú að staðan á Íslandi væri grafalvarleg. Að sögn Sturlu var það eina sem hélt lífi í bönkunum á árinu 2008 Icesave-innlánasöfnunin. Ef það hefði verið gripið til aðgerða til að stöðva hana, eða „kippa því úr sambandi" eins og Sturla orðaði það, þá hefði það haft áhrif á alla bankana. Þeir hefðu allir fallið. Aðspurður um töluvert útstreymi sem varð út af Icesave-reikningunum í mars 2008 sagði Sturla að Landsbankinn hefði staðið það af sér. Hann sagði að menn hefðu hrósað happi yfir því að Icesave væri að minnsta kosti ekki í venjulegum útibúi, heldur netreikningar. Þá gætu fjölmiðlar ekki tekið myndir af biðröðum þegar viðskiptavinir voru að taka úr peninga í gegnum internetið heima hjá sér. Fréttir Landsdómur Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands íslensku bankana hafa verið mjög meðvitaða um þann vanda sem vofði yfir þeim á árinu 2008. Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands, eða Sturla eins og hann er kallaður, sat í viðlagahópi innan Seðlabankans. Sá hópur útbjó meðal annars viðlagahandbók, sem kölluð var svarta bókin, og átti að vera uppflettirit ef allt færi á versta veg. Meðal verkefna sem hann vissi til að bankarnir voru að vinna að var sala eigna. Sturla bar vitni fyrir Landsdómi í gær. Það var þó ekki létt verk. Ráðgjafar frá JP Morgan, sem störfuðu fyrir Seðlabankann, sögðu til að mynda að verðmat á norska tryggingafélaginu Storebrand, sem var að hluta til í eigu Exista og Kaupþings, hafi verið 30 til 35% lægra en það átti að vera einungis vegna aðkomu íslenskra aðila að því. Í alþjóðlegu umhverfi hafi menn verið meðvitaðir um að íslensku bankarnir voru í vandræðum og að þeir hafi verið „lægstir í fæðukeðjunni". Sturla sagði að erlendum aðilum hafi fundist íslenskir athafnamenn hafa keypt þau fyrirtæki erlendis allt of dýru verði. Ef þeir myndu selja þau, eða bankarnir sem fjármögnuðu kaupin á þeim selja lánin þeirra, þá myndu þeir þurfa að selja með afslætti frá bókfærðu verði. Það myndi lækka eigið fé bankanna og það myndu þeir ekki þola. Sturla fór með Davíð Oddssyni til London í febrúar 2008. Þar funduðu þeir með fulltrúum ýmissa banka. Skilaboðin sem þeir fengu voru skýr: Íslenskir bankar nutu ekki trausts. Ef aðstæður til fjármögnunar á markaði myndu ekki lagast, gætu íslensku bankarnir ekki búist við því að geta fjármagnað sig með skuldabréfaútgáfu. Icesave hélt lífi í bönkunumFulltrúar tveggja banka sögðu að Kaupþing væri „alveg rúið trausti". Þeir treystu ekki því sem stjórnendur Kaupþings sögðu þegar þeir voru að kynna uppgjör sín, sagði Sturla. Traustið á hinum bönkunum var líka lítið og menn virtust almennt mjög meðvitaðir um að krosseignatengsl í íslenska fjármálakerfinu væru þannig að ef einn banki félli myndi það hafa gríðarleg áhrif á þann næsta. Skilaboðin sem föruneytið hafi tekið með sér heim úr þessari heimsókn hafi verið sú að staðan á Íslandi væri grafalvarleg. Að sögn Sturlu var það eina sem hélt lífi í bönkunum á árinu 2008 Icesave-innlánasöfnunin. Ef það hefði verið gripið til aðgerða til að stöðva hana, eða „kippa því úr sambandi" eins og Sturla orðaði það, þá hefði það haft áhrif á alla bankana. Þeir hefðu allir fallið. Aðspurður um töluvert útstreymi sem varð út af Icesave-reikningunum í mars 2008 sagði Sturla að Landsbankinn hefði staðið það af sér. Hann sagði að menn hefðu hrósað happi yfir því að Icesave væri að minnsta kosti ekki í venjulegum útibúi, heldur netreikningar. Þá gætu fjölmiðlar ekki tekið myndir af biðröðum þegar viðskiptavinir voru að taka úr peninga í gegnum internetið heima hjá sér.
Fréttir Landsdómur Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira