Straumur fjárfestingabanki hefur ráðið tvo nýja starfsmenn. Halla Sigrún Hjartardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums fjárfestingabanka hf. Halla starfaði áður hjá Íslandsbanka á árunum 2002-2011 síðast sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar. Halla er með BS.c. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfamiðlun.
Þá hefur Leó Hauksson verið ráðinn í fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka hf. Leó hefur starfað á fjármálamarkaðnum síðastliðin 12 ár, hjá Kaupþingi banka (síðar Arion banka) á árunum 1999 – 2011 og hjá Íslandsbanka á síðastliðnu ári. Leó er með BS-gráðu frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og með próf í verðbréfamiðlun.