Handbolti

Aðstoðarþjálfarinn í bann og Norðmenn sektaðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robert Hedin er þjálfari norska landsliðsins.
Robert Hedin er þjálfari norska landsliðsins. Mynd/Vilhelm
Zeljko Tomac, aðstoðarþjálfari norska landsliðsins í handbolta, hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir framgöngu sína eftir leikinn gegn Íslandi í gær.

Þá var norska handknattsleikssambandið sektað um þúsund evrur vegna málsins en Norðmenn voru afar ósáttir við niðurstöðu leiksins. Ísland vann, 34-32, eftir æsispennandi lokamínútu þar sem Íslendingar skoruðu tvívegis.

Í stöðunni 33-32 vildu þó Norðmenn fá víti en fengu ekki. Var því mótmælt mjög kröftuglega eftir leikinn eins og fjallað hefur verið um á Vísi.

Aganefnd EHF hefur tekið málið fyrir og beitt áðurnefndum refsingum. Þótti aganefndinni Tomac ganga of harkalega fram gagnvart dómurum leiksins þegar átti að veita viðurkenningar fyrir bestu leikmenn leiksins. Fjölluðu dómararnir sérstaklega um þetta í skýrslu sinni um leikinn.


Tengdar fréttir

Robert Hedin: Þetta verður ekki mikið verra

Hinn sænski Robert Hedin, þjálfari norska landsliðsins, var vitanlega grútsvekktur eftir leikinn við Ísland í gær en strákarnir okkar höfðu nauman sigur, 34-32.

Dönsku dómararnir vissir | Þetta var aldrei víti

Dönsku dómararnir Lars Ejby Pedersen og Per Olesen voru í viðtali við norska fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi í gær og stóðu fast á sinni meiningu - þetta var ekki víti.

Norskur dómari: Skil dönsku dómarana mjög vel

Kjersti Arntsen, norskur handboltadómari sem hefur dæmt á stórmótum í handbolta, segir að dönsku dómararnir í leik Íslands og Noregs í gær hafi haft talsvert til síns mál þegar þeir dæmdu ekki víti á Vigni Svavarsson á lokamínútu leiksins í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×