Viðskipti innlent

Fyrrverandi forstjóri Baugs þarf að greiða 1,7 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Sigurðsson er fyrrverandi forstjóri Baugs.
Gunnar Sigurðsson er fyrrverandi forstjóri Baugs.
Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, var í dag dæmdur til að greiða þrotabúi BGE eignarhaldsfélags 1,7 milljarða króna. Dómur þessa efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Aðalmeðferðferð fór fram í málinu í lok október. Málavextir eru þeir að BGE eignarhaldsfélag var sérstaklega stofnað í nóvember 2003 til að halda utan um kaupréttarsamningakerfi starfsmanna Baugs en það var hannað af KPMG. Kerfið virkaði þannig að Kaupþing lánaði Baugi gegn veði í hlutabréfum félagsins og Baugur lánaði féð síðan áfram til starfsmanna Baugs.

Starfsmenn Baugs fengu lánað fyrir hlutabréfum sem þeir máttu svo selja á ákveðnum tímum. Sjálfir vildu þeir meina að þeir væru ekki persónulega ábyrgir fyrir lánunum. Þessu var skiptastjóri þrotabúsins ósammála. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þann skilning þrotabússtjóra með dómi í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×