Svartfjallaland og Rúmenía tryggðu sér í gær sæti í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta kvenna í Serbíu, Svartfjallaland með því að vinna Rússa en Rúmenar með því að vinna Ísland í spennuleik. Tvær aðrar þjóðir tryggðu sig einnig áfram í gær en þær rru báðar í C-riðlinum.
Ísland og Rússland spila hreinan úrslitaleik um þriðja sætið í D-riðli á morgun en Rússar hafa einu stigi meira og nægir því jafntefli út úr þessum leik. Svartfjallaland er með fullt hús og Rúmenar hafa þrjú stig. Svartfjallaland og Rúmenía spila í raun fyrsta leikinn í milliriðli á morgun í lokaleik sínum í riðlinum því stigin sem þau vinna sér þar fylgja þeim inn í milliriðilinn.
Liðin úr riðli Íslands (D-riðill) verða með liðum úr C-riðli í milliriðli og þar eru Spánverjar og Ungverjar þegar komnir áfram. Spænska liðið er búið að vinna báða sína leiki en Ungverjar komast alltaf inn á innbyrðisviðureignum þrátt fyrir að þeir hafi jafnmörg stig og Króatía. Spánn og Ungverjaland spila úrslitaleik um sigur í riðlinum en á eftir verður úrslitaleikur hjá Króatíu og Þýskalandi um sæti í milliriðlinum.
Fjögur lið komin áfram úr riðlum C og D - tvö sæti laus

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn