Segir sölu á Gagnaveitu fara gegn bókun meirihlutans 1. mars 2012 06:00 Gagnaveitan rekur ljósleiðaranet sem teygir sig frá Bifröst til Vestmannaeyja. Sala fyrirtækisins á að skila OR milljörðum króna sem nýtast við greiðslu af lánum. fréttablaðið/gva Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), lagði til í mars 2011 að Gagnaveitan yrði seld. Sú tillaga hefur verið á borði eigendanefndar Orkuveitunnar síðan og segir Dagur B. Eggertsson, formaður og formaður eigendanefndar, að tekin verði afstaða til sölu í vor. Kjartan óttast hins vegar að það verði of seint og rýri verðgildið. „Eftir er að taka ákvörðun um málið í eigendanefnd og annars staðar á lýðræðislegum vettvangi þriggja sveitarfélaga. Verði sú niðurstaða jákvæð þarf síðan að vinna verðmat, útboðslýsingu og fara í ýmsa tímafreka vinnu áður en hægt er að hefja söluferlið. Menn eru því að lenda í tímahraki og það er einmitt það versta sem menn lenda í þegar verið er að selja fyrirtæki af þessari stærðargráðu.“ OR gerir ráð fyrir 5,1 milljarði króna af sölu eigna árið 2013 og stærstur hluti þeirrar upphæðar er vegna fyrirhugaðrar sölu gagnaveitunnar. Hana á þó eftir að samþykkja í stjórn og eigendanefnd. Bjarni sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið þyrfti að greiða 30 milljarða af lánum á næsta ári og stór gjalddagi væri upp úr áramótum. Ætti að nýta söluvirði gagnaveitunnar í það þá þyrfti að selja fyrirtækið á þessu ári. Dagur segir söluna vera hluta af aðgerðaáætlun sem samþykkt hafi verið á síðasta ári. Farið verði yfir möguleika í stöðunni þegar kemur fram á vorið. Hann telur það ekki of seint. „Árið er ekki búið. Það skiptir mestu máli að við vöndum til verka í þessu og flönum ekki að neinu.“ Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í stjórn OR, leggst alfarið gegn sölunni. Hún segir hana einnig í trássi við bókun meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins frá í fyrra. „Það er alvarlegt hvernig stjórnendur og meirihluti Orkuveitunnar leyfa sér að tala um gagnaveituna sem eitthvað sem megi selja. Það kemur skýrt fram í bókun borgarráðs, þegar aðgerðaáætlunin var sett fram, að OR eigi að vera í meirihluta í almannaeigu.“ Dagur bendir hins vegar á að borgarráð hafi bókað í mars í fyrra að sá möguleiki verði kannaður að Gagnaveitan verði „grunnur að sameiginlegu grunnneti landsins í gagnaflutningum, sem tryggi hagstætt verð, opna samkeppni og meirihlutaeign almennings“. Sóley segir fleiri möguleika í boði varðandi tekjuöflun vegna hins stóra gjalddaga, til dæmis að selja húsnæði. Ekki sé ólíklegra að finna kaupanda að aðalstöðvum fyrirtækisins en gagnaveitunni. „Ég hef ítrekað bent á að eigendur þurfi að leggja til hliðar. Það er hætta á því að þeir þurfi að leggja fyrirtækinu til meira fé. Áætlanir um sölu eigna eru í það brattasta.“ Dagur á hins vegar síður von á því að eigendur setji meira fé inn í fyrirtækið. Aðgerðaáætlunin hafi staðist hingað til. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), lagði til í mars 2011 að Gagnaveitan yrði seld. Sú tillaga hefur verið á borði eigendanefndar Orkuveitunnar síðan og segir Dagur B. Eggertsson, formaður og formaður eigendanefndar, að tekin verði afstaða til sölu í vor. Kjartan óttast hins vegar að það verði of seint og rýri verðgildið. „Eftir er að taka ákvörðun um málið í eigendanefnd og annars staðar á lýðræðislegum vettvangi þriggja sveitarfélaga. Verði sú niðurstaða jákvæð þarf síðan að vinna verðmat, útboðslýsingu og fara í ýmsa tímafreka vinnu áður en hægt er að hefja söluferlið. Menn eru því að lenda í tímahraki og það er einmitt það versta sem menn lenda í þegar verið er að selja fyrirtæki af þessari stærðargráðu.“ OR gerir ráð fyrir 5,1 milljarði króna af sölu eigna árið 2013 og stærstur hluti þeirrar upphæðar er vegna fyrirhugaðrar sölu gagnaveitunnar. Hana á þó eftir að samþykkja í stjórn og eigendanefnd. Bjarni sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið þyrfti að greiða 30 milljarða af lánum á næsta ári og stór gjalddagi væri upp úr áramótum. Ætti að nýta söluvirði gagnaveitunnar í það þá þyrfti að selja fyrirtækið á þessu ári. Dagur segir söluna vera hluta af aðgerðaáætlun sem samþykkt hafi verið á síðasta ári. Farið verði yfir möguleika í stöðunni þegar kemur fram á vorið. Hann telur það ekki of seint. „Árið er ekki búið. Það skiptir mestu máli að við vöndum til verka í þessu og flönum ekki að neinu.“ Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í stjórn OR, leggst alfarið gegn sölunni. Hún segir hana einnig í trássi við bókun meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins frá í fyrra. „Það er alvarlegt hvernig stjórnendur og meirihluti Orkuveitunnar leyfa sér að tala um gagnaveituna sem eitthvað sem megi selja. Það kemur skýrt fram í bókun borgarráðs, þegar aðgerðaáætlunin var sett fram, að OR eigi að vera í meirihluta í almannaeigu.“ Dagur bendir hins vegar á að borgarráð hafi bókað í mars í fyrra að sá möguleiki verði kannaður að Gagnaveitan verði „grunnur að sameiginlegu grunnneti landsins í gagnaflutningum, sem tryggi hagstætt verð, opna samkeppni og meirihlutaeign almennings“. Sóley segir fleiri möguleika í boði varðandi tekjuöflun vegna hins stóra gjalddaga, til dæmis að selja húsnæði. Ekki sé ólíklegra að finna kaupanda að aðalstöðvum fyrirtækisins en gagnaveitunni. „Ég hef ítrekað bent á að eigendur þurfi að leggja til hliðar. Það er hætta á því að þeir þurfi að leggja fyrirtækinu til meira fé. Áætlanir um sölu eigna eru í það brattasta.“ Dagur á hins vegar síður von á því að eigendur setji meira fé inn í fyrirtækið. Aðgerðaáætlunin hafi staðist hingað til. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira