Borgun semur við kínverskan kreditkortarisa 1. mars 2012 10:39 Nú geta kínverskir ferðamenn borgað með greiðslukortum hér á landi. Borgun hf. hefur gert samning við kínverska kreditkortarisann Union Pay og býður nú viðskiptavinum sínum upp á færsluhirðingu á hinum kínversku kortum. Til þessa hefur íslenskum þjónustuaðilum ekki verið fært að taka á móti kortum frá Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun. Union Pay eru mest notuðu kortin í Kína en með vaxandi hagvexti og farsæld í Kína fjölgar stöðugt þeim Kínverjum sem ferðast erlendis. Erlend fyrirtæki eru nú þegar farin að aðlaga og auka þjónustu sína við kínverska ferðamenn og sjá strax mikinn árangur í aukinni veltu. Kínverjar eyða jafnframt að jafnaði hærri upphæðum á ferðalögum en erlendir ferðamenn að jafnaði og því er ljóst að talsverðir hagsmunir eru í húfi fyrir þjónustuaðila hérlendis. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaferðamálastofnuninni (UNWTO) er gert ráð fyrir því að árið 2020 muni 100 milljónir Kínverja ferðast erlendis. Gert er ráð fyrir að fjöldi Kínverja sem ferðast til Evrópu fjórfaldist á milli áranna 2011 og 2020 og verði um 20 milljónir. Árið 2010 komu rúmlega 5000 kínverskir ferðamenn til Íslands en íslensk yfirvöld hafa markvisst unnið að því undanfarin ár að kynna Ísland fyrir Kínverjum sem áhugaverðan áfangastað. Sem dæmi er vefsíðan visiticeland.com nú aðgengileg á kínversku. Borgun hf. leggur áherslu á að seljendur geti tekið við öllum kortum og náð þannig öllum þeim viðskiptum sem kunna að bjóðast og er þessi nýjung því kærkomin viðbót við þjónustu Borgunar. Í dag eru 2,2 milljarðar Union Pay greiðslukorta í notkun en kortin eru gefin út í 16 löndum í Asíu. Hvarvetna sýnir reynslan að Union Pay korthafar nota kortið mikið og er meðalfjárhæð færslu hærri en meðalfjárhæð korthafa annarra algengra alþjóðlegra korta og álíka og American Express korta. Því má fullyrða að Union Pay korthafar séu eftirsóknarverðir viðskiptavinir fyrir íslenska þjónustuaðila. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Borgun hf. hefur gert samning við kínverska kreditkortarisann Union Pay og býður nú viðskiptavinum sínum upp á færsluhirðingu á hinum kínversku kortum. Til þessa hefur íslenskum þjónustuaðilum ekki verið fært að taka á móti kortum frá Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun. Union Pay eru mest notuðu kortin í Kína en með vaxandi hagvexti og farsæld í Kína fjölgar stöðugt þeim Kínverjum sem ferðast erlendis. Erlend fyrirtæki eru nú þegar farin að aðlaga og auka þjónustu sína við kínverska ferðamenn og sjá strax mikinn árangur í aukinni veltu. Kínverjar eyða jafnframt að jafnaði hærri upphæðum á ferðalögum en erlendir ferðamenn að jafnaði og því er ljóst að talsverðir hagsmunir eru í húfi fyrir þjónustuaðila hérlendis. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaferðamálastofnuninni (UNWTO) er gert ráð fyrir því að árið 2020 muni 100 milljónir Kínverja ferðast erlendis. Gert er ráð fyrir að fjöldi Kínverja sem ferðast til Evrópu fjórfaldist á milli áranna 2011 og 2020 og verði um 20 milljónir. Árið 2010 komu rúmlega 5000 kínverskir ferðamenn til Íslands en íslensk yfirvöld hafa markvisst unnið að því undanfarin ár að kynna Ísland fyrir Kínverjum sem áhugaverðan áfangastað. Sem dæmi er vefsíðan visiticeland.com nú aðgengileg á kínversku. Borgun hf. leggur áherslu á að seljendur geti tekið við öllum kortum og náð þannig öllum þeim viðskiptum sem kunna að bjóðast og er þessi nýjung því kærkomin viðbót við þjónustu Borgunar. Í dag eru 2,2 milljarðar Union Pay greiðslukorta í notkun en kortin eru gefin út í 16 löndum í Asíu. Hvarvetna sýnir reynslan að Union Pay korthafar nota kortið mikið og er meðalfjárhæð færslu hærri en meðalfjárhæð korthafa annarra algengra alþjóðlegra korta og álíka og American Express korta. Því má fullyrða að Union Pay korthafar séu eftirsóknarverðir viðskiptavinir fyrir íslenska þjónustuaðila.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira